02.04.1963
Efri deild: 66. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1016 í B-deild Alþingistíðinda. (975)

196. mál, almannatryggingar

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af þessari brtt. hv. 5. þm. Austf. (PÞ). — Þetta er rétt athugað hjá honum, að þetta er breyt. á lögunum, sem þarna hefur verið gerð, og stafar að nokkru leyti af því, að l. hafa verið rýmkuð verulega, bæði að því er við kemur bótum slysatrygginga, dagpeningabótum og einnig þessum bótum. Það er núna mögulegt, að maður, sem hefur ellilífeyri eða slysaörorku, sé fulltryggður þarna líka, og það mun hafa verið það, sem meðfram réð þessu, að þetta skerðingarákvæði var sett þarna inn í. Það þótti ekki eðlilegt, að þar sem svo væri ástatt, þá væri greidd full upphæð. Áður hafði þetta fólk ekki þennan rétt, sem það er búið að fá núna, og endurskoðunarnefndinni þótti óeðlilega mikill réttur, að þarna væri hægt að bæta algerlega við, þótt fólk, sem væri kannske löngu komið á lífeyrisaldur og búið að taka lífeyri, henti slys, þá væri ekki ástæða til í slíku tilviki að greiða hæstu eða fullar bætur.

Ég vil bara skýra frá því, hvernig í þessu liggur. Þetta stafar af þessum auknu réttindum, þá þótti endurskoðunarnefndinni nauðsynlegt að setja einhver takmörk, a.m.k. þangað til í ljós kemur, hve mikil áhrif þetta kann að hafa,.