12.05.1964
Neðri deild: 99. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1479 í B-deild Alþingistíðinda. (1113)

36. mál, lausn kjaradeilu verkfræðinga

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég býst við, að það gildi hið sama um flesta þm. og mig, að þeir hafi verið dálítið undrandi, þegar þetta frv. var tekið upp í Ed., eftir að það var búið að liggja í salti í marga mánuði. Ég hygg, að flestir þm. hafi litið svo á, að þetta frv. væri úr sögunni, það hafi verið ætlun hæstv. ríkisstj. að láta það ekki ganga fram, og það var byggt á alveg eðlilegum ástæðum, að menn litu þannig á málið, því að forsendurnar eða aðstæðurnar voru allt aðrar á s.l. sumri, þegar þessi brbl. voru sett, og á s.l. hausti, þegar hæstv. ríkisstj. lagði þetta mál fyrir þingið og fékk það afgreitt í Nd. til Ed.

Mér finnst rétt að rifja þetta upp stuttlega. Á s.l. sumri og á s.l. hausti var það afstaða hæstv. ríkisstj. að koma í veg fyrir launahækkanir umfram það, sem opinberir starfsmenn höfðu fengið með kjaradómi. Hæstv. ríkisstj. leit þannig á, eins og kom glöggt fram í blöðum hennar á þeim tíma, að kjaradómur dæmdi opinberum starfsmönnum laun í samræmi við það, sem aðrar stéttir höfðu á þeim tíma, eða 1. júlí s.l., og þá virtist það vera skoðun eða stefna hæstv. ríkisstj. að koma í veg fyrir, að önnur laun hækkuðu meira en þá var orðið, og afstaða hennar var sem sagt þá sú að reyna að festa launin í þeim skorðum, sem þau voru almennt í landinu, eftir að kjaradómur hafði kveðið upp úrskurð sinn um laun opinberra starfsmanna. Og í samræmi við þetta skildist manni, að ríkisstj. hefði sett brbl. um kjör verkfræðinganna, vegna þess að hún vildi ekki, að kjör þeirra hækkuðu umfram það, sem opinberir starfsmenn höfðu fengið, vegna þess að það gæti haft í för með sér almenna launaskriðu í landinu. Á þessu virtist manni, að brbl. um kjör verkfræðinganna væru byggð. Og það var líka í fullu samræmi við þessa stefnu, sem hæstv. ríkisstj. lagði fram á Alþingt í nóvemberbyrjun frv. um bindingu alls kaupgjalds í landinu um ákveðinn tíma. Það var sem sagt stefna hæstv. ríkisstj. á þessum tíma að koma í veg fyrir, að nokkrar kauphækkanir yrðu í landinu umfram það sem hefði orðið hjá opinberum starfsmönnum, nema þá aðeins til samræmingar, eins og það var kallað. Og séð frá sjónarmiði þessarar stefnu hæstv. ríkisstj. var það ekki óeðlilegt, frá hennar sjónarmiði séð, þó að hún beitti sér fyrir gerðardómsl. í verkfræðingadeildinni og beitti sér svo síðar fyrir frv. um kaupbindinguna, sem hún lagði fram nokkru síðar hér á Alþingi.

