01.04.1964
Sameinað þing: 57. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í D-deild Alþingistíðinda. (2814)

22. mál, framkvæmdir Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Hinn 15. okt. 1963 var útbýtt í hv. Sþ. till. til þál. um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði á þskj. 22. Voru flm. 4 þm. Alþb. Þar sem þetta var í upphafi þingsins og áður nefnd þáltill. með allra fyrstu málum hv. Alþ., gerði ég mér nokkra von um, að mál þetta kæmist fljótlega til nefndar. Síðan eru nú liðnir 51/2 mánuður, og er málið enn ekki komið til nefndar. Þetta mál hefur aðeins einu sinni verið tekið til umr. allan þennan tíma, eða hinn 4. des. s.l. Síðan hefur málið verið nokkrum sinnum á dagskrá og seinast fyrir um 6 vikum, en ævinlega mjög aftarlega. Ég vil því eindregið fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann sjái svo til, að mál þetta komi fljótlega aftur á dagskrá.