16.04.1963
Neðri deild: 71. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

196. mál, almannatryggingar

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Frv, á þskj. 384 um almannatryggingar var útbýtt á Alþ. 13. marz s.l. og tekið til umr. í hv. Ed, skömmu síðar. 1. umr. um frv. í þessari hv, d. fór fram 4. þ. m. og að henni lokinni var því vísað til hv. heilbr.- og félmn. þessarar deildar.

Eins og aths. við frv. bera með sér, er það samið af mþn., sem skipuð var hinn 12. sept. 1960 til þess að endurskoða í heild 1. um almannatryggingar. Hafði n. skilað áður till. til breytinga, sem voru mjög aðkallandi, og þær lögfestar á undanfarandi þingum. Frv. þetta er því einn veigamikill liður í endurskoðun 1., sem engan veginn er enn fulllokið, en bæði rétt og skylt og sjálfsagt að breyta l. eftir því, sem tilefni er til á hverjum tíma, og eftir því, sem tryggingar:nar verða þess megnugar að færast meira og meira í það horf að vera tryggingar með jafnrétti allra tryggingaraðila, eins og stefnt er að, að verði í framtiðinni. En áður en því takmarki er að fullu náð, verður enn að gera margvíslegar breyt. á l. Frv. var því vandlega undirbúið, er það var lagt fram í Ed. til umr. og athugunar, og hefur það einnig fengið eðlilega meðferð og hefur d. gert á því nokkrar breyt., sbr. þskj. 500.

Hæstv, félmrh. gerði í framsöguræðu sinni við 1. umr. hér í þessari hv. d. ýtarlega grein fyrir frv. í heild og þeim breyt., sem í því felast frá gildandi 1., og benti á, að í þeim fælust svo þýðingarmiklar umbætur, að nauðsynlegt væri, að frv. væri lögfest nú á þessu þingi, þótt skammt væri til þingslita, og vænti þess, að hér í þessari hv. d. yrðu ekki samþ. neinar þær breyt. á frv., sem gætu stefnt því í hættu eða orðið til þess að stöðva afgreiðslu þess. Um þetta atriði er heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. sammála.

Eftir að n. hafði athugað frv. mjög ýtarlega, hefði hún kosið, að gerðar yrðu á því nokkru víðtækari breyt. en þær, sem hún leggur til að gerðar verði á frv., sbr. þskj. 635. En með því að ekki náðist samkomulag við hv. heilbr.- og félmn. Ed. um aðrar og meiri breyt. og enginn tími til þess að hefja umr. á þessu stigi um deiluatriði, ef frv. á að ná samþykki á þessu þingi, ákvað n. að bera aðeins fram þær breyt., sem fullt samkomulag varð um við heilbr.- og félmn. hv. Ed. Með því að endurskoðun l. er engan veginn lokið, þótt þessi þáttur verði lögfestur, og í fullu trausti þess, að við áframhaldandi endurskoðun l. verði þær breyt., sem n. hefur viljað koma fram nú, en ekki gefizt tækifæri til, gaumgæfilega athugaðar og til greina teknar síðar, þykir rétt að fara hér um þær nokkrum orðum, svo að sjá megi í þingtíðindum ábendingu um það, hver vilji n, var í þessu máli.

Þegar gerður er samanburður á frv, því, sem hér er til umr, á þskj. 384 og 500, og l. um almannatryggingar, eins og þau voru samþ. á Alþ. vorið 1946, sést bezt, hve þróun tryggingamálanna hefur verið ör á þessum fáu árum. Meginuppistaðan í löggjöfinni frá 1946 var sambland af tryggingum og framfærslu, sem stafaði beinlínis af því, að tryggingasjóðirnir voru ekki nægilega fjársterkir til þess að taka að sér jafnar bætur fyrir alla tryggingaraðila. Kom þetta skýrast fram í skiptingu landsins í tvö tryggingasvæði, þar sem bætur voru lægri til þeirra, sem bjuggu í þeim landshluta, sem ódýrari þótti að framfleyta lífinu í, en hinum, sem dýrara var að búa í. Þetta kom einnig fram í skerðingarákvæðum bóta vegna efnahags, sem þar voru mjög víðtæk, svo og í ákvæðum um fjölskyldubætur, sem eigi voru greiddar með fyrstu þremur börnunum. Slysabætur og sjúkrabætur voru þá og mjög háðar efnahag bótaþega. Allt er þetta ýmist afnumið eða því verulega breytt úr framfærslubótum í venjulegar og raunhæfar tryggingabætur, sem bótaþegi hefur tryggt sér með iðgjaldi sínu án tillits til efnahags og afkomu. Og þó að þessu marki sé engan veginn að fullu náð með frv. því, sem hér er til umr., er það þó allt í rétta átt, enda ber að stefna að því, að almannatryggingar verði sem fyrst fullar tryggingar með jafnrétti til bóta fyrir alla tryggingaraðila, bætur allar miðaðar við það, að framfærslusjónarmiðið þurfi eigi lengur að vera þar ráðandi.