En síðan þetta gerðist, hefur vissulega mikil breyting á orðið. Það gerðist sem sagt á s.l. hausti hér á Alþingi, að hæstv. ríkisstj. gafst upp við tilraun sína til almennrar lögbindingar á kaupgjaldi. Hún gafst upp við að koma fram frv. sínu um almenna kaupbindingu, og í framhaldi af því varð almenn launahækkun í landinu, og manni skildist þess vegna, að þegar hæstv. ríkisstj, hafði fallið frá lögbindingarfrv., sem náði til launa almennt, mundi hún einnig falla frá þessu frv., sem hér liggur fyrir, vegna þess að það var raunar ekkert annað en þáttur í þeirri stefnu hennar að reyna að koma í veg fyrir kauphækkanir almennt á þessum tíma. Og ef nokkurt eðlilegt samræmi væri í þessu, þá átti hæstv. ríkisstj. þess vegna, þegar hún féll frá kaupbindingarfrv. á s.l. hausti, að falla einnig frá þessu frv., sem stefndi raunverulega í sömu áttina og fól í sér sömu stefnuna, og menn voru líka farnir að álita það, að þetta væri afstaða hæstv. ríkisstj., vegna þess að eftir að þetta frv. kom til Ed., lá það þar í salti í marga mánuði og virtist ekki eiga að verða nein hreyfing á því. Og þetta var ekkert óeðlilegt, eftir að hæstv, ríkisstj. var búin að falla frá tilraun sinni til almennrar kaupbindingar í landinu. Þess vegna kom það mér á óvart, eins og vafalaust mörgum öðrum hv. þm., þegar þetta mál, eftir að hafa legið lengi í salti, er tekið upp í Ed. í þinglokin og reynt að koma því fram. Þetta finnst mér óeðlilegt og kom mér á óvart, vegna þess að ég áleit, að það væri stefna hæstv. ríkisstj. að láta hið sama ganga yfir verkfræðinga og aðrar launastéttir í þessum efnum. Meðan ríkisstj. hafði þá stefnu uppi að binda almennt kaupgjald í landinu, var ekki óeðlilegt, þó að hún færi þá leið, sem var farin í þessu frv., en eftir að hæstv. ríkisstj. var horfin frá þessari stefnu almennt, var líka eðlilegt, að hún legði þetta frv. á hilluna. Það er heldur ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt, að ríkisstj. falli frá því að knýja fram brbl. Það eru fjöldamörg dæmi um það í þingsögunni, að brbl. hafi verið látin daga uppi. Stundum hefur það stafað af því, að brbl. hafa aðeins verið tímabundin og þess vegna ekki þurft að samþykkja þau á þinginu eða aðstæður breytzt þannig, forsendurnar, sem voru fyrir brbl., hafa fallið niður og þau þess vegna verið látin daga uppi. Og mér virðist, að það gildi fullkomlega um þetta mál, að samkv. þeirri venju eigi það ekki að ganga fram, vegna þess að sú raunverulega forsenda, sem var fyrir því á s.l. hausti, er fallín úr sögunni, þar sem var viðleitni hæstv. ríkisstj. þá til almennrar bindingar á kaupgjaldi, en þá stefnu gafst hæstv. ríkisstj. upp við í nóvembermánuði s.l., eins og kunnugt er, og þetta frv. hefði átt að fylgja á eftir hinu almenna lögbindingarfrv., sem ríkisstj. flutti þá og féll frá að lokum. Þess vegna finnst mér það vera ákaflega einkennileg málsmeðferð, eftir að ríkisstj. var fallin frá hinu almenna lögbindingarfrv., að hún skuli reyna sérstaklega til þess að knýja þetta mál fram og láta með því þessa stétt búa við annan rétt og minni rétt en aðrar launastéttir í landinu.

Fleira veldur því einnig, að mér kemur sú málsmeðferð, að knýja þetta mál fram nú í þinglokin, mjög ókunnuglega og undarlega fyrir sjónir. En þetta þing er búið að vera mjög langt, eitt af lengstu þingum, sem hafa verið haldin. Það verður hins vegar ekki sagt, að það sé eins mikið, sem liggur eftir þetta þing, því að ég býst við, að það sé leitun á því þingi í þingsögunni, sem hafi afgreitt öllu færri meiri háttar mál heldur en þetta þing. Og ég held, að það sé mjög erfitt að benda á nokkurt stórmál, sem þetta þing hefur afgreitt. Að vísu héldu ýmsir á sínum tíma, að sú skipan, sem væri komin á vegamálin eða samgöngumálin með vegáætluninni, mundi geta talizt til stórmála. En framkvæmd þessa máls virðist hins vegar ætla að fara þannig, að það verði ekki, vegna þess að sú fjárveiting, sem hefur verið tryggð í þessu skyni, mun verða alveg ófullnægjandi, og þess vegna þurfi að afla fjár á annan hátt og meiri, ef þetta mál eigi að ná þeim tilgangi, sem ætlazt var til með því. En þ6 að þetta þing sé bæði búið að vera langt og aðgerðalítið, vil ég þó gjarnan láta það koma hér fram nú í þinglokin og vil ekkí sízt láta það koma fram vegna þess, að ég hef gert talsvert að því á þessu þingi, eins og ýmsir stjórnarandstæðingar, að gagnrýna hæstv. ríkisstj., að segja þó nokkur viðurkenningarorð um hana hér í lokin, því að það finnst mér, að sé rétt að viðurkenna, að vegna baráttu okkar stjórnarandstæðinga hér á Alþingi og raunar líka utan Alþingis hefur orðin ein mjög veruleg og ég vil segja mjög ánægjuleg breyting á stefnu hæstv. ríkisstj.

