04.03.1963
Neðri deild: 48. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (921)

54. mál, lyfsölulög

Frsm. (Gísli Jónsson):

Hæstv. forseti. Um aldir hefur mannkynið leitazt við að finna lyf, er læknað geti mein mannanna. Eftir því sem læknavísindin urðu almennari, því margbreytilegri urðu lyfin, sem seld voru til notkunar, og því vandasamari var meðferð þeirra öll eða annars sala þeirra til almennings. Þróun málanna hefur því orðið sú, að þjóðirnar og einstaklingar þeirra hafa gerzt lyfjaneytendur að meira eða minna leyti og oft meira en góðu hófi gegnir, svo að löggjöfin hefur orðið að grípa inn í gerðir manna og setja reglur um lög um notkun lyfja, meðferð þeirra og sölu. Löggjöf um sölu lyfja hefur þó aldrei verið sett á Íslandi, þótt margvísleg löggjöf hafi verið sett um sölu á öðrum varningi, og má það raunverulega furðulegt heita, svo sem sala lyfja þó snertir allan almenning, ekki einasta fjárhagslega, heldur og heilsufarslega. Allar aðgerðir hér að lútandi byggjast á tilskipun, er gefin var út árið 1672, og margvíslegum reglugerðum og auglýsingum stjórnarvaldanna á ýmsum tímum. Mönnum hefur því lengi verið það ljóst, að brýna nauðsyn ber til þess að setja heildarlöggjöf um sölu og meðferð lyfja. Í nærri tvo tugi ára hefur verið unnið að setningu slíkrar löggjafar og frv. verið borin fram á Alþ. um þetta efni, en þau aldrei verið samþykkt af meiri hl. þingsins.

Frv. það til lyfsölulaga, sem hér er til umr., hefur fengið vandlegan undirbúning. Hefur m.a. verið við samningu þess höfð hliðsjón af öllum þeim sjónarmiðum, sem fram hafa komið í fyrri frv. um þetta efni, jafnt í sjálfum frv., grg. og umr. og umsögnum, og eftir því sem frekast hefur verið unnt að samefna þessi sjónarmið öll, sem þar hafa komið fram, án þess þó að rýra það öryggi, sem almenningur á kröfu á í sambandi við sölu og meðferð lyfja.

Heilbr.- og félmn. tók frv. fyrst fyrir til umr. á fundi 30. okt. s.l. Eftir að n. hafði lesið og rætt frv. mjög ýtarlega, sendi hún það til umsagnar til þeirra aðila, sem vitað var að höfðu margvíslegra hagsmuna að gæta í sambandi við lagasetningu þá, sem hér um ræðir. Vísast til nál. á þskj. 262 um þetta atriði. Eftir að umsagnir höfðu borizt n., þótti rétt að senda þær allar til landlæknis, svo að honum gæfist tækifæri til þess að athuga þær og gera till. til samræmingar, ef á þann hátt mætti takast að sameina sem bezt þau sjónarmið og till., sem fram hefðu komið. Hafði landlæknir áður mætt á fundi hjá n. og rætt við hana frv. í heild og einstakar greinar þess. Er landlæknir hafði þannig kynnt sér allar aths. og tili., gerði hann nokkrar till, til breyt. á frv., er hann sendi n, til athugunar. Mætti hann síðan hjá n. á ný ásamt forstjóra fyrir Lyfjagerð ríkisins, eftirlitsmanni í lyfjabúðum og rektor háskólans, sem var sérstakur lögfræðilegur ráðunautur ríkisstj. við samningu frv. og undirbúning allan. Voru allar þær aths., sem fram höfðu komið, ræddar við þessa aðila. Þá ræddi og yfirdýralæknirinn í Reykjavík ásamt fulltrúum frá Dýralæknafélagi Íslands við n., og settu þeir fram till. til breyt. um þau atriði, sem snertu dýralæknana og störf þeirra. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þeim aths., sem fram komu í þessum umr. öllum, svo og í umsögnum frá hinum ýmsu aðilum, jafnframt sem hér verður gerð grein fyrir því, hvers vegna rétt þykir að leggja til, að gerðar verði breyt. á frv., og eins hins vegar, að n. þótti ekki rétt að fallast á brtt. frá einstökum aðilum við frv.

Frá Læknafélagi Íslands barst till. um að breyta 1. gr. frv. þannig, að 3. mgr. orðist svo: „Efni teljast þó ekki lyf, ef þau eru notuð til sótthreinsunar á verkfærum.“ — Hvorki sérfræðingar þeir, sem mættir voru hjá n., né nefndarmenn vildu fallast á þessa breyt., og var hún því ekki tekin til greina.

Við 2. gr. frv. kom till. frá Læknafélagi Íslands til breyt. á orðalagi, einkum í sambandi við þýðingu latneskra orða. Þótti ekki ástæða til þess að taka þetta til greina. Þá kom og langt erindi frá Apótekarafélagi Íslands um, að um ranglega þýðingu á latnesku orðunum „pharmakologi“ og „pharmaci“ hefði verið að ræða. Hafði erindið verið sent læknadeild Háskóla Íslands, sem hafði það til athugunar og lagði til, að tekin yrðu upp hin alþýðlegu heiti, þar til heppilegt nýyrði fyndist.

