01.04.1964
Sameinað þing: 57. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2227 í B-deild Alþingistíðinda. (1709)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Einar Ingmundarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman til fundar til að rannsaka kjörbréf Ásgeirs Péturssonar, sem er 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vesturl., en þess hefur verið óskað, að hann tæki nú sæti á Alþingi í veikindaforföllum Sigurðar Ágústssonar, hv. 2. þm. Vesturl. Kjörbréfanefnd finnur ekkert athugavert við kjörbréfið og leggur einróma til, að það verði samþykkt og kjör Ásgeirs Péturssonar sýslumanns verði tekið gilt.