02.03.1964
Neðri deild: 63. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1393 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

36. mál, lausn kjaradeilu verkfræðinga

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Það var hinn 2. maí 1962, sem ríkisstj. gaf út brbl. um hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf. Þessi brbl. voru að sjálfsögðu lögð fyrir þingið í fyrra og lága þar lengi fyrir, voru að lokum samþykkt, þegar langt var liðið á þingtímann. En svo gerðist það skömmu síðar eða hinn 17. ágúst 1963, að enn voru gefin út brbl., sem snertu verkfræðinga, og hétu þau brbl. um lausn kjaradeilu verkfræðinga. Þessi brbl. voru svo lögð fyrir það þing, er nú situr, snemma á þingtímanum og frv. hefur verið hjá allshn. þessarar d. til athugunar. Það er þannig orðið árlegt viðfangsefni Alþingis að fjalla um þessi verkfræðingalaun. Nú er það svo, að meiri hl. allshn., sem mælir með þessu frv., er þ6 ekki alls kostar ánægður með lögin og flytur till. um að umorða eina gr. þeirra og gera á efni hennar verulegar breytingar. Það er af okkur 2 nm. í allshn. að segja, að okkur geðjast ekki að þessum vinnubrögðum og höfum því lagt til í nál. á þskj. 331, að frv. verði fellt. Við, sem stöndum að því, erum ég og hv. 4. þm. Sunnl.