17.04.1964
Neðri deild: 80. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (1397)

207. mál, almannatryggingar

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Samgmrn. hefur sent samgmn. frv. þetta með ósk um, að hún flytti það. Hefur n. orðið við þeirri ósk, en einstakir nm. áskilja sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., eins og venja. er. Svo hljóðandi grg. fylgdi með frv. frá ráðh.:

„Í frv. til l. um breyt. á vegal., nr. 71 1963, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, er ráðgert að innheimta þungaskatt af bifreiðum árið 1964 og framvegis fyrir fram. Verður þá vart hjá því komizt að hafa sama hátt á um skoðunargjald bifreiða og iðgjald af ökumönnum bifreiða og innheimta þau einnig fyrir fram. Hitt væri illframkvæmanlegt, að láta gjöld, sem innheimt eru saman, miðast við tvenns konar tímabil.“