Undir meðferð málsins í n. var bent á ýmis atriði í frv., sem nauðsynlegt þótti að breytt yrði, ef ekki nú, þá svo fljótt sem tækifæri gæfist. Voru þau öll rædd við forstjóra Tryggingastofnunarinnar, sem mætti á fundum n., svo að honum væri ekki. ókunnugt um afstöðu n. til þessara atriða. Skal hér rætt nokkuð um þessi atriði samhliða því, sem gerð verður grein fyrir þeim brtt., sem n. ber fram á þskj. 635 og fullt samkomulag er um, svo sem áður hefur verið vikið að.

I. kafli frv., sem kveður á um skipulag og stjórn Tryggingastofnunarinnar, er svo til óbreyttur frá gildandi lögum. Kaflinn hefur hins vegar tekið verulegum breyt. frá því, sem var í l. frá 1946. Kaflinn var þá í 12 gr. alls, en er nú í 9 gr. Helztu breyt., sem gerðar hafa verið, eru, að nú er landið allt eitt tryggingarumdæmi, og var það stórt spor í rétta átt, er það var lögtekið, eins og ég hef áður minnzt á. Ákvæði um trygginganefndir, sem kosnar voru í héruðunum samkv. 11. gr. 1. frá 1946, hafa verið felld niður úr 1., sennilega vegna þess að litill árangur hefur verið af starfi þeirra, og ákvæði sömu greinar um, að Tryggingastofnunin skuli hafa skrifstofur eða umboðsmenn á þeim stöðum, sem bezt henta og þörf krefur eftir ákvæðum tryggingaráðs, er fellt niður. En í þess stað er ákveðið, sbr. 8. gr. frv., að utan Reykjavíkur skuli sýslumenn og bæjarfógetar annast um umboðsstörf fyrir Tryggingastofnunina, hver í sínu umdæmi. En þótt þessi ákvæði séu óbreytt frá því, sem núgildandi lög ákveða, hefði þó verið bæði rétt og skylt að breyta þessu ákvæði nú, er heildarendurskoðun hefur farið fram á lögunum.

Mér er vel ljóst, að þessi breyt. var gerð vegna þeirrar venju, sem hafði skapazt hjá tryggingaráði, að fela sýslumönnum og bæjarfógetum umboðsstörfin utan Reykjavíkur. En sannleikurinn er sá, að eigi nokkuð að lögbjóða um það, hverjir skuli vera umboðsmenn Tryggingastofnunarinnar og hverjir ekki, umfram það, sem gert var í 11. gr. l. frá 1946, þá átti fyrst og fremst að lögbjóða, að sýslumenn og bæjarfógetar mættu ekki taka að sér þetta umboð. Ég skal ekki láta undir höfuð leggjast að færa fyrir því full rök. Milli Tryggingastofnunarinnar annars vegar og bótaþega og iðgjaldagreiðenda hins vegar eru margþætt viðskipti, sem hljóta að valda og hafa valdið ágreiningi. Og sé ekki hægt að jafna þann ágreining með sætt á milli aðilanna, eiga báðir rétt á því að leita úrskurðar dómstólanna, og þá eðlilegt, að slík mál séu sótt og varin í því héraði, sem hinn tryggði á lögheimili í. Sé lögheimili hans utan Reykjavíkur, er umboðsmaður annars aðila, þ.e. trygginganna, dómari í því máli, nema skipaður sé dómari í hans stað. En hvorugt er æskilegt. Hitt er þó miklu lakara, að dagleg afgreiðsla er látin fara fram um hendur dómara, sem kann, hversu réttlátur sem hann er, að hafa tilhneigingu til þess að draga þar meira taum umbjóðandans en hinna, sem bóta eiga að njóta, og þetta kann að gerast í mörgum smærri atriðum, sem ekki þykir takandi að leita dómsúrskurðar um, en aðilar geta fengið og ættu að fá fulla leiðbeiningu um hjá óháðu yfirvaldi sínu.

Hvort sem þessi mál eru leyst betur eða verr af hendi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum, þá er það í hæsta máta óviðkunnanlegt að skipa málunum þannig, að dómari skuli gerður umboðsmaður annars aðila. Mér er líka persónulega kunnugt um, að hér hafa orðið allverulegir árekstrar í framkvæmd. Um eitt skeið taldi umboðsmaður sig hafa fullan rétt til þess að neita að greiða bótaþegum bætur, svo lengi sem heimasveit þeirra hefði ekki staðið skil á lögboðnum gjöldum sveitarsjóðsins til trygginganna, alveg þvert ofan í fyrri fyrirmæli 1. Og þegar undan þessu var kvartað og leiðréttingar krafizt, þótti það óviðeigandi, eins og umboðsmaðurinn komst að orði, að þm. skyldu beita áhrifum sínum til þess á þann hátt að rýra aðstöðu umboðsmannsins til þess að innheimta lögboðin gjöld. En hvort sem lítil eða mikil brögð eru að því, að réttur hinna tryggðu hafi verið eða sé fyrir borð borinn, þá á ekki að skipa þessum málum þannig, að valdið og rétturinn sé í höndum eins og sama manns. Mér er vel ljóst, að það er þýðingarlaust að gera tilraun til þess að fá þessu breytt nú á þessu þingi. Til þess vinnst enginn tími að brjóta niður þá andstöðu, sem gegn því mundi rísa. Og mér er einnig vei ljóst, að sú andstaða er ekki smá. Hér var fyrst tekin upp sú venja og hún síðar lögfest að láta sýslumenn og bæjarfógeta fá þessi umboð og skapa þeim með því m.a. drjúgar aukatekjur, og það er flestum kunnugt, hversu þungur sá róður er að fá menn til þess að sætta sig við, að teknar séu af þeim hefðbundnar tekjur, hvað þá þegar þetta hefur verið lögfest. En hér er hinum sterkari aðila, Tryggingastofnuninni, gefinn miklu meiri réttur en hinum veikari, þ.e. bótaþegunum, og það ætti að vera stolt Tryggingastofnunarinnar að vilja ekki viðhalda í viðskiptum svo ólíkum viðskiptagrundvelli sem hér er skapaður með þessari skipan málanna. Þess er því vænzt, að 8. gr. frv. verði sem fyrst breytt til meira öryggis fyrir bótaþegana en nú er í lögum.

