07.11.1963
Sameinað þing: 13. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í D-deild Alþingistíðinda. (2726)

57. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forsetl (BF):

Umr. í kvöld verður hagað þannig, að hver flokkur fær til umráða 50 mín., sem skiptast í 3 umferðir, 20 mín., 15 mín. og 15 mín., þó þannig, að heimilt er að færa 5 mín. fram frá síðari umferð til fyrri umferðar. Röð flokkanna er þessi: Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Framsfl. Ræðumenn Sjálfstfl. eru Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson. Ræðumenn Alþb. eru Björn Jónsson, Gils Guðmundsson og Einar Olgeirsson. Ræðumenn Alþfl. eru Gylfi Þ. Gíslason, Jón Þorsteinsson og Guðmundur Í. Guðmundsson. Ræðumenn Framsfl. eru Ólafur Jóhannesson, Þórarinn Þórarinsson, Ingvar Gíslason og Helgi Bergs. Nú verður umr. haldið áfram, og tekur fyrstur til máls Gunnar Thoroddsen fjmrh. og talar af hálfu Sjálfstfl.