30.10.1963
Sameinað þing: 8. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í D-deild Alþingistíðinda. (2340)

19. mál, örorku- og dánarbætur sjómanna

Flm. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Á þskj. 19 hef ég ásamt hv. 5. þm. Vestf. (HV) leyft mér að flytja þáltill. um sérstakar örorku- og dánarbætur sjómanna. Till. er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta undirbúa og leggja fyrir þetta þing frv. til l., er tryggi, að allir sjómenn á íslenzkum skipum njóti sérstakrar slysatryggingar, eigi lægri en 200 þús. kr. miðað við fulla örorku eða dauða, vegna allra slysa, er verða um borð í skipi eða í landi: `

Eins og getið er í grg. með þáltill., höfum við flm. tvívegis flutt á hv. Alþingi frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar þess efnis, að auk almennra örorku- og dánarbóta njóti sjómenn á íslenzkum skipum sérbóta frá almannatryggingum að upphæð 200 þús. kr. miðað við fulla örorku eða dauða. Ég hef bæði í framsögu fyrir þessum frv. og í umr. um málið gert grein fyrir því og tel þess vegna ekki þörf á að ræða það ýtarlega að þessu sinni, því að ég vænti þess, að málið eigi nú þann hljómgrunn og fái þá afgreiðslu, að ekki gerist þörf að rifja upp alla meðferð þess undanfarin ár hér á hv. Alþingi. Ég stikla því aðeins á hinu stærsta.

Í sambandi við þetta mál hafa staðið deilur um, hvort réttmætt sé, að sjómenn njóti hærri slysa- og dánarbóta en aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Við flm. höfum haldið því fram, að á meðan ekki er um það að ræða, að allir landsmenn séu tryggðir sómasamlegum bótum, þá eigi sjómenn og aðstandendur þeirra öðrum fremur rétt á að njóta bóta, sem séu meira en nafnið tómt. Við höfum talið eðlilegt og sjálfsagt, að sjómenn og aðstandendur þeirra finni það í öðru en orðunum einum á sjómannadögum, að þjóðin metur störf sjómannastéttarinnar og gerir sér ljóst, að jafnframt því sem sjómenn vinna erfiðustu og þjóðnýtustu störfin í þjóðfélaginu, þá eru þeir við dagleg störf sín í meiri lífshættu en gerist um aðrar starfsstéttir. Við bað að afla þjóðinni þess auðs, sem er undirstaðan undir lífskjörum hennar, ganga þeir í hættuna fyrir landsmenn alla. Þegar af þessum ástæðum tel ég fullgild rök fyrir því, að lögfestar verði sérbætur til sjómanna vegna slysa og dauða.

En eins og mál hafa þróazt, koma þessi rök ekki ein til, heldur jafnvel miklu fremur önnur, þau, að sjómannastéttin fái a.m.k. að njóta innbyrðis jafnréttis í þessu efni, þau rök, að það sé a.m.k. á engan hátt viðunandi, að sjómenn skuli ekki allir njóta jafnhárrar líftryggingar. Hverja skoðun sem menn kunna að hafa á því, hvort sjómenn eigi yfirleitt að njóta hærri örorku- og dánarbóta en aðrir landsmenn, þá held ég, að flestir geti fallizt á, að það er algerlega óviðunandi og vansæmandi, að við sjóslys skuli sumir sjómenn einungis vera bættir hálfum þeim bótum, sem greiddar eru aðstandendum stéttarbræðra þeirra, en þannig var ástandið í þessum málum, þegar við flm. þessarar þáltill. þá rum fyrst fram í febr. 1961 frv. það, sem ég gat um áðan, og þannig eru viðhorfin enn.

Þegar við þá rum frv. fram fyrst fyrir rúmu 2 ½ ári, hafði nokkur hluti sjómannastéttarinnar, sjómenn á togurum og farskipum og yfirmenn á vélþá tum, náð fram ákvæðum um sértryggingu í tímabundnum kjarasamningum, en stór hluti sjómannastéttarinnar hafði ekki fengið þessi ákvæði í kjarasamninga, og allur sá fjöldi, sem stundar sjómennsku á þá tum, sem eru minni en 12 tonn, átti þess enga von að fá að njóta slíkra bóta, þar sem kjarasamningar sjómanna og útgerðarmanna ná ekki til þeirra þá ta, á þá er ekki lögskráð.

