16.04.1963
Efri deild: 72. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

234. mál, tannlækningar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta, sem hér liggur fyrir, fjallar um breyt. á I. nr. 7 frá 14. júní 1929, um tannlækningar, og er á þá leið, að þar verði bætt inn í einni grein: „Enginn tannlæknir má kalla sig sérfræðing, nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðh.“ Síðar koma í þessari nýju gr. ýtarlegri reglur um þetta.

Heilbr.- og félmn, hefur athugað þetta frv. og mælir einróma með því, að það verði samþykkt.