14.12.1963
Sameinað þing: 27. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (1599)

Verkföll

Forsrh. (Bjarni Benadiktsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins skjóta því hér fram út frá því, sem sagt var um hugsanlega hækkun söluskatts, að auðvitað fer það algerlega eftir lausn málsins, hversu mikils fjár þurfi að afla. Það mun nú koma í ljós við afgreiðslu fjárlaga á næstu dögum, hver fjárþörf ríkisins verður vegna fjárlaganna sjálfra, en rétt er, að komi fram, að það var meira en þessar 40 eða 50 millj., sem talið var að nú þegar þyrfti að bæta, því að ráðgert var, að teknar yrðu upp aftur fjárveitingar til niðurgreiðslna um það, sem nú er áætlað í fjárlagafrv. Það kom fram í viðræðum við viðræðunefnd verkalýðsfélaganna, að ætlunin væri að minnka þær ekki frá því, sem nú er, og þá þarf einnig að afla fjár til þess. Um fjáröflun ríkisins skal ég svo ekki að öðru leyti tala. Það er mál fyrir sig, sem verður athugað í öðru sambandi.