1. brtt. á þskj. 263 lýtur að því, að hin latnesku heiti séu tekin upp innan sviga í 2. gr. til skýringar á lyfjafræði og lyfjafræði lyfsala til þess að fyrirbyggja allan misskilning á þýðingu þeirra orða. Í sambandi við þetta atriði vildi ég leyfa mér að geta þess, að nú í dag hef ég meðtekið afrit af bréfi til hæstv. dómsmrh. frá Apótekarafélagi Íslands, þar sem það mótmælir þessari brtt., og vil ég leyfa mér að lesa það atriði úr bréfinu, með leyfi hæstv. forseta:

„Vegna einstakra atriða í fram komnu nál. heilbr.- og félmn. Nd. Alþ. v arðandi frv. til lyfsölulaga, leyfum vér okkur að leita til yðar, hæstv. dómsmrh., sem flm. frv. um meðferð eftirfarandi atriða:

Þar sem ekki hefur náðst samkomulag um íslenzk nöfn á fræðigreinunum „pharmalogi“ og „pharmaci“, þvert ofan í þær vonir, sem stjórn Apótekarafélags Íslands hafði ástæðu til að gera sér að loknum fundi, sem haldinn var á skrifstofu ráðh. s.l. haust, og samkv. viðtölum við lögfræðilegan ráðunaut við samningu frv., prófessor Ármann Snævarr, viljum vér eindregið mælast til þess, að fræðiheitin verði notuð fyrst um sinn óíslenzkuð og málsgr. sú, sem fjallar um þetta atriði, orðist því svo: „Skal einn nm. vera prófessor í pharmakologi, annar dósent (prófessor) í pharmaci” o.s.frv. í 2, gr. 2. mgr. frv.“

Út af þessum mótmælum hef ég í dag rætt við hæstv. heilbr: og félmrh., og það varð að samkomulagi við hann, að þessi fýrsta brtt. heilbr.- og félmn. á þskj. 263, svo og 2. brtt. á sama þskj., þær verði teknar aftur til 3. umr., svo að n. gefist tækifæri til þess að athuga, hvort hægt sé að mæta þessum óskum Apótekarafélagsins. Ég vil hins vegar taka það fram hér strax, að við ræddum þetta mál mjög ýtarlega, m.a. við rektor háskólans, sem tjáði oss, að ef ætti að ganga lengra í þessu atriði en gengið er í till. n., þá kostaði það að breyta ýmsu orðalagi í háskólalögunum, sem snertir þetta atriði. Skal ég ekki fara frekar út í þetta að sinni, en leyfi mér að taka 1. og 2. till. n. aftur til 3. umr.

Frá Læknafélagi Reykjavíkur kom fram ósk um að fella niður d-lið 3. gr., en hann ákveður, að banna megi sölu lyfja, ef verðið sé óhæfilega hátt. Ummæli landlæknis um þetta atriði voru sem hér segir „Ákvæðið er sett inn í frv. til þess að hindra óhæfilegar fjárkröfur fyrir lyf, sbr. grg. frv.“ Féllst n. á, að ekki væri rétt að verða við þessum öskum Læknafélagsins, og hefur því ekki tekið till. upp.

7. gr. kveður svo á, að leyfi til þess að reka lyfjabúð verði aðeins veitt einstaklingum. Gegn þessu ákvæði sendi Samband ísl. samvinnufélaga mótmæli, sem mér þykir rétt að lesa hér upp, vegna þess að það þótti allt of viðamikið að birta með sem fskj. allar umsagnir, sem komu til n., en ég hef tekið þá reglu að taka hér aðeins upp það, sem mér finnst að máli skipti í sambandi við afgreiðslu málsins. Í umsögn Sambands ísl. samvinnufélaga segir um þetta atriði, með leyfi hæstv. forseta:

„Skylt er að mótmæla ákvæðum 7. gr. 1. um, að leyfi til að reka lyfjabúð, lyfsöluleyfi, verði aðeins veitt einstaklingum. Við viljum benda á máli voru til staðfestingar, að tvö samvinnufélög hérlendis hafa rekið lyfjabúðir um árabil á fyllilega sambærilegan hátt við einstaklinga. En við viljum enn fremur benda á, að viða í nágrannalöndum vorum eru lyfjabúðir reknar af samvinnufélögum og þykir sjálfsagt. Við leggjum því til, að þessi hluti 7. gr. falli niður.“

Um þetta atriði vísar landlæknir til grg. um 9. gr. frv.

Þá kom einnig fram till. frá eftirlitsmanni lyfjabúða um það, að veita megi Háskóla Íslands lyfsöluleyfi. Segir þar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Í 7. gr. er tekið fram, að leyfi til þess að reka lyfjabúð megi aðeins veita einstaklingum, enda sá háttur eindreginn vilji bæði lyffræðinga og lyfsala. Í upphafi, þegar frv. var samið, var þó m.a. gert ráð fyrir því, að veita mætti Háskóla Íslands lyfsöluleyfi vegna kennslu í lyfjafræði. Hefur þetta ákvæði verið fellt úr frv. vegna óska lyfsala á þeim forsendum, að hvergi á Norðurlöndum sé að finna fordæmi fyrir því, að lyfjafræðiskólar reki lyfjabúðir. Hér mun vera um ókunnugleik að ræða, því að í Finnlandi hefur háskólinn í Helsingfors samkv. lögum rekið lyfjabúð um áratuga skeið. Þá er það einnig mjög algengt, t.d. í Bandaríkjunum, að háskólar reki lyfjabúðir í sambandi við lyffræðikennslu. Lyfjafræðideildin við Háskóla Íslands er í örum vexti, og er víst, að á engan hátt yrði betur búið að verklegri kennslu við deild þessa í framtíðinni en með því að tengja hana sjálfstæðri lyfjabúð. Mundi að sjálfsögðu ekki verða stofnað til neinnar samkeppni við lyfsala með slíkri lyfjabúð og því ástæðulaust af þeirra hálfu að óttast stofnun kennslulyfjabúðar. Legg ég hér til, að á 7. gr. verði gerður sá viðauki, að veita megi Háskóla Íslands lyfsöluleyfi, enda fullnægi forstöðumaður að sjálfsögðu skilyrði 1. mgr. 9. gr.

