17.12.1962
Neðri deild: 29. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 827 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

113. mál, virkjun Sogsins

Frsm. (Sígurður Ingimundarson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er til umræðu, er flutt til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út s.1. vor. Með þeim l. var stjórn Sogsvirkjunarinnar heimilað að taka lán til stækkunar á aflstöðinni á Írafossi allt að 65 millj. kr. og ríkisstj. heimilað að ábyrgjast lánið.

Eins og kunnugt er, var frá upphafi gert ráð fyrir þessari stækkun, og var nú talið tímabært að hefja þessar framkvæmdir og ganga frá lántöku, svo að verkið tefðist ekki af þeim sökum.

Fjhn. hefur fjallað um málið og varð sammála um að mæla með samþykkt þess, og er því lagt til, að málinu verði vísað til 3. umr.