17.04.1963
Efri deild: 74. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (956)

54. mál, lyfsölulög

Forseti (SÓÓ):

Ég vil í tilefni af ræðu hv. 9. þm. Reykv., þar sem hann telur meðferð þessa máls við 3. umr. óvenjulega og óvenjulegt atvik og lýsir óánægju sinni við mig sem forseta um meðferð málsins, gera nokkrar athugasemdir. Ég skal ekki segja mikið um þetta mál, um þessar ávítur hv. þm., en aðeins minna á gang þessa frv. hér í þessari hv. deild.

Það er 14. marz, sem þetta frv. er hér til 1. umr., og því er þá vísað til heilbr.- og félmn., 14. marz. 4. apríl kemur út meirihlutaálít frá n. 5. apríl, eða daginn eftir, er málið tekið á dagskrá. 8. apríl kemur álít minni hl., þ. e. hv. 9. þm. Reykv., og 8. apríl, eða sama dag, er frv. hér til 2. umr. og er vísað til 3. umr. 3. apríl er málið á dagskrá fyrri fundar þann dag. Seinna um daginn, á öðrum fundi þann dag, er málið enn á dagskrá og þá er umr. lokið, þar sem enginn var á mælendaskrá, en atkvgr. frestað. Þetta sýnir það, að hv. n. hefur haft málið til meðferðar frá 14. marz til 4. apríl, þ.e.a.s. 20 daga, áður en nál. meiri hl. kemur út, og 4 dögum seinna kemur álít minni hl. Þetta sýnir það, að n. hefur haft rúman og sæmilegan tíma til þess að athuga þetta mál. Og ég segi það, að meðferð þessa máls hér í hv. d. og frá minni hendi getur að mínu álíti ekki talizt óvenjuleg, og lýsi ég því þessum ásökunum hv. 9. þm. Reykv. á hendur mér sem ekki venjulegum á hv. Alþingi.