16.04.1964
Sameinað þing: 65. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2231 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (SI):

Frá forseta Nd. hefur borizt svofellt bréf:

„Hannibal Valdimarsson, 5. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Sökum aðkallandi skyldustarfa og fjarveru úr bænum næstu vikur leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varaþm. Alþb. í Vestf., —Steingrímur Pálsson umdæmisstjóri á Brú í Hrútafirði, taki sæti mitt á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Jafnframt liggur fyrir kjörbréf Steingríms Pálssonar, og er þessum gögnum vísað til kjörbréfanefndar og gert stutt fundarhlé. — [Fundarhlé.]