04.05.1964
Efri deild: 79. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

196. mál, sala jarðarinnar Áss í Hafnarfirði

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Nd. og var afgreitt þar ágreiningslaust. Landbn. sendi það til umsagnar venjulega boðleið, sem slik frv. fara, þ.e.a.s. til Landnáms ríkisins og jarðeignadeildar ríkisins, og báðar þessar stofnanir mæltu með, að frv. yrði samþ. og ríkinu heimilað að selja Hafnarfjarðarkaupstað jörðina Ás. Þetta mun vera lítil jörð og ekki vænleg til búskapar, og ríkir, held ég, fullt samkomulag milli allra aðila um það, að einboðið sé að heimila þessa sölu. Landbn. Ed. mælir samhljóða með því.