12.12.1963
Sameinað þing: 26. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2221 í B-deild Alþingistíðinda. (1687)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Svo sem lesið var hér áðan úr forsetastól, var óskað eftir því, að varamaður landsk. þm. Alþfl. tæki sæti hér á þingi í fjarveru utanrrh. 1. varamaður landsk. þm. flokksins er Friðjón Skarphéðinsson, en hann hefur sent skeyti, þar sem hann tekur fram, að vegna annríkis við embættisstörf geti hann ekki tekið sæti í þetta skipti á þingi. En fyrir fundi kjörbréfanefndar lá kjörbréf Unnars Stefánssonar viðskiptafræðings, sem er 2. varaþm. landsk. þm. flokksins, og samþykkti kjörbréfanefnd einróma að taka kosningu Unnars gilda og mæla með samþykkt kjörbréfsins.