Í II, kafla frv., en sá kafli er allur um lífeyristryggingar, er að finna allmikið misrétti, sem verður að bæta úr. Leggur n. til, að sum atriðin verði færð í meiri réttlætisátt nú þegar, en önnur verði tekin til athugunar svo fljótt sem verða má og þeim breytt til meira samræmis við breyttar aðstæður og breytta tíma frá því 1946, að lögin um almannatryggingar voru samþ. Í 12. gr. frv. er gerður nokkur munur á ellilífeyri einstaklinga, sem fæddir eru fyrir eða eftir 1894. Nær ellilífeyrir hinna eldri ekki sama hámarki og hinna yngri, þótt báðir hafi frestað töku hans fram yfir 72 ára aldur. N. er sammála um, eða hér sé um misrétti að ræða, sem þegar beri að leiðrétta. Hún leggur því til með 1, brtt. sinni á þskj. 635, a-lið, að upphaf 2. mgr. 12, gr. orðist svo: „Árlegur ellilífeyrir einstaklinga skal vera sem hér segir” — og síðan tekið fram í frv., hver hann skuli vera. Verði þessi brtt. samþ., ná allir einstaklingar, sem fresta töku lífeyris fram yfir 72 ára aldur, hámarksupphæð, hvenær sem þeir eru fæddir, en afleiðingin af þeirri samþykkt yrði þá sú, að 3, mgr. sömu gr., þ.e. b-liðurinn á fyrstu brtt., verður að falla niður. Í síðustu mgr. sömu gr. segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Nú andast maður, sem frestað hefur töku lífeyris fram yfir 67 ára aldur, og lætur eftir sig maka á lífi, og skal þá hinn eftirlifandi maki til viðbótar eigin ellilífeyri eiga rétt á helmingi þeirrar hækkunar, sem hinn látni átti rétt á vegna frestunar, sem hefði átt sér stað eftir 1. janúar 1965.“

Hafi maður frestað töku lífeyris og eigi sjálfur notið þeirrar hækkunar, áður en hann lézt, er ekkert eðlilegra en að eftirlifandi maki njóti þeirrar hækkunar að fullu í viðbót við sinn eigin lífeyri. Hér er um að ræða eign, sem viðkomandi geymir sér, en fær ekki notið, og því er ekkert réttlæti í að rýra hana að hálfu fyrir eftirlifandi maka. Gildir þetta jafnt, hvort maðurinn eða konan eiga í hlut. N. hefur því borið fram brtt. við þennan lið á þskj. 635, þ.e. að orðin „eiga rétt á helmingi þeirrar hækkunar“ í síðustu mgr. falli niður.

Í l. frá 1946 var lífeyrir hjóna 80% af lífeyri tveggja einstaklinga. Það ákvæði, að hjón fái eigi jafnháan lífeyri og tveir einstaklingar, ef þau búa saman, hefur jafnan valdið mjög mikilli óánægju, og hækkun lífeyrisgreiðslu til hjóna úr 80% í 90%, eins og nú er ákveðið, stafar sjálfsagt nokkuð af því, hve þessi óánægja hefur verið almenn.

Meginrökin gegn því að hækka ekki lífeyri hjóna, þegar bæði taka lífeyri og búa saman, hafa verið þau, að í fyrsta lagi mun það almennt ódýrara fyrir hjón að búa saman en sitt í hvoru lagi, en þó einkum hitt, að iðgjald hjóna er aðeins 10% hærra en iðgjöld einstaklinga. Eftir því sem framfærslusjónarmiðið fjarlægist úr löggjöfinni, því veigaminni eru þau rök að ákveða lífeyri eftir því, hvað það kostar að framfleyta lífinu, en hitt eru þyngri rök, að hjón greiði miklu lægri iðgjöld en tveir einstaklingar.

N. gerir ekki till. um að breyta þessu ákvæði nú, en vill benda á, að heppilegt væri að hækka lífeyri hjóna upp í fullan lífeyrt tveggja einstaklinga, þó að það hefði í för með sér, að hækka þyrfti eitthvað iðgjald þeirra frá því, sem nú er í l. Þykir rétt að láta þetta koma fram hér í framsögu.

