06.05.1964
Efri deild: 83. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (1392)

91. mál, búfjárrækt

Frsm. meiri hl. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Ég skal ekki fara langt út í þetta mál. Við 2. umr. gerði ég grein fyrir því, að landbn. hefði verið sammála um tvær greinar þessa frv., að þær væru nauðsynlegar nú, eins og á stendur, m.a. vegna ágreinings, sem komið hefur upp um meðferð stóðhesta í þeim héruðum, sem þetta frv. á sérstaklega að ná til. Hins vegar var ágreiningur um 3. gr. frv., og þótti minni hl. n., að þar væri verið að draga úr höndum Búnaðarfélags Íslands, eins og heyra mátti á ræðu hv. 1. þm. Vesturl., og stefndi að því að gera minna með vísindin og þekkinguna heldur en rétt væri. Það kom einnig fram í ræðu við 2, umr., að það væri dálítið einkennilegt, að tveir bændur úr bessum héruðum skyldu flytja þetta frv. Verð ég að segja það, að mín skoðun er sú, að bað er aðalstyrkurinn fyrir því, að ég get stutt frv., að það voru einmitt tveir bændur, sem þekkja þarna mjög vel til, sem fluttu frv. með það fyrir augum að komast hjá árekstrum, sem gildandi búfjárræktarlög valda, að því er snertir hrossarækt.

Ég get sagt það, að ég geri ekkert aðalatriði úr því, hvort þessi brtt., sem hér liggur fyrir, verður samþ. eða ekki. Ég get ekki stutt hana fyrir mitt leyti, vegna þess að aðalefni hennar er að stytta undanþágufrest í eitt ár úr 5 árum, sem lagt er til í frv. að sé hámark.

Það kemur fram í frv., hvernig flm. hugsa sér að þessi frestur verði veittur. Það kostar nokkra vafninga að leggja það fyrir sveitarstjórnir, síðan sýslunefndir og í þriðja lagi fyrir hrossaræktarráðunaut Búnaðarfélags Íslands. Og ég geri ráð fyrir því, að í meðferð málsins, ef um undanþágur er beðið, sé því alls ekki slegið föstu, að um 5 ár sé að ræða, en kannske eitthvað styttri tíma, og mundi hrossaræktarráðunautur, úr því að málið á að berast undir hann, geta einnig haft áhrif á það, hversu frestur væri leyfður langur, og jafnvel leggjast á móti því að veita nokkurn frest. Að vísu gerir frv. ekki ráð fyrir því, að hann hafi stöðvunarvald í þessu frv: En þar sem slík ákvæði sem þetta eru í I., er venjulegt að fara eftir þeim till., sem fram koma frá heim manni, sem skylt er að bera málið undir. Ég hygg persónulega, að það muni vera óeðlilegt, að svona langur frestur sé veittur fyrir fram, en hins vegar held ég, að það sé of stuttur tími að miða við aðeins eitt ár, vegna þess að það er, eins og ég sagði áðan, talsvert miklum vandkvæðum og vafningum og fyrirhöfn bundið að komast að samkomulagi um að biðja um þann frest, sem frv. gerir ráð fyrir.

Ég vitnaði einnig í það við 2. umr., að frv. styddist mjög við samkomulag, sem fjallskilastjórar þar norður frá og Hrossaræktarfélag Íslands gerði á fundi, sem haldinn var í Húnaveri 12. júní s.l. Og að öllu þessu máli athuguðu held ég, að það sé ekki neitt hættulegt spor stigið, þó að gerð yrði tilraun með það, að þessi hrossaræktarhéruð, sem eru þarna aðallega málsaðilar að, reyni að koma skipan á þessi mál, betri og eðlilegri og friðsamlegri en verið hefur, því að við þekkjum það öll af blaðaskrifum og jafnvel málaferlum, að þarna hefur verið við talsvert mikið vandamál að etja, og ég held, að þessir bændur, sem báðir eru hrossaræktarmenn eða hrossaeigendur í allstórum stíl, hafi einmitt reynt að finna þar meðalveg, sem hægt er að una við, a.m.k. til reynslu í bráðina.