12.03.1964
Efri deild: 59. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1404 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

36. mál, lausn kjaradeilu verkfræðinga

Alfreð Gíslason:

Herra forseti. Aðeins stutt aths. Mér skildist á hæstv. ráðh., að hann vildi enn vefengja það, sem ég las upp úr skýrslu um brottflutning fólks frá Íslandi 1953–1960, skýrslu, sem Hagstofa Íslands hefur gefið út, þó að hann fáist ekki til að lesa það, sem ég þar vitnaði til. Þess vegna vil ég aðeins að lokum lesa þetta upp. Þar stendur: „Tafla 4 c. Brottfluttum körlum skipt eftir atvinnu og brottflutningsári: Verkfræðingar, arkitektar 1957 1, 1958 2, 1960 9.“ Ég skal aðeins bæta við tölum, er varða aðra stétt, nefnilega læknana. 1956 fluttust 2 læknar úr landi, 1957 2, 1960 7. Þetta eru tölur, sem tala sínu máli og eru teknar upp úr skýrslu opinberrar stofnunar.