Eins og ég minntist á hér áðan, var það stefnumál, ákveðið stefnumál hæstv. ríkisstj., þegar þetta þing kom saman á s.l. hausti, að binda allt kaupgjald í landinu, annaðhvort með beinum l. eða gerðardömum. Vegna baráttu okkar stjórnarandstæðinga, bæði á þingi og utan þings, hefur hæstv. ríkisstj: horfið frá þessari stefnu, og það er nú yfirlýst stefna hæstv. ríkisstj. og kom mjög ljóslega fram í ræðu hæstv. forsrh. í umr, hér í gærkvöld, að nú sé það stefna hennar að leysa kjaramálin ekki með gerðardómum og lögbindingu, heldur með samkomulagi við launastéttirnar í landinu. Ríkisstj. hefur fallizt á þau tilmæli A.S.Í. að taka upp almennar viðræður um kjaramálin og leita samkomulags milli hennar og launþega og atvinnurekenda um lausn þessara mála. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur stjórnarandstæðinga, að hæstv. ríkisstj. hefur fallizt á áð fara þessa leið, vegna þess að þetta er einmitt sú leið, sem við höfum lagt megináherzlu á hér á Alþingi og utan Alþingis líka, að farin væri í kjaramálunum. Hæstv. ríkisstj. hefur sem sagt fallið frá þeirri stefnu, sem hún hafði í upphafi þingsins, að reyna að leysa kjaramálin með lögbindingu og kjaradómum, en farið inn á þá braut að leysa þetta mál með samkomulagi við stéttirnar, bæði atvinnurekendur og launþega. Og fyrir þessa stefnubreytingu finnst mér ástæða til þess nú í þinglokin að láta í ljós viðurkenningu fyrir hæstv. ríkisstj, að hafa breytt þannig um stefnu, sem ég tel, að sé mjög til hins betra og sé sú eina stefna, sem sé líkleg til þess að leysa þessi mál á eðlilegan og heppilegan hátt.

En þegar það er hins vegar athugað, að hæstv. ríkisstj. hefur gert þessa breytingu á stefnu sinni, finnst mér það enn undarlegra, að hún skuli leggja slíkt ofurkapp á það að koma þessu máli fram, vegna þess að þetta frv. og þetta mál, sem hér liggur fyrir, er alveg öndvert þeirri stefnu, að reynt sé að leysa málin í samkomulagi við stéttirnar. Ef þetta frv. verður að l., verður sem sagt hafður allt annar háttur á í viðskiptum við verkfræðingana heldur en aðrar stéttir í landinu. Það er ákveðið, að það skuli gerðardómur fella úrskurð um þeirra kaup og kjör, meðan samið er við aðrar launastéttir landsins og meðan ríkisstj. telur það hina réttu stefnu.

Ég vil í framhaldi af þessu fara þess á leit við hæstv. ríkisstj., að hún endurskoði nú afstöðu sína til þessa máls og endurskoði hana á þann hátt að færa hana til samræmis við afstöðu hennar í launamálum almennt nú og við afstöðu hennar til annarra launastétta í landinu. Það virðist sem sagt nú stefna hæstv. ríkisstj. að leita samkomulags við launastéttirnar um kjaramálin. Þetta var mjög eindregið áréttað í ræðu hæstv. forsrh. í útvarpsumr. í gærkvöld, og undir þetta hefur verið tekið nú í blöðum stjórnarflokkanna. Og fyrst svo er komið, finnst mér, að það sé ekki neitt undanhald eða neinn afsláttur hjá hæstv. ríkisstj., þó að hún láti þessa stefnu sína einnig ná til þeirrar stéttar, sem þetta frv. fjallar um, og gefi henni tækifæri alveg eins og öðrum stéttum til þess að semja við atvinnurekendur og ríkisstj. um sín mál. Og ég vildi trúa því, ef hæstv. ríkisstj. hefði þann hátt á, að hún færi samningaleiðina við þessa stétt, þó mundi ekki verða örðugra að ná samkomulagi við hana en aðrar stéttir í landinu, ef um almennt samkomulag í þessum málum yrði að ræða. Ég held, að það hafi ekki komið neitt fram af hálfu verkfræðinga þannig, að það megi gera ráð fyrir því, að ef um slíka samningsgerð er að ræða eins og þá, sem nú stendur yfir, þá mundu þeir fylgja fram eða halda fram neitt ósanngjarnari kröfum eða óeðlilegri heldur en aðrir hafa gert eða mundu gera, og þess vegna eigi að freista þess að fara þessa leið og láta þessa stétt búa við sama rétt og sömu aðstöðu og aðrar stéttir hafa nú í sínum réttindamálum. Ég er hins vegar hræddur um það, að ef þessi leið v erður ekki farin og ef sá háttur verður upp tekinn að láta þessa stétt búa við aðra aðstöðu og annan rétt en aðrar stéttir í landinu, þá geti það orðið mjög dýrt, ekki kannske fyrst og fremst dýrt fyrir hæstv. ríkisstj., heldur dýrt fyrir þjóðina í heild.

