08.05.1964
Sameinað þing: 74. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í D-deild Alþingistíðinda. (2545)

211. mál, vegáætlun 1964

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Það hafa nú orðið allmiklar umr. hér í hv. þingd. út af vegáætluninni, og sannast bezt að segja, þá gengum við í fjvn. út frá því, að þetta mál mundi valda allmiklum deilum, ef það kæmi hingað inn í þingið, og ástæðan fyrir þeirri skoðun okkar var að sjálfsögðu sú, að með þessari áætlun er tekin upp algerlega ný stefna í vegamálum. Þm. voru því vanir áður að miða við afmörkuð svæði, höfðu sín einu kjördæmi um að hugsa. En nú er tekinn upp sá háttur að hafa landið allt í huga, þegar út í framkvæmdir á að ráðast, þannig að það verður við meiri vanda að glíma en ella. Og þetta kemur bezt fram í því, að nú í umr. hefur ekki komið fram ágreiningur í sambandi við landsbrautirnar. Ég held t.d., að óánægja Vestfirðinga stafi fyrst og fremst af skiptingu á milli þjóðbrautanna, og þá kemur það, sem ég gat um áðan, að þarna eru það stærri svæði, að þjóðbrautirnar fara í gegnum fleiri kjördæmi. Ég vona, að þegar fram í sækir og reynslan er komin af þessu nýja fyrirkomulagi, muni margir annmarkar hverfa og þetta muni skýrast betur fyrir þm. og að til slíkra deilna þurfi ekki að koma sem hér hafa átt sér stað í kvöld. En það er þó ánægjulegt, að enginn ágreiningur virðist hafa risíð meðal þm. um skiptingu á brúafé, og allir þm. kunna einnig að meta þá staðreynd, að nú höfum við meira fé til vegamálanna en nokkru sinni áður. Við skutum einnig hafa það í huga, að á næsta ári njótum við góðs af því, að nokkur hluti af tekjunum í ár kemur ekki til greiðslu fyrr en á næsta ári, og þá á ég við hlutann af benzínskatti.

Ég skal svo ekki orðlengja þetta frekar, en læt aðeins í ljós þá von mína, að þetta nýja fyrirkomulag megi reynast vel og það verði þjóðinni allri til gæfu og gengis.