08.05.1964
Neðri deild: 94. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1354 í B-deild Alþingistíðinda. (1023)

205. mál, sóknargjöld

Frsm. (Ragnar Jónsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur fjallað um þetta frv. og skilað samhljóða áliti á þskj. 597. Nefndin mælir með því, að frv. verði samþ. með breyt., sem prentaðar eru á þskj. 598 og eru svo hljóðandi:

„Við 1. gr. Greinin orðist svo: 1. mgr. 1. gr. laganna orðist þannig:

Hver maður, karl eða kona, á aldrinum 1667 ára, sem er heimilisfastur hér á landi eða lögskráður á íslenzkt skip og er í þjóðkirkjusöfnuði, skal árlega greiða gjald til kirkju þeirrar, er hann á sókn að, allt að 100 kr. á ári, eftir nánari ákvörðun safnaðarfundar í hverri sókn. Þó má hækka gjaldið í allt að 250 kr. á ári, að fengnu samþykki kirkjumrh. Gjaldskyldualdur miðast við áramót.

Við 2. gr. Aftan við greinina bætist: og eru jafnframt úr gildi numin lög nr. 24 17. marz 1954 og lög nr. 43 29. marz 1961.

Fyrirsögn orðist svo: Frv. til l. um breyt. á lögum nr. 36 1. apríl 1948, um sóknargjöld.“ Um brtt. þessar hefur verið haft samráð við kirkjumrh., og er hann þeim meðmæltur. Nefndin óskar að draga till. til baka við þessa umr., en mun leggja þær fram aftur við 3. umr.