Til þess að skýra það mál mítt nokkuð er kannske ekki úr vegi að rifja upp efni greinar úr erlendu blaði, sem ég las fyrir nokkru, þar sem rætt var almennt um verklegar framfarir og uppbyggingu í heiminum um þessar mundir. Þar var m.a. rætt um það, hvaða atriði það væru, sem nú væru mikilvægust í sambandi við almenna uppbyggingu og framfarir í heiminum, og þá ekki sízt í hinum svokölluðu vanþróuðu löndum. Og það, sem þar var lögð áhersla á, var, að til þess að tryggja nægar framfarir og nógu hraðar framfarir, væri ekki fyrst og fremst nauðsynlegt, að það væru nógar auðlindir fyrir hendi í viðkomandi landi, ekki það, að það væri nægilegt vinnuafl fyrir hendi í viðkomandi landi, ekki heldur, að það væri nægilegt fjármagn í viðkomandi landi heldur var það talið langsamlega mikilvægast, að væri fyrir hendi nægileg almenn þekking og ekki sízt sérþekking, sem uppbyggingin yrði að grundvallast á. En ég held, að þetta sé að verða ráðandi sjónarmið í heiminum nú, þd að það sé mikilvægt, að löndin ráði yfir auðlindum, mikilvægt, að þau hafi fjármagn og vinnuafl, sé það þó kannske hið allra mikilvægasta, eins og tæknimálunum í heiminum er nú komið, að þjóðirnar ráði yfir nægilegri sérþekkingu til þess að koma uppbyggingu sinna atvinnuvega og verklegum framförum áleiðis. Enda sjáum við það um þessar mundir, að það er nú ekki keppt um annað meira en sérþekkinguna. Þeim löndum, sem geta boðið bezt í sérfræðingana, vegnar beat í þessum efnum. T.d. má lesa nú í enskum blöðum miklar umr. um það, að brezkir sérfræðingar leiti til Bandaríkjanna, vegna þess að þeim eru boðin betri kjör þar, og þetta er talið eitthvert hið mesta vandamál, sem Bretar eiga við að glíma í sínum efnahagsmálum, og t.d. í sambandi við þær kosningar, sem nú eru þar fram undan, er það eitt aðalkeppikefli flokkanna að lýsa yfir, að þeir vilji gera sem allra mest til þess að auka hina sérfræðilegu menntun í landinu og tryggja uppbyggingu atvinnuveganna og framfarirnar á þann hátt. Og ég held, að í Bretlandi sé áreiðanlega ekki hægt að finna einn einasta mann, sem lætur sér nú koma til hugar, að það muni vera einhver bót í þessum málum, það muni vera leið til að tryggja brezku þjóðinni sérþekkingu að setja sérstakan gerðardóm í málum hinna sérlærðu manna þar í landi, heldur er miklu frekar um það rætt að vinna að bættum kjörum þessara manna til þess að koma í veg fyrir það, að þeir fari af landi burt.

Það er hægt að nefna fjöldamörg dæmi, sem eru sams konar og þetta. Ég minnist þess t.d., að ég ræddi fyrir nokkru við þýzkan mann um fólksflóttann frá Austur-Þýzkalandi, sem var mjög mikill á sínum tíma. Það kom fram í þessum viðræðum, sem reyndar er ekkert óeðlilegt, að alvarlegasta vandamálið fyrir Austur-Þjóðverja var ekki það, hve margir fóru úr landi, þeir voru margir, sem fóru, heldur fyrst og fremst það, að í þessum hóp voru margir þeirra sérlærðustu menn; og missir þeirra varð þess valdandi, að t.d. töfðust fjöldamörg meiri háttar verk, sem verið var að vinna að, og allar áætlanir fóru Þess vegna úr skorðum. Og það, sem var Austur-Þjóðverjum langsamlega erfiðast í þessum efnum, var einmitt það, að þeir misstu sérfræðinga. Það hafði miklu meira að segja heldur en hitt, hve margir menn það voru, sem leituðu þaðan úr landi.

Ef við t.d. hverfum að því, þar sem kannske hinn frjálsi heimur er talinn standa hvað höllustum fæti í samkeppni við heim kommúnismans, er það sennilega frekar öllu öðru það, að talið er, að í löndum kommúnismans, sérstaklega í Sovétríkjunum og jafnvel í Kína, sé lögð miklu meiri áherzla á að mennta sérlærða menn heldur en á sér nú stað í hinum vestræna heim, og ef þeirri öfugþróun verði ekki breytt, geti það átt meira en nokkuð annað þátt í því, að í framtíðinni kunni heldur að halla á hinn frjálsa heim í samkeppninni milli þessara tveggja heima. Og þess vegna er það núna eitt meginmál allra vestrænna landa að auka hina sérfræðilegu menntun sem allra mest og eignast sem allra flesta sérfræðinga.

