13.05.1964
Sameinað þing: 78. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í D-deild Alþingistíðinda. (2647)

188. mál, áfengisvandamálið

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. á þskj. 573, er ég eins og aðrir nm. í allshn, fylgjandi því, að till. á þskj. 372 verði samþykkt. En ég áskildi mér í n., eins og frsm. sagði, rétt til þess að flytja brtt., sem ég reyndar hafði Þá ekki tilbúna, Þegar n. afgreiddi málið, en hef nú flutt á þskj. 552. Brtt. mín eða öllu heldur viðaukatill. á þskj. 552 er þess efnis, að þegar 7 manna þm. nefndin gerir till. sínar um þær úrbætur, er hún telur nauðsynlegar og framkvæmanlegar, eins og það er orðað í till., þá skuli hún gera þessar till. í samráði við áfengisvarnaráð og starfandi félagssamtök gegn áfengisbölinu. Mér finnst það tilhlýðilegt, að ákveðið sé í ályktuninni sjálfri, að samráð skuli haft við þessi gagnmerku samtök, sem starfað hafa af dugnaði og fórnfýsi gegn þeirri plágu, sem hér erum fjallað. Og ég tel, að þessi viðbót við till. gefi henni æskilegan blæ.

Ég skal ekki hafa um þetta fleiri orð. vænti þess, að enginn hv. þm. sé því mótfallinn, að þessi viðauki sé samþykktur.