06.12.1962
Neðri deild: 26. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 827 í B-deild Alþingistíðinda. (760)

113. mál, virkjun Sogsins

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út s.l. vor, um viðauka við lög nr. 28 23. apríl 1946, um virkjun Sogsins. 1, gr. frv. kveður svo á, að heimilt sé að taka lán til stækkunar á aflstöðinni við Írafoss í Sogi allt að 65 millj. kr. eða tilsvarandi fjárhæð í erlendum gjaldeyri, og er ríkisstj. heimilt að ábyrgjast lánið fyrir hönd ríkissjóðs.

Eins og kunnugt er, hefur verið talið nauðsynlegt að ráðast í þessa framkvæmd, og mun það auka orku Sogsins til verulegra muna, en kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um eða yfir 65 millj. kr. Þess vegna voru þessi brbl. út gefin, og þarf ekki nánari skýringar á því. Lán til framkvæmdanna hefur fengizt að nokkru leyti í Svíþjóð, og nokkur hluti þess mun verða af innlendu fé.

Ég legg til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.