08.04.1963
Efri deild: 69. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

54. mál, lyfsölulög

Jón Þorsteinsson:

Herra forseti. Í tilefni af niðurlagsorðum hv. síðasta ræðumanns vil ég taka það fram, að á þeim fundi, þegar þetta mál var afgr. í heilbr: og félmn., minntist þessi hv. ræðumaður, sem er nm., á það að kveðja landlækni á fund n., en hann féll frá því skilyrði, og málið var afgr. úr n. á fundi, þar sem allir nm. voru viðstaddir. Hv. 1. þm. Norðurl. e. óskaði eftir því í sinni ræðu, að till. frá hv. 9. þm. Reykv., brtt., sem hér hafa komið fram, yrðu ræddar í n. á milli 2. og 3. umr. Ég vil taka það fram, að flestar eða a.m.k. allar þær þýðingarmestu brtt., sem hv. 9. þm. Reykv. flytur hér, á þær drap hann í n. og ræddi um þær, þó að þær lægju að sjálfsögðu ekki skriflega fyrir, heldur ræddi hann þar um þau efnisatriði, sem hann vildi gera aths. við og till. hans snerta að mestu leyti, og meiri hl. n. sá ekki ástæðu til þess að taka undir þær till.

Það er, eins og allir vita, mjög algengt í sambandi við afgreiðslu mála hér á Alþ., að þeir, sem eru í minni hl. í n., koma við 2. umr. með fjölmargar brtt., sem þeir hafa oft og tíðum lítið minnzt á, þegar málið var í n., og ég hygg, að þm., sem vilja athuga slíkar brtt. eða taka eitthvert tillit til þeirra, verði fyrst og fremst að reyna að skapa sér skoðun á þeim við umr., sem um þessar till. fara fram í sambandi við 2. umr. mála, og að það sé raunar ekki frambærilegt, að þeir geti ekki gert sér grein fyrir brtt., nema þær séu aftur teknar fyrir á nefndarfundi, og geti þar fengið að ræða frekar um þær og hugleiða þær og tala um þær við tillögumann. Það er auðvitað mikill meiri hl, d., sem á hverjum tíma hefur ekki aðstöðu, þegar einstök mál eru á dagskrá, til þess að hafa kynnt sér mál í n., því að það eru aldrei nema fimm dm., sem sitja í n. Hinir verða alltaf að mynda sér skoðanir eftir því, sem rök og gagnrök hníga til í umr. um þessar till.

Ég vil því endurtaka, að ég tel ásökunarorð, sem hafa komið fram í garð n. hér í umr. um þetta mál, algerlega óréttmæt. Hitt er svo annað mál, að ef þessir 2 minnihlutamenn leggja mikla áherzlu á það, að n. athugi þessar till., sem komið hafa fram hjá þeim, þá tel ég eðlilegt að verða við þeirri ósk. En það tel ég ekki heppileg vinnubrögð og ekkí til fyrirmyndar hjá hv. 9. þm. Reykv. að koma fram með margvíslegar brtt., sem hann hefur ekki í frammi eða ræðir um, þegar n. hefur málið til meðferðar. Ég vil að vísu taka fram, eins og ég gerði áðan, að ég held, að hann hafi minnzt í n. á öll þýðingarmestu atriðin, sem snerta þessar brtt. En ef hann væri í sínum till. að fara töluvert langt út fyrir það, sem borið hefur á góma í n., þá er það honum engin afsökun. Hann á í n. að hreyfa öllum þeim brtt., sem hann hefur í huga að flytja og hann telur geta komið til greina. Og þó að honum, eftir að n. hefur afgreitt málið og það með hans samþykki, detti eitthvað nýtt í hug, þá getur hann ekkí ásakað n. fyrir að hafa ekki tekið þau atriði til meðferðar.