02.04.1964
Neðri deild: 73. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í B-deild Alþingistíðinda. (1311)

75. mál, lóðakaup í Hveragerðishreppi

Óskar Jónsson:

Herra forseti. Allshn. þessarar hv. d. hefur haft þetta mál til meðferðar, sem er frv. til laga um heimild fyrir ríkisstj. til lóðakaupa í Hveragerðishreppi. Mál þetta er á þskj. 82 og er lagt fram í Ed. N. hefur athugað frv. og leggur einróma til, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir á þskj. 345 eftir afgreiðslu Ed. En sú litla breyting, sem þar var gerð á frv., var aðeins sú, að fellt var inn í frv.: „m.a: með makaskiptum á lóðun,“ — þ.e. ríkisstj. er heimilt að kaupa lóðir og landspildur í Hveragerði og bætt þar við: „m.a. með makaskiptum á löðum.“ Ég sé ekki ástæðu til, þar sem allir hafa verið sammála um þetta og málið hefur gengið í gegnum Ed., að hafa um þetta fleiri orð.