09.05.1964
Neðri deild: 96. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (1475)

128. mál, búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu vafalaust rétt að taka smáfundarhlé til að athuga þetta frekar. En ég held, að það þurfi að standa eins og þarna er tilgreint í till., vegna þess að það getur verið um kauptún að ræða, þar sem hreppamörkin ná út fyrir kauptúnið, en aðeins ætlazt til þess, að sjálf reglugerðin nái til kauptúnsins sjálfs. Sveitarfélagið getur verið stærra en kauptúnið, þó að það séu 1000 íbúar. Ég hygg, að það þurfi að tilgreina sjálft kauptúnið, en ekki sveitarfélagið. Hins vegar er sjálfsagt að athuga till. nánar, því að það er alveg rétt, að í 1. gr. þarf þetta að sjálfsögðu að breytast líka.