18.11.1963
Neðri deild: 17. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (1337)

68. mál, lausaskuldir iðnaðarins

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð í tilefni af þeim ummælum hv. síðasta ræðumanns, að þeir flokkar, sem nú fara með stjórn og greiddu atkv. þeirri till. til þál., sem rætt hefur verið um í þessum umr., um endurkaun á afurðavíxlum iðnaðarins, 1958, þessir flokkar hafi ekkert gert til þess að greiða fyrir lánamálum iðnaðarins, sem ég vildi segja fáein orð.

Hv. frsm. þessa frv., sem í felast till. um athyglisverð nýmæli í lánamálum iðnaðarins. lét þess raunar getið í framsöguræðu sinni, að hv. Framsfl. hafi 1958 með tölu, að einum þm. undanskildum, greitt atkv. gegn þeirri þáltill., sem þá var samþykkt með atkv. sjálfstæðismanna og Alþfl: manna. Við þetta víl ég bæta því, sem hv. þm. hafði að sjálfsögðu ekki aðstöðu til þess að greina frá, að þegar þessi till. eða efni hennar kom til umr. í þáv. ríkisstj. ríkisstj. Hermanns Jónassonar, skömmu eftir að hún hafði verið samþykkt hér á Alþingi, þá var algerlega fyrir bað tekið bæði af hálfu ráðh. Framsfl, og ráðh. Alþb., að ríkisstj. beindi tilmælum til Seðlabankans um það, að hann skyldi framkvæma efni hennar. M.ö.o.: bæði Framsfl. og Alþb, voru í þáv. ríkisstj. algerlega andvígir því, að sú skipan væri tekin upp, sem gert hafði verið ráð fyrir í till. Þetta taldi ég rétt að láta koma fram hér, þannig að um það þyrfti enginn að vera í vafa, hver afstaða Framsfl. og raunar Alþb. líka var, meðan þessir tveir flokkar voru í ríkisstj., en síðan eru ekki nema 5 ár.

Varðandi þá staðhæfingu hv. 5. þm. Reykv., Þórarins Þórarinssonar, sem gaf mér tilefni til þess að segja þessi fáu orð, að núv. stjórnarflokkar hafi ekkert gert í málefnum iðnaðarins, vildi ég benda á, að beinlínis í framhaldi af þessari þáltill., eins og hv. frsm. tók fram, skipaði ég, sem fór þá með iðnaðarmál, nefnd til að athuga lánamál iðnaðarins, beinlínis vegna þess að það kom í ljós í ríkisstj., að þar var ekki vilji fyrir því, að framkvæmdavaldið færi þá leið, sem Alþingi hafði þá samþykkt viljayfirlýsingu um, það var ekki vilji fyrir því, að ríkisstj. beindi tilmælum um það efni til Seðlabankans. Þá taldi ég það vera skyldu mína, bæði með hliðsjón til viljayfirlýsingar Alþingis og vegna skoðana minna á málinu, að láta fara fram alveg sérstaka athugun á því, með hverjum hætti bezt verði að greiða fram úr lánsfjárvandamálum iðnaðarins. Í ríkisstj. Hermanns Jónassonar heyrðu bankamálin undir ríkisstj. alla, þ.e.a.s. það var forsrh., sem þá fór með bankamálin, og það var hann og raunar þrír aðrir ráðh. með honum, sem töldu frágangssök að beina tilmælum um þetta efni til Seðlabankans. Ég fór hins vegar með iðnaðarmálin og notaði þann sjálfsagða rétt minn til þess að láta fara fram sérfræðilega athugun á þeim málum, sem undir ráðh. heyra, til þess að skipa sérstaka nefnd til að kanna lánamál iðnaðarins. Sú nefnd vann mjög gott starf og gerði ýmsar ábendingar, sem að verulegu leyti hafa verið framkvæmdar, því að eins og hv. frsm. tók fram, urðu till. þessarar nefndar beinlínis undirstaða að hinni nýju og stórgagnlegu lagasetningu um iðnlánasjóð, sem nýlega hefur verið samþykkt. Ég tel einnig, að það hafi verið fyrir rækilega athugun þessarar nefndar, sem var undir forsæti dr. Jóhannesar Nordals, sem gerð var gangskör að því að tryggja iðnlánasjóði aukið starfsfé, en honum hefur undanfarið verið tryggður nokkur hluti af hinum svonefndu P-480 lánum. 1961 fékk iðnlánasjóður 1.5 milli. af hinu bandaríska lánsfé, sem kennt er við PL-480, löggjöfina bandarísku, auk þess sem hin nýja löggjöf um iðnlánasjóðinn gerir ráð fyrir því með sérstökum ráðstöfunum, að útlánageta hans í framtíðinni verði stórum meiri en hún hefur verið undanfarin ár.

Ég verð því að vísa alveg til baka til föðurhúsanna þeim ásökunum hv. 5. þm. Reykv., að núv. stjórnarflokkar hafi sýnt lítinn áhuga á því að bæta úr lánsfjárvandamálum iðnaðarins. Þvert á móti, það skynsamlegasta, sem gert hefur verið um langt skeið undanfarið. ef ekki áratuga skeið, hefur einmitt verið gert með setningu laganna um iðnlánasjóð og miklum átökum til að tryggja iðnlánasjóði aukið starfsfé. Það hefur verið gert í stjórnartíð núv. stjórnarflokka og í framhaldi af viljayfirlýsingu Alþingis, sem varð til þess, að ég skipaði nefnd, sem hefur orðið grundvöllur að þeirri lagasetningu og þeim ráðstöfunum, sem síðan hafa verið gerðar. Ég vil ekki segja, að Framsfl. hafi verið andvígur nefndarskipuninni á sínum tíma, 1959, en um áhuga af hans hálfu í því máli var ekki að ræða, sem m.a. kom greinilega fram í því, að fyrir það var þvertekið, að ríkisstj, beindi nokkrum tilmælum um aukna fyrirgreiðslu til iðnaðarins af hálfu Seðlabankans og það féll í minn hlut að gera þær rannsóknir, sem síðan hafa orðið undirstaða að þeirri lagasetningu, sem Alþingi hefur sett.