Með því að hér hefði verið um mjög veigamikla efnisbreyt. að ræða, ef þessar eða þvílíkar brtt. yrðu teknar upp og samþ., þykir rétt að fara nokkrum orðum um þennan meginágreining, sem ríkt hefur um setningu lyfsölulaga og raunverulega valdið því, að ekki hefur hingað til fengizt samkomulag um setningu laga á Alþ. Og vitað er um, að væri slíkt ákvæði sett inn í frv. nú á þessu stigi, að gera lyfsöluleyfin víðtækari en gert er ráð fyrir í frv., mundi frv. ekki ná fram að ganga á þessu þingi, og væri það illa farið, svo mjög sem það er aðkallandi að fá sett lög um lyfsölu og svo mjög sem unnið hefur verið að undirbúningi þessa frv.

Meginrökin, sem Samband ísl. samvinnufélaga færir fyrir því, að 7. gr. l. verði breytt, eru þau, að hér á landi hafi tvö samvinnufélög rekið lyfjabúðir um árabil á fyllilega sambærilegan hátt við einstaklinga og að víða í nágrannalöndum vorum séu lyfjabúðir reknar af samvinnufélögum og þyki það sjálfsagt. Í umsögn sinni um þetta atriði vísar landlæknir til grg. frv. í sambandi við 9. gr. þess, en þar segir, með leyfi hæstv, forseta:

„Hér er lagt til, sbr. 7. gr., að lyfjafræðingar einir fái lyfsöluleyfi, svo sem tíðkast í öllum hinum Norðurlöndunum. Í hinu upprunalega frv. hinnar stjórnskipuðu n., er tók til starfa 1942, var lagt til, að lyfjafræðingar einir fengju lyfsöluleyfi, þótt í síðar fram komnum frv. hafi verið gerður sá viðauki, að lyfsölu megi veita félagsreknum fyrirtækjum. Í lyfsölulöggjöf hinna Norðurlandanna þekkist yfirleitt ekki að veita félagssamtökum lyfsöluleyfi, og stéttarfélög lyffræðinga og lyfsala hafa tjáð sig mjög andvíg þess háttar veitingum lyfsöluleyfa. Gert er ráð fyrir, að þau tvö samvinnufélög, sem fengið hafa lyfsöluleyfi, haldi þeim til frambúðar að fullnægðum lagaskilyrðum á hverjum tíma, eftir því sem nánar er lýst í greininni.“

Í umr. í n. um þetta atriði kom það berlega fram, að það væri engan veginn frambærilegt að veita aðeins samvinnufélögum lyfsöluleyfi, en neita öðrum félagsheildum um þau. Hér væri því um að velja að veita leyfi eftir því, sem fyrir er mælt í frv., eða taka upp þá reglu að veita lyfsöluleyfi sérhverjum aðila, einstaklingum eða félagsheildum, sem uppfyllti þau ákvæði 1., sem sett kynnu að verða um rétt til lyfsöluleyfa á hverjum tíma. Það skal tekið fram, að í þeim umr. kom ekki fram, að þær lyfsölubúðir, sem nú eru reknar hér af samvinnufélögunum, væru á nokkurn hátt lakar reknar en aðrar lyfsölubúðir hérlendis. Hitt var ekki heldur sýnt fram á, að þær hefðu neina yfirburði í einu eða öðru fyrir fólk eða öryggi fram yfir aðrar lyfsölubúðir í landinu. En það, sem var úrslitaatriði í málinu hjá n., var sem hér segir:

Þegar einstaklingi, sem uppfyllir öll skilyrði 1., er veitt lyfsöluleyfi, ber hann einn alla ábyrgð á því, að skilyrðin séu í hvívetna uppfyllt. Þegar félagsheildum, í hvaða formi sem þau kunna að vera, eru veitt lyfsöluleyfi, er ábyrgðinni dreift á milli þeirra aðila, sem bera ábyrgð á öllum tæknilegum atriðum, þ.e. forstjóra lyfjabúðanna, og hinna, sem bera ábyrgð á fjárhagslegum rekstri þeirra, þ.e. forstjóra félagsheildarinnar eða stjórnar hennar. Í því síðara tilfelli eru margvíslegir möguleikar til árekstra, sem rýrt gætu það öryggi, sem krefjast verður um sölu lyfja. Enda hefur reynsla annarra þjóða berlega sýnt, að þar sem þeirri reglu er haldið að veita leyfi til einstaklinganna, sem uppfylla sett fyrirmæli og bera alla ábyrgð, þar er öryggið mest fyrir allan almenning. Og þörfin til þess að auka það öryggi fer vaxandi með vaxandi notkun lyfja og vaxandi framleiðslu nýrra lyfja ásamt vaxandi auglýsingum frá þeim, sem hafa hag af sölu þeirra og notkun. Það varð því ekkert samkomulag um það í n, að leggja til að breyta þessu ákvæði 7. gr., svo sem farið var fram á af Sambandi ísl. samvinnufélaga.