Það getur vel verið, að margir álíti það, eins og hæstv. ríkisstj., að verkfræðingar séu of dýrir og það verði þá að spara við þá. En í þessum efnum verða menn líka að gera sér það ljóst, að verkfræðimenntun er dýr, og annað þurfa menn enn þá frekar að gera sér ljóst, og það er það, að þó að mönnum þyki kannske dýrt að greiða verkfræðingum sæmilegt kaup miðað við sérþekkingu þeirra og miðað við það, sem þeir hafa annars staðar, þá er þó enn þá dýrara og langdýrast að vera án sérfræðinga, eins og nú er komið atvinnuháttum í heiminum. Og við höfum líka fjöldamörg dæmi um það úr okkar eigin sögu, hve dýrt það er að hafa ekki stuðzt við nægilega sérþekkingu. Við þurfum ekki annað en rifja upp sögu hafnargerða víða um land, sem hafa farið meira og minna í handaskolum, vegna þess að það hefur ekki verið lögð fram nægileg sérfræðileg vinna við undirbúning þessara framkvæmda, og þannig er það um í fölmargar aðrar framkvæmdir hér á landi, að vegna þess að við höfum ekki getað kostað til nægilegri sérfræðilegri þekkingu við undirbúning þessara framkvæmda, hafa þær ekki aðeins orðið miklu dýrari en ella, heldur á ýmsan hátt óhagkvæmari en ella mundi verða. Ég held, að ef menn fara að tala um fjársóun og dýrleika í þessum efnum, þá muni það verða niðurstaðan, að það allra dýrasta og óhagkvæmasta af öllu sé að reyna ekkí að kosta til meiri sérfræðilegri þekkingu við þær framkvæmdir, sem verið er að vinna að. Og ég er alveg sannfærður um það, þori alveg hiklaust að segja það, að þessi deila, sem hæstv. ríkisstj. hefur átt í við verkfræðingana, er tvímælalaust þegar búin að verða ríkinu mjög dýr, vegna þess að ýmis þau verk, sem ríkið hefur staðið í framkvæmdum við eða verið að framkvæma, hafa ekki verið nægilega sérfræðilega undirbúin á þessum tíma og þess vegna ýmislegt farið í handaskolum, sem hægt hefði verið að komast hjá, ef það hefði verið kostað til þeirra nægilegri sérfræðilegri þekkingu. Og ef þessari deilu heldur áfram, á þetta áreiðanlega eftir að verða okkur enn þá dýrara, því að eins og hæstv. menntmrh. hefur stundum verið að hafa hér eftir erlendum manni, þá er það kannske arðsamasta fjárfestingin, sem nú er hægt að leggja í, að afla þjóðinni meiri sérfræðilegrar menntunar, en því miður vantar mikið á, að það komi fram í störfum eða verkum hæstv. ríkisstj., að hún líti þannig á málið. Og það er í framhaldi af þessu áreiðanlega hægt að fullyrða, að það óhagkvæmasta, sem hægt er að gera í nokkru þjóðfélagi, er að spara við sig hina sérfræðilegu þekkingu við uppbyggingu atvinnuvega sinna og aðrar þær framkvæmdir, sem nauðsynlegt er að gera í því sambandi. Það er alveg augljóst mál,. að ef við Íslendingar ætlum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum, verður að kappkosta það að afla okkur miklu meiri sérþekkingar og sérfræðinga en við höfum nú, og við verðum að sætta okkur við það, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að borga þessum mönnum nokkuð sambærileg kjör við það, sem þeir geta fengið annars staðar. Við verðum bara að sætta okkur við þá staðreynd, hvort sem okkur líkar hún eða ekki, að þessir menn hafa alþjóðlega menntun og þeir geta fengið sér atvinnu svo að segir hvar sem er í heiminum. Og það er ekki hægt að ætlast til þess, eftir að þessir menn eru búnir að leggja mikið á' sig við langt nám og safna margir hverjir kannske miklum skuldum, sem hafa ekki haft aðstandendur til að hjálpa sér áfram á námsbrautinni, þá er ekki nema eðlilegt, þd að þeir taki oft og tíðum þeim boðum, þar sem þau eru bezt, og ef við getum ekki staðið okkur í þessari samkeppni, endar það þannig, að við verðum meira og minna sérfræðingalausir, þegar fram í sækir, og það getur orðið einn mesti þröskuldurinn á okkar framfarabraut. Þess vegna þýðir ekki annað fyrir okkur en gera okkur það ljóst, að ef við ætlum að halda í horfinu við aðrar þjóðir, verðum við að hafa efni á því með einhverjum hætti að greiða okkar sérfræðingum svipuð laun og þéir geta annars staðar fengið. Annars stöndum við uppi meira og minna sérfræðingalausir, og það hindrar okkar uppbyggingu stórkostlega og verður þess valdandi, að við drögumst aftur úr öðrum.

