10.04.1964
Sameinað þing: 61. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í D-deild Alþingistíðinda. (2744)

179. mál, utanríkisstefna íslenska lýðveldisins

Forseti (SI):

Samkvæmt 54. gr. þingskapa fær hver þingflokkur til umráða 45 mínútur, er skiptast í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur hver þingflokkur 25-30 mín. og Í síðari umferð 15—20 mín. Röð flokkanna við báðar umferðir verður þessi: Alþb., Alþfl., Framsfl. og Sjálfstfl. Ræðumenn í fyrri umferð eru þessir: Af hálfu Alþb. 5. þm. Reykn., Gils Guðmundsson, og 9. þm. Reykv., Alfreð Gíslason. Af hálfu Alþfl. utanrrh. Guðmundur Í. Guðmundsson, af hálfu Framsfl. 3. þm. Norðurl. v., Ólafur Jóhannesson, og af hálfu Sjálfstfl. 2. þm. Vestf., Sigurður Bjarnason, og 6. landsk. þm., Davíð Ólafsson.