Þegar frv. var lagt fram öðru sinni, höfðu enn fleiri sjómenn fengið sértrygginguna í kjarasamninga, en sjómenn á þá tum undir 12 tonn að sjálfsögðu ekki.

Ég ætla að sleppa því að ræða meðferð málsins á hv. Alþingi, en get þess aðeins, að niðurstaðan í fyrra sinnið, sem það var borið fram, var sú, að frv. fékk ekki afgreiðslu í nefnd, en síðara árið var því vísað til hæstv. ríkisstj. með tilvísun til endurskoðunar á almannatryggingalögunum, sem fram fór, og í trausti þess, að almennar örorku- og dánarbætur yrðu hækkaðar.

Auk þess sem ágreiningur var um það, hvort sjómenn ættu að njóta sérbóta eða ekki, var ágreiningur um þá tilhögun, sem lagt var til að höfð yrði á lögfestingu sérbótanna, þ.e.a.s. að almannatryggingarnar greiddu þær. Alþýðusamband Íslands, Sjómannasamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands og Landssamband ísl. útvegsmanna mæltu með samþykkt frv.

Ég legg áherzlu á það svo sem í bæði þau skipti, er ég gerði grein fyrir því frv., sem við hv. 5. þm. Vestf. fluttum um sérbætur til sjómanna, að sú tilhögun eða það form, sem haft yrði á lögfestingu sérbótanna, er ekkert aðalatriði. Þess vegna höfum við talið rétt að leggja þetta mál nú fyrir í, þáltill. þess efnis, að hæstv. ríkisstj. láti, að sjálfsögðu í samráði við félagssamtök sjómanna og útgerðarmanna, undirbúa og leggja fyrir þing það, sem nú situr, frv. til 1., sem tryggi öllum íslenzkum sjómönnum sérstakar örorku- og dánarbætur, eigi lægri en hluti sjómannastéttarinnar nýtur nú Þegar samkv. kjarasamningum. Vegna verðlagsbreytinga, síðan þeir samningar voru gerðir, þyrfti tryggingin að vera a.m.k. 250 þús. kr. nú.

Ég er í engum vafa um, að ef vilji er fyrir hendi að leysa málið efnislega, þá muni þeir, sem um málið fjalla, finna þá lausn, sem allir geta fellt sig við, — lausn, sem bindur enda á það ófremdarástand, sem ríkir í þessum málum og hefur um of dregizt að ráða bót á. Það má ekki dragast lengur, að endir verði bundinn á þá vansæmd, að hluti sjómannastéttarinnar skuli vera algerlega afskiptur um sérbætur,— þá vansæmd, að sumir íslenzkir sjómenn falli svo, að þeir séu aðeins bættir hálfum þeim manngjöldum, sem greidd eru aðstandendum stéttarbræðra þeirra.

Það er ekki lengur um það eitt að ræða eða deila um, hvort sjómenn eigi að njóta sérbóta vegna Þeirrar sérstöku lífshættu, sem þeir stofna sér í við dagleg störf, heldur er nú fyrst og fremst um það að ræða, hvort það á að viðgangast lengur, að líf sjómanna á minnstu bátunum, þar sem hættan er einna mest, eigi að meta minna en líf annarra sjómanna, sem þegar hafa tryggt sér sérbætur með kjarasamningum. Jafnhliða því að tryggja jafnrétti allra íslenzkra sjómanna með lögfestingu sérbótanna, er á því full þörf, að með lagasetningu sé afstýrt allri hættu á því , að sértryggingin tapist í einstökum til fellum, vegna þess að útgerðarmenn láti undir höfuð leggjast að kaupa samningsbundnar tryggingar. Á því er ávallt hætta þrátt fyrir ákvæði í lögskráningarlögum um, að óheimilt skuli að lögskrá, nema fyrir liggi yfirlýsing frá tryggingarfélagi um, að trygging sé í gildi, þar sem mjög mun á það bresta víða, að þessa atriðis sé gætt við lögskráningu.

