11.03.1964
Sameinað þing: 52. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2226 í B-deild Alþingistíðinda. (1705)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Í framhaldi af bréfi, sem lesið var s.l. mánudag, frá hv. 1. þm. Vestf., þar sem hann óskaði eftir, að 1. varamaður Framsfl., Bjarni Guðbjörnsson, tæki sæti sitt á þingi vegna utanfarar, hefur nú borizt bréf frá Bjarna Guðbjörnssyni, þar sem hann boðar einnig forföll og óskar þess, að Halldór Kristjánsson, 2. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, taki sæti á þinginu. Kjörbréf Halldórs Kristjánssonar liggur fyrir, og vildi ég leyfa mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að taka það til rannsóknar. Á meðan verður gert hlé á fundinum. — [Fundarhlé.]