Nú sé ég, að einn hv. nm., hv. 4. landsk., hefur hér á þskj. 338 borið fram brtt. við 7. gr., og er sú brtt. i fullu samræmi við afstöðu hans í n. Ég sé ekki ástæðu til að fara neinum sérstökum orðum um hana. Hann lýsti þeirri afstöðu. Og þó að hann skrifaði undir nál. með okkur hinum, þá gerði hann fyrirvara um það, að hann hefði fullt leyfi til þess að bera fram brtt. og fylgja öðrum, og það hafa og aðrir nm. einnig gert.

Um till. frá eftirlitsmanni lyfjabúða um, að veita megi Háskóla Íslands lyfsöluleyfi, skal það tekið fram, að engin slík ósk kom fram frá háskólanum sjálfum, enda lýsti rektor háskólans því yfir í n., að það væri á engan hátt tímabært á þessu stigi að ræða slíka till. í sambandi við setningu þessara laga. Þótti því n. ekki rétt að taka þessa till. eftirlitsmannsins til greina. Í 2. og 3. mgr. 7, gr. segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Umsóknir skal leggja fyrir tveggja manna nefnd. Annar nm. skal kjörinn af Apótekarafélagi Íslands, en hinn af Lyfjafræðingafélagi Íslands. Varamenn eru kjörnir á sama hátt. Sæki nm. um lyfsöluleyfi, tekur varamaður sæti hans í n. Kjörtími nm. er 6 ár. N. lætur landlækni í té rökstudda umsögn um þá umsækjendur, sem að hennar álíti eru hæfastir, og skipar þeim í töluröð, en þó aðeins þremur hinum hæfustu, ef umsækjendur eru þrír eða fleiri. Telji n. einhvern umsækjanda óhæfan, skal hún geta þess. Landlæknir sendir því næst ráðh. rökstutt álit um það, hverja umsækjendur hann telur hæfasta í töluröð, og skal umsögn n. fylgja áliti hans. N. er ólaunuð.“

Rætt var um það í n.: 1) Hvort ekki væri rétt að leggja til að fella niður 7. málsl. 3. mgr., þ.e. orðin: „Telji n. einhvern umsækjanda óhæfan, skal hún geta þess.“ Kom sú skoðun fram í n., að hér væri gengið óþarflega langt í því að dómfella umsækjendur. En í því sambandi upplýsti rektor háskólans, að þessi sama regla gilti nú um þá, sem sæktu um kennsluembætti í Háskóla Íslands. Það væri beinlínis nauðsynlegt að skylda dómnefnd til þess að benda á óhæfni umsækjenda til að tryggja fullt öryggi. Hitt væri jafnan opið fyrir umsækjanda að umbæta svo þekkingu sína og hæfni, að hann síðar yrði dæmdur fullhæfur til starfsins. 2) Hvort ekki væri rétt að skylda veitingavaldið til þess að veita leyfi einhverjum hinna þriggja, sem bent væri á sem hæfasta umsækjendur. En um það fékkst ekki heldur samkomulag að gera hér undanþágu frá gildandi reglu um embættisveitingar, enda talið, að eigi mundi gengið fram hjá sameiginlegu áliti landlæknis og n., nema alveg sérstakar ástæður lægju fyrir hendi.

Í umsögn frá Sambandi ísl. samvinnufélaga er eftirfarandi ákvæði í 9. gr. mótmælt. En það ákvæði hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Samvinnufélög þau, er öðlazt hafa leyfi til þess að reka lyfjabúð fyrir gildistöku laga þessara, halda leyfinu í 25 ár frá gildistöku þeirra. Framlengja má leyfi til 25 ára í senn, enda mæli landlæknir með umsókn. Forstöðumaður slíkra lyfjabúða skal fullnægja ákvæðum 1. mgr., og ber að auglýsa stöðu hans samkv. ákvæðum 7. gr., og skal ráðh. samþykkja ráðningu hans að fenginni umsögn samkv. 3. mgr. 7. gr.

Þessu hefur Samband ísl. samvinnufélaga mótmælt og segir svo í umsögninni, með leyfi hæstv. forseta:

„Enn fremur er skylt að mótmæla ákvæðum 9. gr. II. kafla um samvinnufélög. Er þar gert ráð fyrir, að samvinnufélög þau, sem nú hafa lyfsöluleyfi, missí þau eftir 25 ár frá gildistöku laganna og þá þurfi að endurnýja þau á 25 ára fresti. Hliðstæð leyfi hafa verið veitt án slíkra skilyrða og ekkert tilefni gefið til að æskja breyt. á því. Er því í fyllsta máta ótilhlýðilegt að setja þetta ákvæði í lög mörgum árum eftir að leyfin hafa verið veitt.“ Um þetta atriði segir landlæknir:

„Hér eru samvinnufélög sett í sama bát og einstaklingar um endurnýjun eftir meðalstarfsaldur. Að öðru leyti vísast til þess, er ég sagði hér um mismunandi ábyrgð einstaklinga og félagsheilda í sambandi við lyfsöluleyfi, og þykir ekki ástæða til þess að endurtaka það frekar.“

Frá eftirlitsmanni lyfjabúða kom fram ábending um, að rétt væri að fella niður 5. tölulið 9. gr., en hann hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Umsækjandi skal hafa unnið í 12 mánuði sem lyfjafræðingur í lyfjabúð eða við lyfjagerð hér á landi. Víkja má frá þessu skilyrði, þegar sérstakar ástæður mæla með því.“

Þetta atriði var rætt við eftirlitsmann, landlækni og aðra sérfræðinga, sem mættir voru hjá n. Þótti ekki rétt að leggja til, að liðirnir yrðu felldir niður. Rætt var um það í n., hvort rétt væri að láta niðja eða aðra erfingja ganga fyrir leyfisveitingum, er leyfi er fellt niður samkv. 12. gr., ef hann uppfyllir öll skilyrði leyfishafa. V arð ekki samkomulag um að gera till. um slíkt ákvæði.