Samkv. ákvæðum 12. gr. frv. er árlegur lífeyrir 18240 kr. og hækkar eigi, ef lífeyristöku er ekki frestað. Er þetta nokkur hjálp þeim, sem kann að hafa einhverjar aðrar tekjur sér til framfæris, en hins vegar alveg ófullnægjandi til að draga fram lífið á, ef eigi kemur annað til, enda heimila l. að hækka þessa upphæð, þegar þannig stendur á, að bótaþegi hafi ekki aðrar tekjur eða er vistaður á hæli eða á elliheimili. N. gerir á þessu stigi málsins ekki till. um hækkun á þessum lið, þar sem jafnframt yrði að sjá fyrir tekjum á móti og enginn tími til þess að fá samkomulag um slíkar breytingar. En hitt ber að hafa í huga, að vinna ber markvisst að því, að þessar bætur verði hækkaðar verulega og það svo, að bótaþega nægi þær til framfæris, þótt hann hafi engar aðrar tekjur, og það jafnt hvort hann er vistaður í sjúkrahúsi, elliheimili eða býr á heimili sínu eða annarra. Slík ákvæði hafa óneitanlega í för með sér, að óhjákvæmilegt er að efla ellilífeyrissjóðinn, svo að hann megni að mæta þeim auknu útgjöldum, sem því yrðu samfara. Og til þess eru ýmsar leiðir í nútímaþjóðfélagi. Hef ég árum saman bent á og barizt fyrir, að ákveðinn hluti erfðafjár, einkum úr dánarbúum, þar sem engir niðjar eru til þess að taka arf, renni til ellilífeyrissjóðsins, til þess einmitt að tryggja afkomu þeirra ellilífeyrisþega, sem ekki hafa aðrar tekjur að lifa af, eftir að þeir hafa náð 67 ára aldri. En augu manna eru enn sem komið er, því miður, ekki opin fyrir þessari lausn á málunum. En sú skammsýni þeirra leysir þá hina sömu eigi undan þeim vanda og þeirri þjóðfélagslegu skyldu að finna aðrar leiðir til þess að tryggja lífeyrissjóðnum nægilegar tekjur. Bráðabirgðaákvæði frv., þar sem ætlazt er til, að samfara ellilífeyrissjóðunum starfi framvegis aukalífeyrissjóðir ákveðinna stétta, er skýrasta sönnun þess og bein viðurkenning á því, að lífeyririnn er engan veginn nægilegur til þess að tryggja bótaþega sæmileg kjör í ellinni, en það verður að stefna að því, að svo verði gert og það sem allra fyrst.

Í 14. gr. frv. er ákveðið, að greiða megi eiginkonu elli- og örorkulífeyrisþega makabætur allt að 80% einstaklingslífeyris, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. N. leggur til, að sú breyt. verði gerð á greininni, að upphaf gr. orðist svo: „Greiða má maka“, þ.e.a.s. orðið „maki“ komi í staðinn fyrir „konu“. Verði brtt. samþ., en heimilt að greiða hvort heldur manninum eða konunni bætur þessar, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Í tilefni af þessu þykir mér rétt að benda á, að nauðsynlegt er að breyta sem fyrst ýmsum ákvæðum l. til þess að tryggja karlmanni sama rétt og konu til bóta. Eftir að lögboðið hefur verið, að konur skuli. hafa sömu laun og karlmenn fyrir sömu störf, og konur gegna í vaxandi mæli embættum og öðrum störfum utan heimilisins með sömu tekjum og karlmenn, er eðlilegt, að maðurinn njóti sömu bóta og konan, hvort heldur um er að ræða elli-, örorku-, sjúkra-, slysa- eða dánarbætur. Það er hrein hugsunarvilla, að heimili sé minna tjón að fráfalli móður frá mörgum ungum börnum en fráfalli föður, og alveg óskiljanlegt, hve kvenréttindakonur sækja það fast að fá það staðfest með lagaákvæðum, að svo sé. Sannleikurinn er einmitt sá, að í langflestum tilfellum er heimili margfalt meira tjón að fráfalli eða örorku konunnar en mannsins, beinlínis vegna þess að konan er heimilinu margfalt verðmætari en maðurinn, sbr. hin sígildu spakmæli, að sé maðurinn eyðslusamur, brennur búið hálft, en sé konan eyðslusöm, brennur það allt.

Maki, sem svo mikið veltur á, má hvorki né á að liggja óbættur hjá garði, þegar hann fellur frá, hvort heldur er fyrir elli, örorku, slys, sjúkdóm eða dauða. En þetta atriði sem svo mörg önnur, sem breyta þarf, vannst ekki tími til að lagfæra á þessu þingi. Ákvæði, sem snerta þessi atriði, er að finna m.a. í 16., 17. og 19. gr. frv., er öllum þarf að breyta til samræmis, ef karl og kona eiga að öðlast sama rétt.

