17.04.1963
Efri deild: 74. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (955)

54. mál, lyfsölulög

Kjartan J. Jóhannsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. um þetta, en vegna þeirra ummæla, sem komu fram hjá hv. 9. þm. Reykv., get ég ekki látið hjá liða að segja örfá orð.

Hann segir, að framleiðendum sé leyft að kasta lyfjum allt of fljótt til almennings. Í sambandi við þau ummæli hans vil ég benda á það, að lyfsölulögin miða einmitt að því að hafa eftirlit með lyfjum, framleiðslu þeirra og sölu, og meira að segja rannsóknum og tilraunum með lyf. Þetta ræddi ég einnig við 2. umr. Ég ætla ekki að endurtaka það, ég tel það óþarft, því að flestir hv. dm. munu hafa verið viðstaddir þá. En ég vil aðeins geta þess, að meiri hl. n. er andvígur þessum brtt. hv. þm. Við fengum á milli 2. og 3. umr. landlækni á fund n. og ræddum þessar brtt. við hann. Auk þess ræddi forstjóri lyfjaverzlunar ríkisins við mig um þessa brtt. Þeir eru báðir andvígir þessum brtt. hv. þm., telja þær ýmist óþarfar eða til skaða.