05.02.1963
Neðri deild: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

4. mál, ráðherraábyrgð

Frsm. meiri hl. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. til l. um ráðherraábyrgð, og leggur meiri hl. n. til, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 11. landsk. þm., tekur ekki afstöðu til málsins, og annar nm., hv. 8. landsk., var fjarstaddur vegna lasleika, þegar frv. var afgreitt í nefndinni.

Frv., sem er stjfrv., var flutt í Ed., og var það afgreitt úr þeirri d., án þess að nokkrar breytingar væru þar á því gerðar. Það er annars nátengt frv. um landsdóm, sem áður var hér til umr., og segir þetta frv. til um, undir hvaða kringumstæðum höfðað verði mál á hendur ráðh. fyrir embættisverk hans eða vanrækslu hans á þeim, en frv. um landsdóm ákveður hins vegar um meðferð slíkra mála fyrir dómi.

Gildandi lög um ráðherraábyrgð eru sett árið 1904 og að sjálfsögðu miðuð við þáv. aðstæður, m.a. það, að ráðh. var þá aðeins einn. Stórfelldar efnisbreytingar eru hins vegar ekki gerðar á frv. þessu miðað við gildandi lög, aðeins sniðnir af því vankantar, tekið tillit til breyttra aðstæðna og ákvæði gerð fyllri í frv. en eru í I. frá 1904.

Hér á landi hefur það hingað til aldrei komið fyrir, að ráðh. væri sóttur til ábyrgðar fyrir brot á l. um rásherraábyrgð. Tel ég, að andi frv. hnígi ekki að því, að á þessu verði mikil breyting, þótt það verði að lögum, þó að vitanlega geti slík mál alltaf risið og nauðsynlegt

sé að hafa skýr og ótvíræð lög um ráðherraábyrgð, enda segir stjórnarskráin til um, að slík lög skuli og eigi að vera til.

Ég tel svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv., en eins og ég tók fram í upphafi, leggur meiri hl. allshn. til, að frv. verði samþykkt óbreytt.