Það hefur líka verið upplýst í þessum umr., að nú er þannig ástatt, að um 70 íslenzkir verkfræðingar eru starfandi erlendis. Það var einnig upplýst í blöðunum fyrir ekki löngu, að meira en 100 íslenzkir læknar eru starfandi erlendis, og í læknamálunum er líka þannig ástatt, að það eru ekki aðeins fjöldamörg læknishéruð úti á landi, sem nú eru læknislaus, heldur er fyrirsjáanlegur stórfelldur skortur á læknum hér á spítölunum, sérstaklega þegar þeir verða auknir nú á næstunni, ef ekkí tekst að ráða eitthvað fram úr þessum málum.

Ég held þess vegna, að þó að mönnum finnist kannske, að þessir menn séu nokkuð dýrir stundum, þýði ekki fyrir okkur að horfa í það og við verðum að líta kannske dálítið öðrum augum á mál þessara sérfræðinga, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, heldur eri annarra, vegna þess að þeir hafa þá þekkingu til að bera, að það er sótt eftir þeim á alþjóðlegum markaði, sem hins vegar gildir ekki um ýmsar aðrar stéttir. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, verðum við að taka tillit til þess, en með einhverjum ráðum verðum við að koma í veg fyrir það, að sú þróun verði, að margir okkar menntuðu menn á þessu sviði leiti sér atvinnu í öðrum löndum og okkar land skorti meira og minna þá sérþekkingu, sem nú er nauðsynlegust, ef við eigum að halda í horfinu við aðrar þjóðir og hér á að verða sú uppbygging og sá hagvöxtur, sem við þurfum nauðsynlega að keppa að, ef við eigum að halda í horfi hvað lífskjör snertir við aðrar þjóðir.

Ég vil í framhaldi af þessu segja það við hæstv. ríkisstj., að ég álít, að hún mundi ekki tapa á því, heldur vaxa, ef hún endurskoðaði afstöðu sína til þessara mála í ljósi þessara staðreynda, alveg eins og ég tel, að hæstv. ríkisstj. hafi vaxið á því að hafa horfið frá kaupbindingarstefnunni, sem hún fylgdi í upphafi þingsins, og að samningastefnunni, sem hún telur sig fylgja nú í lok þingsins, og það breytta viðhorf sitt eigi hún ekki síður að láta ná til þessarar stéttar en annarra launastétta í landinu. Ég vildi segja, án þess að ég vildi nokkuð gera upp á milli stéttanna, að frá heildarinnar sjónarmiði væri kannske nauðsynlegra að fara samningaleiðina við þessa stétt heldur en nokkra aðra, vegna þeirrar sérstöðu, sem hún hefur, og vegna þeirrar eftirspurnar, sem er eftir þeirri þekkingu, sem þessi stétt ræður yfir.

Það er svo annað í þessu máli, sem við þurfum líka að gera okkur fullkomlega ljóst, að hér er ekki um kaupgjaldsmál eitt að ræða, þó að það sé náttúrlega stór þáttur í þessu. Það hefur vitanlega líka bara „móralskt“ sitt að segja, að hér er þessari stétt ætlað að búa við annan og minni rétt en öðrum stéttum í landinu. Og það mætti segja mér það, og ég býst við, að hv. þm. geri sér líka grein fyrir því, að Íslendingar eru þannig skapi farnir, að það fjárhagslega er oft og tíðum ekki aðalatriðið, heldur það, að þeim sé ekki skammtaður minni réttur en öðrum, og þess vegna hygg ég, að það hafi kannske engu minna að segja í þessum efnum, hafi engu minni áhrif, að rétturinn er takmarkaður, heldur en þau kjör, sem kunna að verða skömmtuð samkv. þeim kjaradómi eða þeim gerðardómi, sem frv. þetta ákveður um.

