13.02.1964
Neðri deild: 55. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

146. mál, þingfararkaup alþingismanna

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti: Ég vil ekki láta því ómótmælt, að orlof er allt annað en laun. Og það hefði verið réttast af hv. frsm. að viðurkenna það, að hann fór rangt með það. Orlofsféð hefur notið annarra réttinda samkv. lögum heldur en laun, og ef orlofsfé var greitt með réttum hætti, í merkjum, eins og atvinnurekendum er skylt lögum samkvæmt, þá var enginn fjárnámsréttur í orlofsfénu vegna almennrar skuldakröfu á viðkomandi mann. Og það er fyrst þegar farið var nokkuð alinennt að brjóta orlofslöggjöfina og blanda því saman við launagreiðslur, eins og hv. frsm. gerir líka, að farið var að blanda þessu saman við laun. En það er ranglega gert, og ég mótmæli því a.m.k., að sá skilningur verði lögfestur hér á Alþingi, að orlofsféð sé sama sem taun. Það á ekkert skylt við laun.