21. gr. frv. var breytt í hv. Ed., sbr. þskj. 500, og er sú breyt. mjög til bóta. En rétt þykir að benda á, að óviðkunnanlegt er, að sú hækkun til bótaþega, sem heimilt er að greiða, komist hann ekki af án hennar, skuli háð því skilyrði, að 2/5 greiðist af sveitarsjóði og hlutur trygginganna greiðist því aðeins, að sveitarsjóðurinn hafi greitt sitt framlag. Er þetta ein sönnun þess, hversu aðkallandi það er að efla svo ellilífeyrissjóðinn, að hann einn megni að standa undir þeim útgjöldum.

Í síðustu mgr. 27. gr. kveður svo á um, að verði vanskil af hálfu sveitarfélags á greiðslu framlags lengur en 3 mánuði, skal frá gjalddaga greiða dráttarvexti, sem séu 1% hærri en hæstu útlánsvextir bankanna á hverjum tíma. N. varð sammála um að leggja til, að þessu yrði breytt þannig, að greiða bæri hæstu útlánsvexti viðskiptabankanna af skuldinni, og taldi ekki ástæðu til að leyfa hærri vexti. En um þessa breyt. varð ekkert samkomulag við hv. heilbr.- og félmn. Ed. N. hefur því fallið frá því að bera þessa till. fram á þessu stigi, en vill taka það fram, að einstakir nm. eru óbundnir af að bera hana fram eða fylgja henni, ef hún kynni að verða flutt af öðrum. Eins og kunnugt er, geta vextir Seðlabankans farið allmikið yfir hæstu vexti viðskiptabankanna. Þykir því rétt að taka fram, að þar sem rætt er um hæstu útlánsvexti bankanna, er átt við vexti viðskiptabankanna, en ekki vexti Seðlabankans, eins og þeir geta verið hæstir.

Rétt þykir að benda á í þessu sambandi, að hvort heldur Tryggingastofnunin þyrfti að taka lán til starfsemi sinnar, sem svaraði óinnkölluðu framlagi sveitarfélaga, eða draga samsvarandi upphæð inn af sjóðum sínum, þá greiðir hún fyrir það aldrei hærri vexti en hæstu útlánsvexti. Það er því lítil sanngirni í því að heimila henni 1% hærri vexti af þeim greiðslum, sem hér um ræðir, þótt greiðsla á þeim dragist einhvern tíma fram yfir það, sem ákveðið er í lögunum.

Um III. kafla frv., sem fjallar um slysabætur, skal farið nokkrum orðum.

Í 35. gr., 1. mgr., er kveðið svo á um, að greiða skuli bótaþega dagpeninga frá og með 8. degi frá því, að slysið varð, enda hafi hann verið óvinnufær í 70 daga. Skulu dagpeningar greiddir honum, þar til hann yrði aftur orðinn vinnufær eða hefur verið dæmdur sem öryrki, þó ekki lengur en í 52 vikur. En það er helmingi lengri tími en nú er ákveðinn í gildandi lögum. Dagpeningar skulu vera 86 kr. á dag fyrir kvæntan mann eða gifta konu, sem er aðalfyrirvinna heimilisins, en 76 kr. fyrir aðra. Í 4. mgr. sömu gr. er sett það skerðingarákvæði, að greiðsla þessi megi þó aldrei fara fram úr 3/4 af atvinnutekjum bótaþega, sem hann hafði, er hann slasaðist. N. varð sammála um að leggja til, að þessi skerðingarákvæði féllu niður, en með því að ekki tókst að fá um það samkomulag við heilbr.- og félmn. hv. Ed., var fallið frá að bera fram þá till., sbr. það, sem ég hef sagt um það atriði hér að framan. En búast má við einnig, að hér beri einhverjir nm. fram till. Hafa þá nm. allir óbundnar hendur um, hvort þeir fylgja henni eða fylgja henni ekki. Gegn því, að skerðingarákvæði séu felld niður, eru færð þau rök, að bótaþegi eigi ekki eða megi ekki fá jafnháar eða hærri bætur en laun þau, sem hann hafði, er slysið vildi til, þar sem það gæti valdið því, að hann tæki ekki aftur upp vinnu, þótt hann væri orðinn vinnufær, þar sem tekjur hans væru öruggar, svo lengi sem hann væri frá verki. vegna afleiðinga slyssins.

N. lítur svo á, að þessi rök fái ekki staðizt. Í fyrsta lagi er það svo, að almennt óska menn ekki eftir því að dveljast sem sjúklingar lengri eða skemmri tíma bara til þess að fá daglaun, sem eru þó ekki ákveðin hærri en sem svarar rúmlega helmingi af venjulegum launum, og í öðru lagi er það lækna að ákveða, hvenær bótaþegi er vinnufær eða ekki, og á því byggjast skerðingarákvæðin. Á því að byggja skerðingu dagpeninga á vottorði læknis, ef nauðsynlegt þætti, en ekki á vilja sjúklingsins. Í þriðja lagi þekkist það hvergi, þar sem menn tryggja sig með frjálsum tryggingum gegn slysum með rétti til ákveðinnar upphæðar á dag í bótagreiðslur, að þær séu takmarkaðar við laun mannsins. Í fjórða lagi er nærri ógerlegt oft að ákveða laun til einyrkja eða manns, sem lifir af tekjum af atvinnurekstri sínum og kann á vissum tíma að liða töp og verða þá að stofna til skulda eða rýra höfuðstólinn til þess að framfleyta fjölskyldu sinni. Eftir orðalagi gr. ættu slíkir aðilar engar bætur að fá, en í því sambandi upplýsti forstjóri Tryggingastofnunarinnar, að þegar svo stæði á, heimilaði stofnunin að greiða aðilunum bætur samkv, áætluðum þurftartekjum bótaþega. — Að álíti n. eru þessi ákvæði óþörf, óeðlileg, og að þeim beri að breyta svo fljótt sem unnt er og svo fljótt sem því verður við komið.

