13.02.1964
Neðri deild: 55. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1242)

146. mál, þingfararkaup alþingismanna

Flm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að deila hér við hv. 5. þm. Vestf. út af orlofinu. Hann á að sjálfsögðu um það við þingfararkaupsnefnd, sem hefur með þessa hluti að gera. Það er aðeins eitt atriði í ræðu hans, sem ég vil mótmæla, og það er það, að það eigi ekki að telja orlofið sem kaup. Ég veit ekki betur — en það komi eins mikið við budduna hjá hverjum atvinnurekanda, sem verður að greiða það, eins og annað kaup, og sömuleiðis að þeir, sem taka við því, verða að greiða af því skatta og skyldur.