11.05.1964
Efri deild: 90. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2250 í B-deild Alþingistíðinda. (1777)

Þinghlé

Ólafur Jóhannesson. Ég vil leyfa mér, og ég veit, að ég mæli þar fyrir munn allra. þdm., að þakka hæstv. forseta hlý orð og góðar óskir í garð okkar þdm. Ég vil einnig flytja honum þakkir fyrir góða og réttláta fundarstjórn og gott samstarf við okkur þdm. á þessu þingi, sem nú er að ljúka. Ég vil óska honum góðrar heimferðar og heimkomu, og ég vil færa honum og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir. Ég óska þess, að við megum öll hittast hér að hausti, og vænti þess, að við megum hitta forseta heilan, er við þá komum aftur til starfa. Ég vil biðja hv. þdm. að taka undir árnaðaróskir mínar til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]