05.02.1964
Sameinað þing: 38. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í D-deild Alþingistíðinda. (2943)

72. mál, rafvæðingaráætlun

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Till. sú, sem hér um ræðir, eða shlj. till. hefur verið til umræðu áður hér í hv. Alþingi, þar sem kallað hefur verið eftir framhaldsáætlun um rafvæðingu dreifbýlisins. Það er vitað, að slík áætlun hefur verið í undirbúningi hjá raforkumálastjóra nú s.l. 3 ár, og má segja, að það sé langt komið að ljúka þeirri áætlun. Hv. frsm. sagði, að það hefði dregizt of lengi að skila þessari áætlun, til þess að bændur, sem bíða eftir raforkunni, geti vitað, hvers þeir megi vænta. Ég hygg nú, að það hafi verið talað svo mikið um raforkumálin að undanförnu, að það sé nokkurn veginn ljóst, hvers menn mega vænta. Það hefur verið talað um það að halda rafvæðingunni áfram. Það hefur verið talað um, að í framhaldsáætluninni yrði ekki miðað við styttri vegalengd milli bæja en sem svaraði l1/2 km og jafnvel 2 km. Ég sé, að í þessari till. er gert ráð fyrir 21/2—3 km. Ég hygg, að það verði ekki miðað við þá vegalengd í framhaldsáætluninni að sinni. Ég hygg, að þeir, sem hafa meira en 2 km á milli bæja, verði að sætta sig við að svo stöddu að fá rafmagn frá dísilvélum. Ég teldi eðlilegt að miða markið við allt að 2 km, en það hefur þó ekki verið ákveðið enn. Ég vil geta þess, að rafvæðingarkostnaður á býli með 11/2 km á milli bæja að meðaltali er 174 þús. kr. og rafvæðingarkostnaður á býli með 2 km milli bæja er 235 þús. kr. Kaupverð 3-4 kw. dísilvélar er hins vegar ekki nema 45 þús. kr., og sé reiknað með stöðvarhúsi, mundi það kosta um 10 þús. kr., þannig að stöðin og stöðvarhúsið kostað aðeins 55 þús. kr. Nú eru dísilvélar orðnar næstum því sjálfvirkar, má kveikja á þeim og slökkva á þeim með því að styðja á hnapp. Þær eru gangvissar, og það fólk, sem hefur dísilstöðvar í góðu standi, er a.m.k. ekki rafmagnslaust. Hitt er svo rétt, að rafmagn frá samveltum er öruggara og betra, en með því að hver km í línunum er svona dýr, þá verður að takmarka vegalengdina, sem unnið verður eftir, að sinni við 11/2-2 km á milli bæja.

Hv. frsm. las hér upp tölur um rafvædd býli, og er það í aðalatriðum rétt. Þó ber hér svolítið á milli. Ég hef hér í höndunum skýrslu, sem raforkumálaskrifstofan tók saman fyrir fáum dögum, en það er ekki það mikið, sem á milli ber, að það taki að fjölyrða um það. Hv. frsm. talaði um 770 býli, sem yrðu rafvædd með línum frá samveltum, miðað við allt að 2 km, en þetta eru 850 býli. Það má segja, að það skipti ekki miklu máll. Raforkumálaskrifstofan er enn að vinna að því að setja saman uppdrátt af hverju héraði um sig og tilgreina þar öll þau býli, sem hugsanlega koma ekki á samveltusvæðið í framhaldsáætluninni. Það kort mun verða tilbúið, að ég vona, á þessum vetri, og er þá ljósara en áður, hvað hér er um að ræða.

Hv. frsm. var að tala um það hér áðan, að framlag ríkisins hafi raunverulega minnkað hin síðari ár til raforkuframkvæmda. Ég hef nú ekki reiknað það út eftir vísitölu eða auknum kostnaði, en þess ber þá að geta, að hvort sem fjárveitingin hefur verið aukin eða ekki, hefur ekki verið dregið úr framkvæmdum við rafvæðinguna. Það má geta þess, að á árinu 1958 voru rafvædd 148 býli og til þess varið 14 millj. kr., 1959 127 býli og til þess varið 15 millj. kr., 1960 voru rafvædd 215 býli og til þess varið 26 millj. kr., 1961 137 býli og til þess varið 20 millj. kr., 1962 207 býli og til þess varið 31 millj. og 1963 er áætlað, að hafi verið varið til sveitarafvæðingar 40 millj. kr., en það hefur ekki verið alveg tilgreint hér, hversu býlin eru mörg, þau munu þó vera eitthvað talsvert á þriðja hundrað, en hér á öðrum stað er tekið saman, hversu rafvæðingin væri mikil á árunum 1963 og 1964. Þar er gert ráð fyrir 570 býlum, þannig að það er hátt á þriðja hundrað býli hvort ár. En það hefur verið gert ráð fyrir því, að 10 ára áætluninni yrði lokið á þessu ári. Og þá má segja, að það sé tímabært og það sé nauðsynlegt, að framhaldsáætlunin liggi fyrir á þessu ári, til þess að unnt verði að vinna samkv. henni á árinu 1965.

