14.12.1963
Sameinað þing: 27. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2114 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

Verkföll

Forseti (BF):

Þessar umr, utan dagskrár hafa nú staðíð í 21/2 tíma, og raunverulegur fundartími er liðinn. Umr. voru leyfðar í trausti þess, að þær leiddu ekki til almennra umr., en það hefur nú farið á annan veg, og enn eru tveir hv. þm. á mælendaskrá. Það er boðaður fundur í hv. Nd. þegar að loknum þessum fundi, og það er lítill möguleiki á að halda fundinum áfram lengur en til kl. 5 í mesta lagi, þannig að þann tíma, sem eftir er þangað til, mætti nota og leyfa mönnum 5 mínútna ræður, en alls ekki meira.