2. brtt., sem n, leggur til að samþ. verði, er við 14. gr. Það er, eins og ég skýrði áðan frá, meira leiðrétting, og er hún tekin til baka til 3. umr. Hér er aðeins um að ræða skýringar á orðinu lyfjafræðingur, svo sem áður hefur verið minnzt á.

Rætt var allýtarlega í n. um IV. kafla frv. Kom fram ábending um það, að kafli þessi ætti heima í vinnulöggjöf, en ekki í frv. því, sem hér um ræðir. Þá var og bent á, að ýmis ákvæði í þessum kafla væru í engu samræmi við gildandi reglur um vinnudeilur og bæri því að gera till. til breytinga á honum, á hinum ýmsu greinum hans, ef kaflinn yrði ekki felldur niður. Meiri hl. n. leit svo á, að með því að hér varð fullt samkomulag milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda í þessari atvinnugrein, væri rétt að gera engar breyt. á kaflanum og halda honum óbreyttum í frv. Ef hins vegar færi fram endurskoðun á vinnulöggjöfinni eða ný vinnulöggjöf samin, væri ekkert því til fyrirstöðu að fella inn í þá löggjöf IV. kafla þessa frv., með eða án breyt., eftir því sem þá þætti viðeigandi. Ég sé, að á þskj. 338 hefur hv. 4. landsk. einnig borið fram brtt. um að fella þennan kafla niður, og er það í fullu samræmi við það, sem hann lýsti yfir í n., og gerir hann sjálfsagt frekari grein fyrir því, þegar þar að kemur.

Gegn ákvæðum 1. málsl, í 22. gr. bárust n. mótmæli frá Sambandi ísl. samvinnufélaga og Læknafélagi Reykjavíkur. Töldu báðir þessir aðilar, að ákvæðin væru of ströng og mundu valda almenningi og læknum óþarfa erfiðleikum, enda ekki gerlegt að fylgja þeim fyrirmælum í mörgum tilfellum. En mgr. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Lyfseðill (recept) er eiginhandar lyfjaávísun undirrituð af lækni (tannlækni, dýralækni), er lækningaleyfi hefur hér á landi. Í bráðri lífsnauðsyn er lyfjaávísun í síma heimil, en staðfesta skal hana með samhljóða lyfseðli, svo fljótt sem auðið er.“

Eftir að hafa rætt þetta atriði ýtarlega, var samkomulag um að leggja til, að 1. mgr. orðist eins og lagt er til í 3. brtt. n., en þar segir svo:

„Lyfseðill (recept) er lyfjaávísun gefin út af lækni, tannlækni, dýralækni, er lækningaleyfi hefur hér á landi, og undirrituð af honum með eigin hendi. Í bráðri nauðsyn, eða vegna verulegrar fjarlægðar frá lyfjabúð, er lyfjaávísun í síma heimil, en staðfesta skal hana með samhljóða lyfseðli, svo fljótt sem auðið er. Nánari ákvæði um lyfjaávísanir skulu sett í reglugerð.“

Um þetta atriði varð fullt samkomulag við þá aðila alla, sem mættu hjá nefndinni. Umsögn kom frá Læknafélagi Íslands um till. til breyt. á 28. gr. Þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Í þessari grein er gert ráð fyrir, að landlæknir tilnefni mann í lyfjaverðlagsnefnd og sé hann sérfróður um lyfsölumál. Engin ákvæði eru um það, hvort hér er átt við venjulegan pharmaceut eða vísindalega menntaðan mann í pharmakology, en það skiptir óneitanlega máli, enda eiga samtök lyfsala og samtök lyfjafræðinga þarna fulltrúa. Hvers vegna ekki að kveða svo á, að prófessorinn í pharmakology skuli eiga sæti í n.? Hér koma frekar fáir fremur til greina en autoritet í pharmakology, sem jafnframt þyrfti að vera kunnugur þeirri hlið lyfsölumála, er að viðskiptum og rekstri snýr.“

Eftir að þetta atriði hafði verið rætt á ný við landlækni og n., þótti ekki ástæða til þess að taka það upp. Að fengnum þessum upplýsingum taldi n. því ekki rétt að leggja til, að breyt. yrði tekin til greina.

N. hafði borizt umsögn frá Læknafélagi Íslands, þar sem bent er á, að of umsvifamikið væri að krefjast samþykkis ráðh. í hvert skipti, er breyta þyrfti verði á lyfjum. Vildi félagið láta taka upp svonefndan Beyerskala eða annan viðlíka, er sýndi, hvernig fara skyldi með lyfjaskrá. Taldi landlæknir þá aðferð ekki framkvæmanlega, og var till. félagsins því ekki tekin til greina.

Þá hefur því verið hreyft við n., að 29. gr. torveldaði meira en verið hefur sjúkrahúsum, heilsuhælum og læknum að kaupa lyf í heildsölu og þetta mundi hafa í för með sér hækkandi lyfjaverð. Eftir að þetta hafð: verið rætt við landlækni og sérfræðingana, var upplýst, að svo mundi ekki vera, og beinlínis tekið fram af þessum aðilum, að ákvæðin í 23. gr. fælu ekki í sér neina skerðingu á rétti sjúkrahúsa, heilsuhæla eða lækna um að kaupa lyf í heildsölu frá þeim reglum, sem nú gilda um þessi atriði. Hér sé og tekin upp sú regla, að veita skuli afslátt í smásölu til þessara aðila, og sé það til bóta frá því, sem nú er.