Ég var einn þeirra, sem s.l. kvöld hlustuðu á útvarpsumr., hlustaði þar m.a. á hæstv. menntmrh., sem talaði mjög listilega um nauðsyn þess að auka framleiðni í atvinnuvegum landsmanna. Ég er honum alveg sammála um það, sem hann sagði þar, — raunar er nú kannske rangt að segja, að ég sé honum sammála í þessum efnum, heldur væri frekar rétt að segja, að hæstv. ráðh. væri orðinn mínum flokki sammála í þessum efnum, vegna þess að á þessu þingi höfum við framsóknarmenn lagt fram ýmsar till., sem miða að því að auka framleiðni hjá atvinnuvegum landsins, en ekki fengið nægar undirtektir undir þær till. hér á Alþingi, þó að við fengjum þær í orðum hæstv. ráðh. í gær. En ég vildi í framhaldi af þessari ágætu ræðu, sem hæstv. menntmrh. flutti hér í útvarpsumr. í gær, segja við hann, að það er ekki nóg að tala fallega um framleiðni og segja í útvarpsumr. eða við hátíðleg tækifæri, að það þurfi að auka framleiðni atvinnuveganna í landinu. Það verður jafnframt að leggja eitthvað fram til þess, að framleiði atvinnuveganna geti aukizt, og það verður ekki sízt að vinna að því að tryggja þá sérþekkingu, sem er grundvöllurinn að því, að hægt sé að auka framleiðnina í landinu, og mér finnst sannarlega, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, skjóti nokkuð skökku við þau fögru orð, sem hæstv. menntmrh. lét falla í útvarpsumr. í gær um nauðsyn framleiðninnar í landinu, því að hér er beinlínis stefnt að því að þrengja sérstaklega að þeim mönnum, sem eiga, kannske að leggja til það þýðingarmesta í þessum efnum, og veita þeim kannske — ég vil ekki segja: mjög svo lakari kjör en öðrum, um það er ég ekki fær að dæma, en a.m.k. minni rétt en öðrum og þrengri rétt en öðrum. Og það er áreiðanlega ekki leiðin til þess að laða menn með slíka þekkingu til þess að setjast að hér í landi, þegar keppt er um þá alls staðar annars staðar í heiminum. Þrátt fyrir það, sem hefur nú gerzt hér á þingi í vetur, og hvernig málum okkar framsóknarmanna hefur verið tekið hér á Alþingi í vetur, þá vil ég þó treysta því, að hæstv. ráðh. hafi meint það, sem hann sagði hér um framleiðnina í gærkvöld, og ég vil ekki síður treysta því, að hans flokksbræður, eins og t.d. hæstv. félmrh. og hv. 1. landsk., sem báðir eru verkfræðimenntaðir menn, séu sömu skoðunar og láti það m.a. sjást á þann hátt að leggja sitt lóð þannig á metaskálarnar, að þetta frv. verði ekki látið ná fram að ganga.

Ég vil svo enn á ný vekja athygli á því, sem ég minntist á lauslega hér áðan, að það þarf ekki að þýða neitt undanhald hjá hæstv. ríkisstj. eða hæstv. ráðh. álíti sig minni menn fyrir það, að þeir létu þessi brbl. daga uppi, vegna þess að það eru svo fjöldamörg dæmi um það, að brbl. hafa ekki verið látin ná fram að ganga, vegna þess að þau hafa verið smituð við vissan tíma eða sérstakar forsendur, sem eru allar úr sögunni, þegar að því kemur að afgreiða þessi mál á Alþingi. Og ég vil hiklaust halda því fram, eins og ég áðan sagði, að ég álít, að þær forsendur, sem voru fyrir þessum l. á sínum tíma hjá hæstv. ríkisstj., séu niður fallnar, vegna þess að þessi brbl, voru miðuð við það, að ríkisstj. ætlaði þá að reyna að festa allt kaupgjald í landinu, ekki aðeins h,já verkfræðingum, heldur líka hjá öðrum stéttum. Nú hefur ríkisstj. gefizt upp við þetta hvað allar aðrar stéttir snertir nema þessa, og mér finnst, að það sé ekki nema réttlætismál, sem ríkisstj. hljóti að gera sér ljóst við nánari athugun, að hún eigi að láta hið sama gilda um þessa stétt og aðrar stéttir. Þegar hæstv. ríkisstj. féll frá lögbindingarfrv. á s.l. hausti, í nóvembermánuði s.l., þýddi það vitanlega það, að hún átti einnig að falla frá þessu frv., vegna þess að í raun og veru eru þau málefnalega tengd mjög saman. Enda hafa líka — ég er viss um það — langflestir þm, litið svo á, að þannig væri þetta og ríkisstj. væri í raun og veru búin að ákveða þetta, vegna þess að síðan þetta mál kom til Ed., hefur það legið þar í salti, er búið að liggja þar í salti í marga mánuði, þar til nú á síðustu dögum þingsins, að það er allt í einu lagt alveg sérstakt ofurkapp á að drífa það í gegn, án þess að það sé hægt að finna nokkur eðlileg rök fyrir því, eins og komið er nú afstöðu hæstv. ríkisstj. í þessum málum, og það því frekar, sem hæstv. ríkisstj. hefur nú tekið þá stefnu upp gagnvart öðrum stéttum að leita við þær samninga um þeirra kjaramál í stað þess að ætla að fara lögbindingarleiðina, eins og var stefna hennar á s.l. hausti. Meðan hæstv. ríkisstj. fylgdi þeirri stefnu að fara almennt lögbindingarleið gagnvart öllu kaupgjaldi í landinu, frá því sjónarmiði var ekkert óeðlilegt, þó að hún vildi láta þetta frv. ná fram að ganga. En eftir að hæstv. ríkisstj. hefur horfið frá þeirri stefnu og er nú inni á samningaleiðinni, á hún einnig að láta það ná til þessarar stéttar eins og annarra.

