26.02.1964
Sameinað þing: 46. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (2314)

66. mál, kal í túnum o.fl.

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til Dái. um rannsókn á kali í túnum o.fl. , en till. er prentuð á þskj. 71. Enn fremur hefur n. haft til meðferðar umsagnir um þetta mál frá Búnaðarfélagi Íslands, Stéttarsambandi bænda og atvinnudeild háskólans. Þessar umsagnir eru jákvæðar gagnvart afgreiðslu málsins, og hefur n. samþykkt einróma að þeim athuguðum að leggja til við Alþingi, að till. verði samþykkt eins og hún liggur fyrir á þskj. 71.

Ég skal ekki hafa mörg orð um þetta mál. Þó vil ég leyfa mér að benda á það, sem reyndar kemur fram í nál. á þskj. 233, að samkvæmt upplýsingum atvinnudeildarinnar er áætlað, að tjón af kali í túnum hafi numið um 30 millj. kr. árið 1951 og 50 millj. kr. á árinu 1962, en þessi ár, 1951 og 1962, eru mestu kalár í seinni tíð hér á landi. Ég skal svo að öðru leyti láta mér nægja að vísa til nál. og þeirra þskj., sem fyrir liggja í þessu máli.