N. ber fram brtt. við 29. gr., þ.e. 4. brtt. á þskj. 263, en sú brtt. hljóðar svo:

„Í stað orðanna „né heldur til tannlækna“ komi: svo og til tannlækna.“ Er aðeins um leiðréttingu að ræða. Þarf hún ekki neinna skýringa við.

Frá Lyfjafræðingafélagi Íslands kom fram ósk um breyt. á 2. mgr. 31. gr. Lagði landlæknir einnig til, að þessi breyt. yrði gerð á greininni. Brtt. n. 5. brtt., er þannig: „Við 31. gr. 2. málsgr. orðist þannig: Ráðherra getur eftir atvikum lengt þennan frest, þó ekki lengur en eitt ár, nema óviðráðanlegar ástæður séu fyrir hendi.“

Þá kom og fram frá sama félagi ósk um, að 32. gr. frv. yrði breytt. Eftir að hafa rætt þetta atriði við landlækni, var samkomulag um að leggja til, að gr. yrði breytt svo sem hér segir. Það er 6. brtt. Það er fyrst a-liður: Í 1. mgr. falli niður orðin „gegn staðgreiðslu“, þ.e. þegar skipt er um eiganda, þá skuli seljandinn eiga heimtingu á staðgreiðslu. Og b.: „Á eftir 2. mgr. komi ný mgr., svo hljóðandi, og breytist röð mgr. samkv. því: Vilji fráfarandi lyfsali eða bú hans ekki selja húsnæði lyfjabúðarinnar, skal honum skylt að leigja það þeim, er við tekur, í allt að eitt ár. Ágreiningi um leigufjárhæð og leiguskilmála skal lokið með þeim hætti, er segir í 5. mgr.

Ábending kom fram um það frá eftirlitsmanni lyfjabúða, að betur færi á því að breyta orðalagi 5. mgr. 33. gr., en við nánari athugun á því atriði þótti ekki ástæða til að taka þá breyt. til greina.

Nokkrar umr. urðu í n. um ákvæði 35. gr. Kom fram þar sú skoðun, að ekki þætti rétt að svipta leyfishafa leyfi, þótt hann gæti ekki sinnt störfum vegna veikinda, ef hann hefði forstöðumann fyrir lyfjabúðinni, sem uppfyllti öll skilyrði l. Varð því samkomulag um að bera fram till. til breyt., 7. brtt., sem hljóðar svo: „Við 35. gr. 2. mgr. Á eftir orðunum „þó getur ráðh. framlengt þann tíma um eitt ár“ komi: í senn.“ Er það því á valdi ráðh. að meta að fenginni umsögn landlæknis hæfni hins sjúka annars vegar og þörf hans til framfærslu sér og sínum hins vegar, án þess þó að rýra það öryggi, sem ætlazt er til að skapa með lögum þessum. Þá þykir rétt að taka fram, að þar sem rætt er um í greininni, að forstöðumaður skuli reka lyfjabúðina á eigin ábyrgð, er aðeins átt við hina tæknilegu hlið málsins, en ekki hina fjárhagslegu, þar sem lyfjabúðin yrði að sjálfsögðu rekin á kostnað leyfishafa, svo lengi sem hann kynni að halda leyfinu sjálfur.

8. brtt. n. er við 41. gr. Þar segir: „Við 41. gr. 1. málsgr. orðist þannig: Lyf, sem lyfjabúðum einum er heimilt að verzla með, má hvorki selja né afhenda til endursölu öðrum en þeim, sem réttindi hafa til að verzla með slíka vöru, sbr. þó ákvæði 50. gr.“ Það er eina breytingin, að það er vísað þar til ákvæða í 50. gr., og er raunverulega ekki annað en eðlileg leiðrétting. Hér er því aðeins um tilvitnun að ræða, sem er sett inn samkv. ósk landlæknis.

9. brtt., við 42. gr., er aðeins til frekari skýringar á orðalagi og þarf því ekki frekari skýringar við, en hún hljóðar svo: „Við 42. gr. 4. mgr. Á eftir orðinu „lyfjabúð“ komi: hérlendis.“ Það er líka til skýringar á frv.

Læknafélag Reykjavíkur lagði til, að 4. mgr. 42. gr. yrði breytt, og segir svo í umsögn félagsins, með leyfi hæstv. forseta:

