08.05.1964
Sameinað þing: 74. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2235 í B-deild Alþingistíðinda. (1729)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman og athugað kjörbréf fyrir Vilhjálm Hjálmarsson bónda, Brekku, 1. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, en eins og lýst hefur verið af forsetastóli, er eftir því óskað, að hann taki sæti á þingi í forföllum Halldórs Ásgrímssonar. Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við kjörbréfið og leggur einróma til, að kosning Vilhjálms Hjálmarssonar sé metin gild og kjörbréfið samþykkt.