09.05.1964
Sameinað þing: 75. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í D-deild Alþingistíðinda. (2548)

211. mál, vegáætlun 1964

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég tel till. þessa óraunhæfa, og þar sem ég hef staðið að samkomulagi um að fá hækkað framlag til nýbyggingar vega í Vestfjarðakjördæmi á þessu ári og fyrirheit hafa verið gefin um lánsfé til vegagerðar í kjördæminu á árinu og í trausti þess, að fullt tillit verði tekið til óska og krafna Vestfirðinga í vegamálum á komandi hausti við samningu vegáætlunar, sem gilda á í 4 ár, segi ég nei.