Það er rétt, sem hv. frsm. sagði hér áðan, að það væri halli á rafmagnsveitunum, og það er ekkert leyndarmál, að það er halli og hallinn stafar af því, að orkugjaldið hefur ekki verið hækkað nærri nógu mikið til að borga hallann. Ef það hefði verið gert, hefði rafmagnsverðið hjá rafmagnsveitum ríkisins orðið miklu hærra en það er nú og í fullkomnu ósamræmi við það, sem rafmagnsverðið er í þéttbýlinu. Þessi halli verður aldrei jafnaður með því að hækka rafmagnsverðið hjá héraðsrafveltum. Hann verður aldrei jafnaður með öðru en því að dreifa því yfir á alla landsmenn, og þá m.a. með því, að það, sem rafmagnsveiturnar skulda ríkissjóði, verði gefið eftir, og ef að því ráði yrði horfið, held ég, að ríkissjóður bæti fyrir það, ef það þætti eitthvað til vansa, að fjárveitingarnar hafi ekki verið hærri en raun ber vitni undanfarin ár. En út í það ætla ég ekki að fara við þetta tækifæri, heldur aðeins halda mér að því, sem framhaldsáætluninni viðkemur.

Það er gert ráð fyrir því í þessari till., að rafvæðingunni verði lokið á árinu 1968. Ég hef hins vegar hugsað mér, að það væri mögulegt að ljúka rafvæðingunni 1970 eða um það bil og í framhaldsáætluninni yrðu þá 850 býli í samveltum, miðað við það, að ákveðið væri, að 2 km væru á milli bæja, sem hefur ekki enn verið gert, en þá væru um 1270 býli í landinu, sem væru með meira en 2 km milli bæja, sem yrðu að fá rafmagn frá dísilstöðvum til að byrja með, en seinna meir mætti hugsa sér að halda áfram að tengja fleiri og fleiri býli við samveltur, enda er það trúa mín, að áður en langt um líður, mun byggðin þéttast og nýbýli byggð viða á milli bæja, þannig að það yrði hagstæðara að tengja ýmis býli nokkru seinna við samveltur en nú er.

Þá er spurningin þessi: Hvernig á að aðstoða þá, sem nú hafa dísilstöðvar? Eiga bændur að fá þær leigðar, eins og hv. frsm. sagði hér áðan, eða eiga þeir að fá þær keyptar og styrkur veittur eða hagstæð lán? Nú eru veitt lán úr raforkusjóði út á dísilstöðvar til bænda með hagstæðum kjörum. En ég get tekið undir það með hv. frsm., að það er út af fyrir sig ekki nóg til að jafna aðstöðumuninn við þá, sem fá rafmagn frá samveltum. Það þarf að ganga lengra en gert hefur verið í jöfnunarátt, hvað þetta snertir.

Ég vil aðeins segja það, að það má vænta þess, að á þessum vetri, e.t.v. fyrir 3l. marz, ég vil þó ekki að svo stöddu ákveða tímatakmarkið nákvæmlega, en mér fyndist það ekkert ótrúlegt, að það gæti orðið fyrir marzlok, sem framhaldsáætlunin lægi fyrir og ákvörðun væri tekin um, hvernig unnið verður eftir þeirri áætlun samkv. till. raforkuráðs og nánari athugunum í þessu máli.

Það hefur oft verið á það minnzt, í hvað komið er með rafmagnið yfirleitt, og held ég, að ég hafi hér skýrstu um það, hvað rafmagn samveitnanna hefur kostað alls, síðan byrjað var að byggja þær, — ég er nú ekki með það blað með mér, — en sé gert ráð fyrir því, að í framhaldsáætluninni verði miðað við, að býli, sem hefur vegalengdina allt að 2 km milli bæja, fái rafmagn frá samveltum og 1270 býli frá dísilstöðvum, má reikna með, að það kosti 210 millj. kr. að rafvæða þessi býli. Og miðað við það að ljúka því á 6 árum, eru það rúmlega 30 millj. kr., sem þyrfti að velta á fjárlögum hvert ár, til þess að þetta gæti staðizt, eða aðeins meira en nú er veitt á fjárlögum til nýrra raforkuframkvæmda. Það, eins og kunnugt er, var hækkað um 15 millj. kr. á núgildandi fjárlögum til nýrra raforkuframkvæmda frá því, sem verið hefur, það eru 27 millj., en miðað við það, að það væru 30 eða rúmlega 30 millj. á ári á fjárlögum plús heimtaugagjald, sem kemur frá bændum, þá mætti ljúka rafvæðingunni á 6 árum. Nú mun einhver e.t.v. segja: Það má alveg eins ljúka henni á 4 árum, því að það þarf ekki nema rúmlega 50 millj. til þess. — Það er vitanlega alltaf matsatriði, en ég býst við, að það þyki e.t.v. alveg nægilegt að hugsa sér 6 ára tímabil til þess að ljúka rafvæðingunni í þessum áfanga. En rafvæðingunni er vitanlega ekki lokið þrátt fyrir það, því að talsverður hluti af þessum 1270 býlum, sem fá rafmagn frá dísilstöðvum, mun

síðar meir komast í samvelturnar og verða tengdur við samvelturnar. — Ég sé svo ekki ástæðu til að segja meir um þetta mál.