09.11.1963
Efri deild: 14. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í C-deild Alþingistíðinda. (1864)

56. mál, launamál o.fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Í gærkvöld og í dag hafa farið fram viðræður milli ýmissa forustumanna launþegasamtaka og ríkisstj. Hafa þeir tjáð ríkisstj., að þeir muni beita sér fyrir því, að verkföllum þeim, sem nú standa yfir, og þeim, sem boðuð hafa verið, verði frestað og að ekki verði stofnað til nýrra verkfalla, a.m.k. ekki fram til 10. des. n. k., enda verði frv. um launamál o.fl. ekki afgreitt, meðan svo stendur. Þar sem það var megintilgangur þessa frv. að fá ráðrúm til undirbúnings efnahagsaðgerða og til viðræðna um kjaramálin, telur ríkisstj. að svo vöxnu máli ekki rétt að ljúka nú endanlegri afgreiðslu frv. og leggur til, að atkvgr. við þessa síðustu umr. málsins á Alþingi verði frestað.