„ÞÓ er læknum i starfi sínu heimilt að hafa með sér og framselja lyf á kostnaðarverði, sem keypt er í lyfjabúð, til notkunar í bráðri nauðsyn i sjúkravitjunum og læknastofum Eigi er unnt fyrir nokkurn starfandi lækni að vera án nokkurs lyfjaforða til afnota fyrir sjúklinga sína, svo sem gert er ráð fyrir í 42. gr. frv. Eigi virðist nokkur skynsamleg ástæða til þess, að lyf, sem hann hefur verið svo forsjáll að afla sér, einkum til afnota í bráðum sjúkdómstilfellum, eigi aðeins að vera honum til fjárhagslegrar byrði. Oft er um aðeins eina sjúkravitjun að ræða og læknir og sjúklingur hvor öðrum ókunnir og því fyllilega réttmætt og eðlilegt, að gerð séu full skil um læknisferð og lyf, er sjúkravitjun lýkur. Það fyrirkomulag á þessum viðskiptum, sem frv. gerir ráð fyrir, hefur verið reynt hér á landi og reynzt óframkvæmanlegt. Er víst, að eftirkaup eru af auðsæjum ástæðum ógerleg vegna þess, hve mikil fyrirhöfn, tímatöf, kostnaðarauki það er fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra að endurgreiða lyfið með því að skila sama skammti af því síðar til læknis. Ef um hin dýru lyf er að ræða, mundi læknir í sumum tilfellum verða að borga með sér margfalt vitjunargjald. Telur Læknafélag Reykjavíkur þetta ákvæði ófært, baeði gagnvart sjúklingi og lækni, og samræmist ekki viðskiptaháttum í nútíma þjóðfélagi.“

Um þetta segir landlæknir:

„Óátalið hefur verið, þótt læknir taki kostnaðarverð fyrir lyfjainngjöf, sem hann hefur látið sjúklingi í té í aðkallandi og bráðri lífsnauðsyn.“

Að fengnum þessum upplýsingum og eftir að hafa rætt þetta bæði við landlækni og þá sérfræðinga, sem mættu hjá n., taldi n. ekki ástæðu til að fallast á að taka upp þessa till.

10. brtt. er við 43. gr. 1. mgr.: „Á eftir orðunum „þar sem þörf er sérstakrar lyfjasölu“ komi: að dómi landlæknis.“ Þar er aðeins breytingin sú að baeta inn i frv. „að dómi landlæknis“. Og er þetta í fullu samræmi við ákvæði 44. gr., og er því raunverulega ekki nema um leiðréttingu að ræða.

Eftirlitsmaður lyfjabúða lagði til í umsögn sinni um frv., að niðurlagi 45. gr. yrði breytt. Í umsögninni segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„45. gr. 2. mgr. Þar segir: „Skylt er þeim, sem selja lyf, að leyfa athugun á bókhaldi sínu og bókhaldsgögnum, sbr. 28. gr. 4. mgr. og 47. gr., ef þess er krafizt i umboði ráðh.“ Ef misferli eða alvarleg mistök ættu sér stað, þar sem lyf eru seld, gæti oltið mj~ög á því, hvort misferlið eða mistökin upplýsist, að eftirlitsmaður lyfjabúða gæti fyrirvaralaust gengið að öllum gögnum hlutaðeigandi fyrirtækis án þess að tefja rannsóknina vegna skorts á umboði ráðh. Á almenningur allt sitt öryggi undir því, að neytt sé allra tiltækra ráða til að komast fyrir misferli, er kunni að eiga sér stað, þar sem lyf eru seld, og ekki má draga úr eða jafnvel gera að engu öryggi þetta með því að tefja rannsókn vegna fyrrgreinds atriðis. Legg ég hér til, að í 2. mgr. 45, gr. verði orðin „ef þess er krafizt í umboði ráðh.“ felld niður.“

N. leit svo á, að óheppilegt væri að fara inn á þá braut að rýra réttaröryggi einstaklinga þjóðfélagsins, og tilvik þau, sem hér um ræðir, gefa ekki tilefni til þess. Hafnaði því n. því að taka þessa till. upp.

Eftirlitsmaður lyfjabúða setti einnig fram till. um breyt. á 47. gr., en umsögn hans um það atriði hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Samkv. grein þessari er gert ráð fyrir, að dósent í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands annist eftirlit með lyfjabúðum, svo sem verið hefur frá því að l. nr. 60 frá 1957, um Háskóla Íslands, gengu í gildi. Nú er vitað, að dósent þessi hefur óvenjulega mikla kennsluskyldu við háskólann, og með lögum þessum er stórlega aukið við starf hans vegna eftirlits með lyfjaverzlunum. Er hæpið, að einn maður geti að öllu leyti annað báðum þessum störfum til fyllstu hlítar, og jafnvel enn vafasamara, að nokkur lyfjafræðingur fáist til þessara starfa, er fram í sækir, án þess að eiga nokkra aðstoð vísa við eftirlitið. Legg ég því til, að við gr. þessa verði bætt: Landlækni er heimilt að ráða lyfjafræðing, er fullnægi skilyrðum 1. mgr. 9. gr., til aðstoðar eftirlitsmanni lyfjabúða, eftir því sem þörf þykir.“

Þótti ekki ástæða til að fallast á þessa till. eftirlitsmannsins að fengnum upplýsingum og umr. um þetta atriði, og er því þessi till. ekki tekin upp.

Um 49. gr. urðu allmiklar umr. Borizt hafði umsögn frá dýralæknum um breyt. á gr. Töldu þeir gr. torvelda mjög störf sín og gera lyf og aðstoð allmiklu dýrari en nú er. Eftir að n. hafði rætt þetta atriði ýtarlega við yfirdýralækninn, stjórn Dýralæknafélagsins og landlækni, varð samkomulag um að leggja til, að gr. yrði breytt svo sem segir í 11. brtt. n., en hún hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Greinin orðist þannig:

Dýralæknum er heimilt að selja lyf handa dýrum, enda séu þau keypt í lyfjabúðum hérlendis eða lyfjaheildverzlunum, sem og ónæmisefni frá innlendum tilraunastofnunum eða Lyfjaverzlun ríkisins, sbr. 29. gr. 2. mgr.