Það var upplýst hér í umr, áðan, — ég hygg, að það hafi verið hv. 5. þm. Austf., sem skýrði frá því, — að á s.l. sumri hefði verið svo komið, að litlu eða engu hefði munað, eða a.m.k. mjög litlu hefði munað, að það væri komið fullt samkomulag á milli atvinnurekenda og verkfræðinga, og a, m. k. mundi það hafa náð fram að ganga, ef hæstv. ríkisstj. hefði þá ekki skorizt í leikinn og gefið brbl. út. Eins og afstaða hæstv. ríkisstj. var þá, var það kannske ekki með öllu óeðlilegt, þó að hún gripi til þeirrar aðgerðar, vegna þess að þá var hún almennt inni á lögbindingarleið, en þar sem hún hefur nú alveg skipt um stefnu í þessum efnum og ætlar nú að fara samningaleið, a.m.k. hvað aðrar stéttir snertir, þá á hún að sjálfsögðu að gera það sama viðkomandi þessari stétt.

Ég vil þess vegna enn á ný skora á hæstv. ríkisstj., að hún endurskoði afstöðu sína til þessa frv., endurskoði það í samræmi við þá breyttu stefnu, sem hún hefur tekið upp gagnvart öðrum stéttum, þar sem hún ætlaði að fara samningaleiðina við þær, og í framhaldi af þeirri athugun geri ríkisstj. sér ljóst, að það eitt er í samræmi við hina breyttu stefnu hennar og það eitt er skynsamlegt í þessum málum að draga þetta frv. til baka eða láta það daga uppi.

Ég sé nú hér hv. 5. þm. Vesturl. Ég minnist þess, að í útvarpsumr. í gær talaði hann ákaflega fallega um það, að við ættum nú að endurvekja andann frá 1944, þegar Íslendingar stóðu saman að lýðveldisstofnuninni, og hv. þm, taldi, að það væri í samræmi við þann anda, sem ríkisstj. hefði horfið frá lögbindingarstefnunni og væri nú komin á þá skoðun, að það ætti að leita samninga við launastéttirnar um kjaramálin. Ég vil segja það, að mér finnst það hins vegar ekki vera í samræmi við andann frá 1944, ef á að taka eina stétt sérstaklega út úr og láta hana búa við annan rétt og aðra aðstöðu en aðrar launastéttir í landinu. — Þess vegna vildi ég nú vænta þess, að hv. 5. þm. Vesturl., Benedikt Gröndal, sýndi það í verki, að hann væri fylgjandi andanum frá 1944, með því að styðja að því, að þetta frv. verði ekki látið ganga fram, vegna þess að það er algerlega í ósamræmi við hann, því að andinn frá 1944 var að sjálfsögðu sá, að menn kæmu sér saman og semdu um málin og ein stétt væri ekki látin hafa minni rétt en önnur, eins og stefnt er að með þessu frv.

Það vil ég líka segja hæstv. ríkisstj., að ef hún tæki þá afstöðu, þrátt fyrir það að hún hafi sett dálítið kapp í þetta mál, að láta það daga uppi eins og kaupbindingarfrv. á s.l. hausti eða s.l. vetri, mundi hún vaxa af því, en það mundi ekki verða henni til hnjóðs. Það mundi aðeins sýna, að hæstv, ríkisstj., þótt seint hafi verið, hafi gert sér fulla grein fyrir því, hvað væri rétt að gera, einnig í þessum efnum, og hvað væri í samræmi við annað, sem hún væri að gera í þessum efnum, og það er vitanlega það eitt að láta þetta frv. daga uppi eins og kaupbindingarfrv. á s.l. hausti.

Ég skal svo ekki hafa þessi orð öllu fleiri að sinni. Ég vil enn einu sinni skora á hæstv. ríkisstj. að taka þetta mál til athugunar í samræmi við breytta stefnu hennar á öðrum sviðum og hún láti samkv. því þetta frv. daga uppi. Það mundi verða stjórninni til sæmdar, en ekki hið gagnstæða. Og það, sem ég vildi svo láta verða mín allra síðustu orð að þessu sinni, er, að þó að hæstv. ríkisstj. og ýmsum öðrum í þessu landi kunni að þykja sérfræðingarnir stundum vera nokkuð dýrir, verðum við að gera okkur grein fyrir því, að þeir ráða yfir þeirri þekkingu, sem við getum ekki án verið, og þó að mönnum þyki kannske dýrt að þurfa að greiða þeim í samræmi við það, sem þekkist í öðrum löndum, þá er þó langdýrast að vera án þeirra.