22.03.1963
Efri deild: 60. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í B-deild Alþingistíðinda. (798)

139. mál, ríkisábyrgðasjóður

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Með l. um ríkisábyrgðasjóð frá síðasta ári var stefnt að því að koma þeim málum í fastara kerfi og reyna að leggja grundvöll að því, að draga mætti úr þeim miklu vanskilum, sem væru á ríkisábyrgðalánum. Þá var m.a. ákveðið samkv. þeim 1., að allar áfallnar ríkisábyrgðir skyldu teknar til athugunar og samningar gerðir við viðkomandi aðila, eftir að athugað hefði verið, hvort þeir mundu vera þess umkomnir að standa undir þeim skuldbindingum, og ef svo var ekki, þá var gefinn eftir hluti af kröfunum, en að svo miklu leyti sem talið var fært að greiða þessar áföllnu kröfur, hefur Seðlabankinn að undanförnu unnið að því að koma þessum málum .í það horf, að gengið yrði frá nýjum samningum og nýjum skuldabréfum, þar sem miðað væri við, að viðkomandi aðilar gætu risið undir greiðslum samkv. þessum nýju samþykktum. Með l. er einnig gert ráð fyrir, að strangari reglur séu hér eftir settar um ríkisábyrgðir, þannig að ætla má að öðru óbreyttu, að það séu minni líkur til þess í næstu framtíð, að veruleg áföll verði af hinum nýju ábyrgðum, og auk þess er þess að geta, að vegna mjög hagstæðrar afkomu má gera ráð fyrir, að þeir aðilar, sem ríkisábyrgðir hafa fengið, hafi margir hverjir mun betri aðstöðu til að standa í skilum.

Í fjárl. ársins í ár er gert ráð fyrir, að lagðar séu 38 millj. kr. til ríkisábyrgðasjóðs sem framlag til þess að mæta þeim kröfum, sem kunna að falla á sjóðinn. Með frv. því, sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir, að sjóðnum verði heimilað að taka 50 millj. kr. lán. Ástæðan til, að þessi leið er farin í stað þess að hækka framlag ríkissjóðs, byggist á því, að gert er ráð fyrir, eins og í upphafi sagði, að innan tíðar fari skuldbindingar sjóðsins minnkandi og það verði minna, sem hann þarf úti að láta vegna vanskila, og af þeim sökum sé ekki eðlilegt að fara að hækka þá beinu fjárveitingu, sem nú er til sjóðsins, heldur sé hægt að reikna með, að hann geti risið undir slíku láni, sem tekið yrði til að mæta kröfunum nú þessi fyrstu ár.

Fjhn, hefur athugað frv. og fellst fyrir sitt leyti á það sjónarmið, sem i því kemur fram, hvað sem liður skoðunum manna að öðru leyti um l. um ríkisábyrgðir. En n. mælir einróma með því, að þessi heimild verði veitt til lántöku fyrir sjóðinn, sem frv. fjallar um.