Þeim er einnig heimilt, að fengnu leyfi ráðh., að hafa á hendi sölu hjúkrunarvarnings og annarra sjúkragagna handa dýrum, svo og einfalda samsetningu lyfja í sama skyni, enda sé ekki rekin lyfjabúð i umdæminu eða dýralæknir sé búsettur fjarri lyfjabúðinni.

Í dýralæknisumdæmum, þar sem dýralæknar starfa, skulu ekki aðrir læknar ávísa lyfjum, sem ætluð eru dýrum, nema ekki náist til dýralæknis.

Ráðh. setur í samráði við landlækni, að fengnum till. yfirdýralæknis, nánari fyrirmæli í reglugerð um lyfjagerð og lyfjasölu dýralækna.“

Var talið af öllum aðilum, að brtt. leysti þann vanda, sem um er rætt í sambandi við ákvæði þessarar gr. frv., enda verði sérstök lyfjaskrá gefin út fyrir dýralæknalyf og álagningin ákveðin þar.

Þá urðu einnig allmiklar umr. um ákvæði 50. gr. frv. Bárust n. umsagnir frá rannsóknastofu háskólans og forstöðumanni tilraunastöðvar háskólans í meinafræði, er allt gekk út á að upplýsa, að með frv. óbreyttu væri gengið mjög á rétt þessara aðila til þess að framleiða og selja bóluefni og önnur nauðsynleg lyf, einkum í sambandi við dýrasjúkdóma. Þykir ekki ástæða til þess að rekja hér þau ummæli, með því að náðst hefur fullt samkomulag við þessa aðila að leggja til að breyta 50. gr. svo sem hér er lagt til á þskj. 263. En þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Við 50. gr.

a. Við gr. bætist ný mgr., sem verði næstsíðasta mgr. gr., svo hljóðandi: Tilraunastofnunum, sem reknar eru af ríkinu eða Háskóla Íslands, er heimilt að selja lyf, sem þær hafa sjálfar framleitt, svo og dýralyf, sem þær gera tilraunir með, án takmarkana þeirra, er greinir í 1. mgr., en hlíta skulu þær stofnanir þó ákvæðum b-liðs 1. mgr.

b. Næstsíðasta mgr. í gr., eins og hún nú er, verði síðasta mgr. og orðist þannig: Nánari fyrirmæli um efni þessarar gr. skal setja í reglugerð.“

Eftirlitsmaður lyfjabúða benti á, að eðlilegt væri að breyta 5. mgr. þessarar gr. Leit n. svo á, að þetta ákvæði ætti heima í reglugerð og þyrfti því ekki að taka það upp í frv.

13. brtt, n. er við 51. gr. og er til samræmis því samkomulagi, sem gert var við rannsóknastofu Háskóla Íslands og tilraunastofnunina í meinafræði. Hafði Samband ísl. samvinnufélaga sent mótmæli gegn þessum ákvæðum. En umsögn Sambandsins hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta.

„Samkv. 51, gr. IX. kafla er lyfjabúðum ekki heimilt að selja lyf í heildsölu. Ekki er skilgreint í frv. sérstaklega, hvað átt er við með orðinu „heildsala“ í þessu tilfelli, en ætla má þó, að lyfsala til annarra en neytenda, þ. á m. til héraðslækna, sem hafa leyfi til lyfjasölu, og til héraðsdýralækna, verði talin heildsala:

Svar landlæknis við þessu er sem hér segir: „Hér er um misskilning að ræða, sbr. 29. gr. og 49. gr., nema að því er heildsölu varðar.“

Ég hef áður skýrt frá því, hvað sagt er í frv. um heildsölu, lyf í heildsölu til þessara stofnana. Vísast að öðru leyti til þess, sem hér að framan hefur verið sagt um þetta atriði.

Till. kom fram um það frá Sambandi ísl. samvinnufélaga að fella niður allan X. kafla frv. og frá Læknafélagi Íslands, að kaflinn yrði gerður að II. kafla í frv. N. gat á hvoruga till. fallizt og leggur því til, að þessum kafla verði haldið óbreyttum í frv. Eins kom aths. frá eftirlitsmanni lyfjabúða við 3. málsgr. 53. gr. Þar segir svo, með leyft hæstv. forseta:

„Hljóðar mgr. þessi svo: „Enginn nm. má hafa sérstakra fjárhagslegra hagsmuna að gæta í sambandi við framleiðslu eða innflutning sérlyfja.“ Samkv. 2. gr. frv. skal einn nm. í lyfjaskrárnefnd vera fulltrúi lyfsala. Nú hagar svo til, að flestir lyfsalar hér á landi eru hluthafar í innkaupasambandi apótekara, Pharmaco h/f, en þeir, sem standa utan þeirra samtaka, munu reka sjálfstæðar lyfjaheildverzlanir. Má því segja, að lyfsalar allir eigi hagsmuna að gæta í sambandi við innflutning sérlyfja, og því erfitt að skipa mann úr þeirra hópi til að fjalla hlutlaust um innflutning sérlyfja. Er því varpað fram þeirri spurningu, hvort ekki sé rétt að skipa t.d. annan lyfjafræðing í n. þessa í stað lyfsalans.“

N. ræddi þetta við landlækni og þá sérfræðinga, sem í n. voru, og voru menn sammála um, að það væri ekki ástæða til þess að taka upp þessa breyt., heldur halda þessu ákvæði óbreyttu. (Forseti: Ég vil spyrja hv. ræðumann, hvort hann muni ljúka ræðu sinni á skömmum tíma.) Ég á töluvert eftir. [Frh.]