09.05.1964
Neðri deild: 96. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (1472)

128. mál, búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. í framhaldi af þeirri breyt., sem gerð var hér í þessari hv. d. í gær við 2. umr. á X. gr. frv., þar sem heimild til handa sveitarstjórnum var gerð almenn við kaupstaði og kauptún af tiltekinni stærð, er einnig nauðsynlegt, að aðrar gr. frv. breytist í samræmi við það. Því miður láðist að taka þetta upp í brtt. heilbr.- og félmn., sem var lögð fram, í gær, en ég vil leyfa mér fyrir hönd n. að flytja hér við þessa umr. þá er brtt., sem n. telur nauðsynlegt, að gerðar séu á 2., 3., 4., 5, og 6. gr. Þetta eru allt orðalagsbreyt., og leiðir af þeirri breytingu,, sem gerð var á l. gr. frv., eins og ég sagði áður. Brtt. er þannig:

„Við 2. gr. a. Fyrir orðin „kaupstaðnum (borginni)“ komi: kaupstað (borg) eða kauptúni. b. Á eftir orðunum „bæjarlandsins (borgarlandsins)“ komi: eða kauptúnsins.

Við 3. gr. a. Á eftir orðunum „kaupstaðarins (borgarinnar)“ komi: eða kauptúnsins: b. Á eftir orðunum „bæjarráð (borgarráð)“ komi: eða hreppsnefnd.

Við 4. gr. Á eftir orðunum „bæjarráði“ (borgarráði)“ í 2. mgr. komi: eða hreppsnefnd.

Við 5. gr. Fyrir orðin“ bæjarsjóði (borgarsjóði)“ komi: sveitarsjóði.

Við 6. gr. Fyrir orðin „bæjarsjóð (borgarsjóð)“ komi: sveitarsjóð.“