16.04.1963
Efri deild: 72. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

231. mál, Iðnaðarbanki Íslands h/f

Frsm. (Eggert G. Þorsteimsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 629, hefur iðnn. yfirfarið frv. þetta, sem flutt var snemma á þessu þingi og lagt fram í hv. Nd. Meginefni þessa frv. er það að nema úr núgildandi lögum það hámarksákvæði, sem þar hefur gilt um aukningu hlutafjár Iðnaðarbanka Íslands. En á aðalfundi bankans, sem haldinn var 2. júní 1962, var samþ. ályktun þess efnis og skorað á iðnmrh. að flytja frv. það, sem hér er til umr. N. mælir einróma með því, að frv. verði samþykkt eins og það var lagt fram og fram kemur á þskj. 498, en málið var afgr. áður einróma í hv. Nd.