Með 37. gr. frv. er gerð mjög víðtæk breyt. á greiðslu slysabóta frá því, sem nú er í gildandi 1., og mjög vafasamt, að sú breyt. sé til bóta. Og í mörgum tilfellum, þar sem bótaþegi er fær um að fara vel með fé, er breyt. til hins verra. En breyt. er aðallega gerð til þess að tryggja, að þeir bótaþegar, sem ekki kunna með fé að fara, geti ekki eytt bótunum á skömmum tíma og standi síðan uppi fjárvana. Eru slík rök fyrir þessari breyt. mjög hæpin. Talið er í aths., að með breyt. þessari sé um verulega hækkun bóta að ræða, en allt fer það eftir því, hve hagsýnn bótaþegi kynni að vera. Bætur, sem ber að greiða samkv. gildandi 1., eru í dag rúmlega 106 þús., sbr. upplýsingar í grg., sem ég þó hygg að séu nokkru hærri en þessi upphæð. Séu þær greiddar út í einu lagi, svo sem vera ber, gæti viðkomandi aðili örugglega keypt skuldabréf fyrir upphæðina með 30% afföllum á. 9% ársvöxtum til 10 ára. Ætti hann þá stofn, sem næmi 138 þús. kr. og gæfi honum 12400 kr. vexti á ári auk 13800 kr. afborgana, eða 26200 kr., ef stofninum er ekki eytt, annars hlutfallslega lækkaði hann um rúmar 1200 kr. á ári. En auk þess gæti það oltið á því fyrir bótaþega að. tryggja sér t.d. íbúð, ef hann fengi bætur, er væru greiddar út í einu lagi, í stað þess að fá 2000 kr. á mánuði í 8 ár, sem undir engum kringumstæðum er nægilegt fyrir hann til þess að greiða fyrir íbúð, eins og verð á þeim er í dag. Skerðingarákvæðið, sem sett er í a-lið greinarinnar, að mánaðargreiðslur skuli þó aldrei fara yfir 3/4 af tekjum bótaþega, sem hann hafði við þá vinnu, er hann stundaði, er slysið varð, rýrir þessi réttindi enn meir. Sýnilegt er, að láti hinn látni eftir sig maka og engin börn, en makinn, sem einnig væri barnlaus, félli síðar frá, t.d. mánuði síðar, þá falla allar bæturnar niður, sem samkv. gildandi l. hafa allar verið inntar af hendi og fallið til erfingja þess maka, er þær fékk. Breyt. er því mjög veruleg skerðing frá því, sem nú er.

Með tilvísun til þessa leggur n. til, að aliður 37. gr. verði orðaður svo sem segir í 3. brtt. á þskj. 635, en hann hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta, — a-liður gr. orðist svo:

„Ekkja eða ekkill, sem var samvistum við hinn látna eða á framfæri hans, hljóta bætur, 2000 kr. á mánuði í 8 ár frá dánardægri hins látna. Bætur samkv. þessum staflið falla ekki niður, þótt ekkja eða ekkill stofni til hjúskapar á ný. Nú andast ekkja eða ekkill, sem bóta hefur notið samkv. ákvæðum þessarar gr., áður en bætur hafa verið greiddar að fullu, og skulu eftirstöðvar bótanna greiddar að jöfnu börnum hinna látnu eftir sömu reglum til loka tímabilsins, ef á lífi eru, ella til dánarbús hans.“

Sýnilegt er, að láti hinn látni eftir sig maka og engin börn, en makinn, sem einnig væri barnlaus, félli síðan frá, t.d. mánuði síðar, þá falla allar bæturnar niður, ef þessi grein yrði ekki samþ., sem samkv. gildandi l. hefðu allar verið inntar af hendi. í 2. mgr. gr. er kveðið svo á um, að láti hinn látni eigi eftir sig aðstandendur, sem rétt eigi til bóta samkv. a-lið, skuli þó bætur, sem greiddar skulu samkv. 2. mgr., þ.e. 35 þús. kr., greiddar til barna hans, sem njóta styrks samkv. c-lið, ef þau eru fyrir hendi, annars til dánarbús hans. Með því að hér er um að ræða erfðarétt, þykir skylt, að bæturnar séu greiddar jafnt til allra barnanna, án tillits til aldurs, heilsufars eða efnahags, eins og gert mundi vera, ef upphæðin væri greidd út samkv. gildandi lögum. Gerir n. því till. um, að þessu verði breytt, þ.e. e-liðurinn í 3. till., en hann hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Bætur samkv. a-, d- og e-liðum skulu eigi vera lægri en 35 þús. kr. fyrir hvert slys. Nú lætur hinn látni ekki eftir sig aðstandendur, er rétt eigi til bóta samkv. þessum stafliðum, og skal þá bæta slysið með 35 þús. kr., sem skiptist á milli barna hins látna, ef fyrir hendi eru.“

