06.05.1964
Sameinað þing: 73. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í D-deild Alþingistíðinda. (2864)

44. mál, héraðsskólar o.fl.

Frsm. meiri hl. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Til allshn. hefur verið vísað till. til þál. á þskj. 45 um nýja héraðsskóla o.fl. Meiri hl. n. hefur í áliti sínu á þskj. 456 lagt til, að þáltill. þessari verði vísað til ríkisstj.

Með till. þessari er út af fyrir sig hreyft góðu og gagnlegu máli. En meiri hl. getur ekki fallizt á að láta kjósa fimm manna mþn. til að framkvæma athuganir og undirbúning í þessum efnum, þar sem þetta undirbúningsstarf hefur þegar verið af hendi leyst að mestu leyti af fræðslumálaskrifstofunni. Till. er m.ö.o. óþörf.

Fyrri hluti þátill. þessarar er á þá leið, að Alþingi kjósi fimm manna mþn., er kanni aðstæður unglinga í sveitum og þorpum til gagnfræða- eða miðskólanáms og einkum, hver Þörf einstakra sýslna eða landshluta er fyrir nýja eða stærri héraðsskóla eða aðra gagnfræðaskóla.

Um þennan þátt till. segir fræðslumálastjóri m.a. í umsögn sinni:

„Áður en hafizt verður handa um byggingu nýrra héraðsskóla, tel ég eiga að gera þá skóla, sem fyrir eru, svo vel úr garði, m.a. með viðbyggingu, sem þarf til þess, að Þeir geti tekið þann nemendafjölda, sem hæfilegur getur talizt í slíkum skólum, þ.e. allt að 150 nemendur. Þess skal getið, að í athugun er hjá fræðslumálaráði Norður-Þingeyjarsýslu að nota einn af heimavistarbarnaskólunum við Axarfjörð til miðskólahalds, og ráðagerðir eru uppi um það í innanverðum Eyjafirði að koma þar upp unglingaskóla, er geti síðar orðið héraðsskóli, ef henta þykir.“

Þetta var úr umsögn fræðslumálastjóra. Síðari hluti þáltill. er á þá leið, að mþn. athugi þörf dreifbýlisins fyrir heimavistarbarnaskóla eða heimangönguskóla eftir staðháttum og einnig með hverju móti megi tryggja á viðunandi hátt, að börn og unglingar í dreifbýti fái stundað skólanám til 15 ára aldurs. Undirstöðuatriði til að tryggja skólagöngu barna í dreifbýlinu til 15 ára aldurs er að sjálfsögðu það að sameina hreppa um byggingu nægilega stórra skóla og að auka fjárframlög til skólabygginga. Eigi þarf að kjósa mþn. til að koma auga á svo ljós atriði.

Um þennan síðari lið till. segir fræðslumálastjóri svo i umsögn sinni:

„Það eru hartnær 30 ár síðan farið var að vinna að því fyrir atbeina fræðslumálastjórnarinnar að sameina sem flesta hreppa í sveitum landsins um hæfilega heimavistarbarnaskóla, þ.e. að þar verði hæfilegt starf fyrir 3—5 fasta kennara. Má nú segja, að fyrir liggi áætlun um skipan hreppa á öllu landinu í skólahverfi, og hafa þegar verið byggðir sex skólar, sem hver um sig er fyrir 3—7 hreppa, og fé Þegar veitt til 4 sameiningarskóla að auki, og von er á fleiri sams konar skólum á næstu árum.“

Enn fremur segir fræðslumálastjóri:

„Með byggingu heimavistarbarnaskóla, er rúmar 50—60 nemendur i einu, þ.e. 100—120 nemendur yfir veturinn, er gert ráð fyrir því, að unnt verði að annast þar þá barna- og unglingafræðslu, sem nær til 15 ára aldurs. í fámennari skólum verður þetta erfitt, en þar þarf til að koma mjög aukinn styrkur til þeirrar unglingafræðslu, sem styrkt hefur verið með sérstakri fjárveitingu úr ríkissjóði.“

Í framhaldi af þessum orðum fræðslumálastjóra má benda á þáltill. á þskj. 335 um endurskoðun á reglum um unglingafræðslu utan kaupstaða, sem Alþingi hefur nú samþykkt.

Niðurlagsorðin í umsögn fræðslumálastjóra eru á þessa leið:

„Með framanrituðu vildi ég sýna fram á, að um margra ára skeið hefur verið unnið að flestu því, sem mþn. skv. þáltill. er ætlað að gera, og meginniðurstöður um þessi mál eru Ýmist þegar fyrir hendi eða nærtækar.“

Af því, sem ég hef rakið hér að framan, tel ég það liggja ljóst fyrir, að það er hlutverk fræðslumálastjórnarinnar að leysa þau verkefni, sem hv. flm. till. vilja fela mþn., og að fræðslumálastjórnin hefur þegar leyst þessi verkefni af hendi í meginatriðum.

Í nál. minni hl. er vitnað til umsagnar frá Fjórðungssamböndum Norðlendinga og Vestfirðinga til stuðnings við till. Þessar umsagnir verða að skoðast í því ljósi, að þeim aðilum, er umsagnirnar gefa, var alls ekkí nægjanlega vel kunnugt um það, hvað fræðslumálastjórnin hafði gert í bessum efnum. Í umsögninni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga er undirstrikuð nauðsyn þess að koma á fót héraðsskóla á Reykhólum. Alþingi var nú rétt í þessu að samþ. þáltill., sem allshn. mælti með, um eflingu byggðar á Reykhólum, en einn þáttur þeirrar till. fjallar um athugun á stofnun héraðsskóla þar á staðnum.

Meiri hl. allshn. telur rétt að vísa þáltill. þeirri, sem hér er til umr., til ríkisstj. í trausti þess, að stjórnarvöld skólamála muni hér eftir sem hingað til leysa vel af hendi þau verkefni, sem í till. felast, og að ríkisstj. muni halda áfram þeirri stefnu, sem hún hefur markað í skólamálum, að bæta mjög skólakost landsmanna og auka sífellt fjárframlög til nýrra skólabygginga.