Frá því að þetta mál var fyrst borið fram á Alþingi fyrir nálega 2 ½ ári, hefur mörg sjómannsekkja goldið þess, að það hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Síðast var hin brýna nauðsyn Þess, að það hljóti viðunandi lausn, átakanlega undirstrikuð um seinustu páskahelgi. Þá fórust í aftakaveðri fimm trillubátar fyrir Norðurlandi og einn stór vélbátur fyrir Suðurlandi. 16 sjómenn létu lífið, og meiri hluti þeirra var aðeins bættur með hinum almennu dánarbótum almannatrygginganna, á sama tíma og aðstandendur hinna nutu að auki þeirra 200 þús. kr. sérbóta, sem stéttarfélög sjómanna höfðu tryggt sjómönnum á þá tum, sem eru stærri en 12 tonn. Ég held, að eftir þessi hörmulegu sjóslys hafi flestum verið ljóst, að við svo búið gat ekki staðið lengur. Ég held, að flestum hafi orðið ljóst, að ekki var hægt að una því, að slíkt misrétti ríkti um dánarbætur til einstakra sjómannaekkna og barna þeirra, að grípa yrði jafnan til almennra samskota, til þess að eftirlifendur sjómannanna á minni bátunum fengju svipaðar fjárbætur og öðrum voru tryggðar. Skrif dagblaðanna eftir þessa atburði báru glöggt vitni þeim hug í þessum efnum, að ég geri mér vonir um, að þessu réttlætismáli um jafnháar örorku- og dánarbætur til allra sjómanna verði ráðið til farsælla lykta á þessu þingi. Ég vitna hér — með leyfi hæstv. forseta — í skrif formanns Sjómannasambands Íslands í A1þýðublaðinu 17. apríl s.l. Hann sagði:

„Eftir suma þá menn, sem fórust, fást nokkru meiri bætur en aðra, þannig að eftirlifandi ekkjur standa ekki uppi bjargarlausar með barnahópinn. Eftir aðra og þá meiri hluta þeirra, sem fórust í þessum veðurham, fást aðeins þær bætur, sem ákveðnar eru samkv. lögum. Hvernig stendur á þessum mismun? mun margur spyrja. Af hverju eru ekki allir sjómenn jafnhátt tryggðir? Flestir þeirra manna, sem fórust fyrir norðan, voru aðeins tryggðir hinni lögboðnu tryggingu. Bætur eftir þá verða því um 200 þús. kr. minni fyrir hvern og einn en eftir þá, sem fórust af m/b Súlunni. Þetta má ekki svo til ganga lengur, að allir sjómenn séu ekki jafnhátt tryggðir. Það er skylda löggjafans og sjómannasamtakanna að finna leiðir til úrbóta, og það verður að takast, svo að slíkt komi ekki fyrir aftur, að sjómenn séu misjafnlega bættir eftir því, hvort skipið er smærra eða stærra, sem menn farast á eða af.“

Og í leiðara Alþýðublaðsins frá 17. apríl s.l. segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Meiri áherzla verður lögð á hvers konar öryggisútbúnað sjófarenda en áður, og félagslega verður að jafna aðstöðu manna, sem sjó stunda, þannig að einn sé ekki bættur helmingi meiri upphæð en annar.“

Í Morgunblaðinu hinn 1. júní s.l. segir formaður sjómannadagsráðs, með leyfi hæstv. forseta:

„Það er áhugi sjómannadagsráðs að finna raunhæfa leið til að koma á slysa- og örorkutryggingum fyrir þá, sem stunda sjó á skipum, sem ekki er lögskráð á. Hinir hörmulegu mannskaðar í páskahretinu eru alvarleg ábending til sjómanna og verkalýðsfélaga um land allt um, að ekki hafi verið staðið sem skyldi að þessu máli, sem við teljum ekki til kjaramála, heldur til velferðarmála þeirrar stéttar þjóðfélagsins, en býr við mestar hættur og erfiðleika í starfi sínu.“

Ég ætla, að ekki sé ástæða til að rifja frekar upp þau rök, sem við flm. Þessarar þáltill. höfum fyrir löngu og margsinnis flutt við umr, um þetta málefni hér á hv. Alþingi, né að geta frekar þess, sem fram kom, er rædd voru í dagblöðum s.l. vor þau bitru sannindi, sem sjóslysin leiddu í ljós um það misrétti, sem ríkir í tryggingamálum sjómanna. Við vitum ekki, hvaða dag sjóslysin verða. Þau getur hent hvern daginn sem er og misréttið bitnað á þeim, sem sízt skyldi. Þess vegna er brýn nauðsyn að hraða afgreiðslu Þessa máls, og ég vænti þess, að um það geti tekizt samstaða.

Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja til, að umr. verði nú frestað, en till. vísað til hv. allshn.