Um IV. kafla 1., um sjúkratryggingar, skal bent á eftirfarandi atriði: Þessi kafli er tekinn upp í l. 1956 í stað heilsugæzlukaflans, sem var upphaflega í l. og var aldrei látinn koma til framkvæmda. Það væri of langt mál að ræða hér nærri þinglokum um það mál allt, en aðeins skal bent á, að sé það ætlunin að taka ekki upp á ný heilsugæzlu á annan hátt en í formi sjúkrasamlaga, svo sem gert er, og sú skipun málanna eigi að vara til frambúðar, þá sýnist alveg óhjákvæmilegt að gera allt landið að einu sjúkrasamlagssvæði. Skipting landsins í mörg smá sjúkrasamlög er engin framtíðarlausn og nauðsynlegt að taka þessi mál öll til nýrrar athugunar. Við stofnun héraðssamlaga, sem eru spor í þá átt að stækka svæðin, er þessi staðreynd raunverulega viðurkennd, þótt, sporið sé ekki tekið fullt. Flutningur milli sjúkrasamlaga með biðtíma og réttindaskerðingu til bóta, ef út af er brugðið, á og verður að hverfa, en það verður aðeins gert með því að hafa landið allt í einu sjúkrasamlagsvæði. Mundi það hafa marga kosti í för með sér, en engan ókost.

Í 44. gr. frv. eru ákvæði um stjórn héraðssamlaga, og í lok greinarinnar kveður svo á um, að Tryggingastofnunin ákveði þóknun til hennar að fengnum till. hennar. Heldur þykir það óviðkunnanlegt að setja það í lög, að menn skuli sjálfir gera till. um laun sín. N. leggur því fram brtt. á þskj. 635, þ.e. við 44. gr., 4 brtt., að orðin „að fengnum till. hennar“ í lok gr. falli niður. Telji stjórn Tryggingastofnunar sig ekki færa að dæma um, hvað greiða skuli fyrir þau störf, og treysti sér ekki til þess að afla sér upplýsinga um það frá hlutlausum aðilum, getur hún aflað sér um það upplýsinga frá héraðssamlagsstjórninni, án þess að hafa lagafyrirmæli fyrir því.

48. gr. er um biðtíma og réttindamissi bótaþega, ef eigi er staðið í skilum með iðgjöldin. N. leit svo á, að þessi grein ætti að falla niður, samanborið við það, sem ég hef sagt hér áður um þetta atriði. Um þetta fékkst ekki samkomulag við heilbr.- og félmn. hv. Ed., og brtt. um þetta er því ekki flutt af n. Hins vegar hafa einstakir nm. áskilið sér rétt til þess að flytja brtt. eða fylgja henni, ef aðrir skyldu flytja hana. Er þess að vænta, að sem fyrst verði unnið að því, að öll ákvæði, sem þetta snerta, verði numin í burtu úr lögunum. Á stærsta sjúkrasamlagssvæðinu, í Reykjavík, eru iðgjöld innheimt með öðrum opinberum gjöldum og hafa lögtaksrétt. Hið sama á að gilda um allt land. Það á ekki og má ekki hafa annan og minni rétt fyrir þá, sem búa úti á landinu, en hina, sem búsettir eru í Reykjavík, hvað þetta snertir. Af þessum ástæðum var n. sammála um að leggja til, að breytt yrði ákvæðunum í 50. gr., sem lúta að því að viðhalda þessu ósamræmi, en um það fékkst ekki heldur samkomulag við hv. heilbr.- og félmn. Ed.

Um V. kafla frv., en sá kafli fjallar um sameiginleg ákvæði, skal þetta tekið fram: N. leggur til, að í stað orðsins „lægi“ í 3. mgr. 56, gr. komi: lægri. Er hér aðeins um að ræða leiðréttingu á prentvillu.

Þá var n. sammála um, að fella ætti niður það ákvæði 71, gr., sem skerðir rétt bótaþega, ef iðgjald er ekki greitt, en taka upp ákvæði um lögtaksrétt á iðgjöldunum, en um þetta varð ekki heldur samkomulag við hv. heilbr.- og félmn. Ed., og vísast til þess, sem ég hef áður sagt um þessi atriði. Till, til breyt. á þeirri gr. er því ekki hér flutt, en einstakir nm. áskilja sér rétt til þess að fylgja henni, ef aðrir flytja hana, eða bera hana fram sjálfir.

Við 72. gr. frv. flytur n. till., þ.e. 6. brtt., en hún er þannig, með leyfi hæstv. forseta: „Þó á iðgjaldsgreiðandi, sem ber ekki að greiða eignarskatt, jafnan rétt á því, ef krafizt er, að sveitarsjóður“ o.s.frv.

