14.11.1963
Neðri deild: 16. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í B-deild Alþingistíðinda. (1222)

63. mál, siglingalög

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. A síðasta þingi var afgreitt frv, til l. um breyt. á siglingalögum, nr. 56 1914, en það er mikill lagabálkur, sem litið hefur verið breytt frá upphafi. Við undirbúning að heildarátgáfu siglingalaganna samkv. l. nr. 15 frá 20. apríl s.l. hefur komið í ljós, að láðst hefur að feila niður úr 225. gr. l. frá 1914 málslið þann, sem um getur í grg. þessa frv., en sá málsliður er fyrir löngu orðinn úreltur vegna verðlagsbreytinga, og er ekki lengur farið eftir honum af dómstólum. Er hér um að ræða ákvörðun bóta fyrir tjón á skipum eða mönnum, sem orsakast af árekstri skipa, og segir svo í málsl.: „Hvorki þessar bætur (þ.e. dánarbætur í eitt skipti fyrir öll) né bætur fyrir líkamstjón mega fara fram úr 4200 kr.“ Þessi úreltu ákvæði er lagt til að falli burtu, og er það aðalefni frv. Sjútvn. taldi, að hér væri um augljósa og sjálfsagða leiðréttingu að ræða og féllst því á tilmæli samgmrn. um að flytja frv. það, sem hér liggur fyrir, og mælir með samþykkt þess.

Ég legg til, herra forseti, fyrir hönd n.. að málinu verði vísað til 2. umr.