Hér er ekki um aðra breyt. að ræða en sett eru inn þrjú orð: „ef krafizt er“, þ.e. að viðkomandi aðili verður að óska eftir því eða krefjast þess af viðkomandi sveitarstjórn. Þykir eðlilegt, að iðgjaldsgreiðendur verði að sækja um það til sveitarstjórnar, ef þeir ætlast til þess, að sveitarsjóðurinn greiði fyrir þá iðgjaldið. Í samræmi við þá skoðun n., að bætur skuli eigi falla niður, þótt iðgjöld hafi eigi verið innt af hendi, vildi n. leggja til, að 74. gr. frv. félli niður, en um það varð ekki samkomulag við hv. heilbr.- og félmn. Ed. N. ber því ekki fram till, um það á þessu stigi, en einstakir nm. áskilja sér rétt til þess að bera hana fram eða fylgja henni, ef aðrir bera hana fram.

Í 76. gr. frv. eru ákvæði um það, hvernig hinir ýmsu sjóðir skuli geymdir, sem safnazt hafa, og skulu þeir vera í vörzlu stofnunarinnar og henni heimilt að lána úr þeim til ýmissa aðila, svo og kaupa ríkisskuldabréf og bankavaxtabréf fyrir handbært fé. Út af þessu vil ég leyfa mér að benda á, að miklu eðlilegra sýnist vera, að þessir sjóðir, sem ætlað er að festa í lánum, séu í vörzlu fjárfestingarbankanna og þeim falin öll lánastarfsemi, í stað þess að láta þetta vera í höndum Tryggingastofnunarinnar, sem með því er gerð að sterkum veðlánabanka. Vænti ég, að þetta verði tekið til athugunar við áframhaldandi endurskoðun laganna.

Þá er samkomulag um að leggja til, að orðið „óskilgetnum“ í 79. gr. falli niður, en 79. gr. kveður svo á um, með leyfi hæstv. forseta: „Mæður, sem fá úrskurð yfirvalds með óskilgetnum börnum sínum.“

Með því að mæður geta einnig að sjálfsögðu fengið úrskurð með börnum, þó að skilgetin séu, þykir rétt, að þetta verði fellt niður.

Um ákvæði til bráðabirgða skal þetta fram tekið: N. kynnti sér erindi þau, sem send hafa verið til Alþ. frá stjórnum lífeyrissjóða, sem með lögum þessum er ætlazt til að verði viðbótarlífeyrissjóðir. Hún kynnti sér einnig þær viðræður, sem átt höfðu sér stað milli heilbr.- og félmn. Ed. og þessara aðila. Þá mætti og hjá n. stjórn lífeyrissjóðs verzlunarmanna og skýrði þar sjónarmið sitt á ákvæðum frv., sem einkum kom fram í því, að með þessu væri verið að íþyngja svo gífurlega gjaldþoli sjóðsins, að hann fengi eigi undir því risið. Var stjórnendum bent á, að samkv. ákvæðum frv. gæti lífeyrissjóðurinn tekið til sín allar lífeyrisbætur viðkomandi bótaþega til þess að mæta auknum útgjöldum aukalífeyrissjóðsins, ef þess gerðist þörf, og 10 ára frestur væri gefinn til þess að jafna þessar greiðslur, og væru því mótmæli þeirra byggð á hreinum misskilningi. N. gerir því enga till. til breyt. á þessum ákvæðum.

Fullt samkomulag er við heilbr.- og félmn. Ed. um allar þær brtt., sem n. ber fram á þskj. 635, og hafa þær einnig verið bornar undir hæstv. félmrh. Taki frv. ekki öðrum breyt. í hv. Nd. og engum frekari breyt. í Ed., ætti það að ná samþykki á þessu þingi, en það er mjög nauðsynlegt vegna margvislegra umbóta frá gildandi löggjöf, að svo verði.

Hitt er síðan framtíðarinnar að berjast fyrir þeim breyt., sem ég hef minnzt á að gera þurfi á l. Almannatryggingar eru nú orðnar svo veigamikill liður í lifi allra þegna þjóðarinnar, að gæta v erður þar fyllsta samræmis hvað snertir réttindi og skyldur. Tryggingarnar hafa á þessum fáu árum skapað hér betra þjóðfélag og meira öryggi í lífsbaráttunni en áður þekktist, og þetta öryggi ber enn að treysta samfara því, sem stefna ber að því, að bótaþegar fái jafnan rétt og hafi jafnar skyldur. Þegar því takmarki hefur verið náð, og því verður að ná fyrr en síðar, horfa menn almennt ekki í það fé, sem greiða verður fyrir tryggingarnar, því að þeim er þá ljóst, að í þeim felst fullt öryggi samfara fullu réttlæti í bótum til þegnanna.

Ég legg til, hæstv. forseti, fyrir hönd n., að brtt. allar á þskj. 635 verði samþ., og þess er vænzt, að hv. d. gangi þannig frá frv., að þá fái það afgreiðslu í hv. Ed. án nokkurrar tregðu frá hennar hálfu.