31.01.1964
Sameinað þing: 37. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í D-deild Alþingistíðinda. (2952)

76. mál, lánveitingar til íbúðabygginga

Flm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Enda þótt afgreiðsla þessarar þáltill. hafi dregizt nokkuð á, langinn og það séu nokkrar vikur liðnar síðan hún var hér síðast til umr., þykir mér þó rétt að fara nokkrum orðum um það, sem fram kom í málinu, þegar það var hér til umr. síðast. Það eru sérstaklega nokkur atriði í ræðu hv. 4. Þm. Vestf., sem mér finnst ástæða til að athuga nokkru nánar í sambandi við þetta mál.

Þessi hv. þm. á sem kunnugt er sæti í húsnæðismálastjórn og þekkir því mjög vel ástand þessara mála, og er því ástæða til þess að gefa gaum að því, sem hann leggur til þeirra, og einmitt ess vegna verð ég að segja það, að afstaða hans til þessarar till., sem hér er til umr., veldur töluverðum vonbrigðum. Ég tel, að lausn húsnæðisvandamálanna sé ekki fólgin í því og ekki undir því komin, að þeir, sem ráða þeim málum, haldið því ávallt fram, að þessi mál séu öll í lagi. Það leysir engan vanda, en er því miður allt of algeng afstaða ýmissa valdamanna í þjóðfélagi okkar, og því miður fannst mér ræða hv. 4. Þm. Vestf. bera nokkurn keim af þessu. Það er engin minnkun að því að viðurkenna staðreyndir, og staðreyndirnar í húsnæðismálunum eru þær, að hér er svo mikill húsnæðisskortur, að til stórvandræða horfir, og þáltill. sú, sem hér er flutt, er flutt í þeim tilgangi einum að leitast við að ráða bót á þessu mikla vandamáti. Ég forðaðist í framsöguræðu minni að fara nokkurn hlut inn á það, hverjum vandræðaástandið í húsnæðismálunum væri að kenna. Ég hygg, að það sé ekki hægt að finna neinn staf fyrir því í ræðu minni, að það sé svo mikið sem ýjað að því, að húsnæðisvandamálin séu fyrst og fremst því að kenna, að núv. hæstv. ríkisstj. hafi á einn eða annan hátt vanrækt skyldur sínar í þessum efnum, eða t.d. ví að kenna, að húsnæðismálastjórn hafi ekki staðið á verði og gert allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að leysa þessi mál. Það eina, sem ég sagði húsnæðismálastjórn til áfellis e.t.v., var það, að ég sagði, að hún hefði gert of lítið til þess að framkvæma 2. gr. l. um húsnæðismálastofnun o.fl., þá grein, sem fjallar um ráðstafanir til lækkunar á byggingarkostnaði. Það er líka, því miður, staðreynd, að of lítið hefur verið gert að Því. En ég var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu um þetta atriði en ég fór að telja fram þær ástæður, sem hlytu að valda því og gerðu það mjög eðlilegt og a.m.k. mannlegt, að þeir, sem þar ráða, mætu það meira að leysa úr brýnustu lánaþörf þeirra. sem sækja til þeirra um aðstoð, heldur en að klípa af því takmarkaða fjármagni, sem fyrir hendi er, til þess að ráðast í framkvæmdir, sem gætu miðað að lækkun byggingarkostnaðar, svo mjög nauðsynlegt sem það þó er. Ég hygg því, að það hafi verið mjög erfitt að finna nokkuð það í ræðu minni, sem gaf tilefni til þess að fara út í samanburð á ráðstöfun þessara mála í tíð núv. hæstv. ríkisstj. og í tíð vinstri stjórnarinnar og finna þeim orðum stað í mínu máli, svo sem hv. 4. Þm. Vestf. gerði síðast, þegar þetta var hér til umr.

En hann hengdi hatt sinn á þau ummæli mín, að ég hefði sagt, að fjárfesting í íbúðarhúsum sé minni nú en á tímabilinu 1956-1958. Þessa fullyrðingu mína taldi hann algerlega órökstudda og vildi vanda um við mig fyrir slíkan málflutning. Af Því tilefni vil ég leyfa mér að rifja upp á ný tölu Þeirra íbúða, sem byrjað var að byggja, annars vegar á tímabilinu 1955–1958 og hins vegar á tímabilinu 1959–1962. Þarna er um tvö fjögurra ára tímabil að ræða, sem ég ætla mér að bera saman og sýna fram á það með því, að ummæli þessi, sem áður greindi, voru engan veginn úr lausu lofti gripin.

Árin 1955—1958 var hafin bygging 553 íbúða í sveitum. Árin 1959—1962 var hafin bygging 331 íbúðar í sveitum, fækkunin nemur 222 íbúðum eða 40%. Á fyrra tímabilinu var hafin bygging 1028 íbúða í kauptúnum, á síðara tímabilinu 834 íbúða, fækkun 194 íbúðir eða 19%. Á fyrra tímabilinu var hafin bygging 1852 íbúða í kaupstöðum, 1289 íbúða á seinna tímabitinu, fækkunin nemur 563 íbúðum eða 30%. í Reykjavik var hafin bygging 3549 íbúða á fyrra tímabilinu, 2122 á síðara tímabilinu, fækkunin nemur 1427 íbúðum eða 40%. Samtals á öllu landinu var hafin bygging 6982 íbúða á tímabilinu 1955–1958, 4576 íbúða á tímabilinu 1959—1962, eða 2406 íbúðum færra, sem byrjað var á á síðara tímabilinu en því fyrra, og nemur þá samdrátturinn 34% .

Ég vil leyfa mér að halda því íram, að þau ummæli, sem ég lét falla í minni framsöguræðu um þetta mál, eigi fullan rökstuðning í þeim tölum, sem ég nú hef rifjað upp að nýju, enda sönnuðu ummæli hv. 4. þm. Vestf. það líka, að allt var rétt, sem ég sagði, og hann gat þess alveg réttilega, að fjárfesting sé nú minni en hún var þá. Hann sagði: Það er rétt, að fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur verið minni í tíð núv. ríkisstj. en hún var í tíð vinstri stjórnarinnar á árunum 1957 og 1958, — og taldi, að minnkunin svaraði til 15% minni fjárfestingar. Hins vegar vildi hann halda því fram, að þessi fækkun á íbúðabyggingum væri eðlileg og réttmæt, þar sem þörfin væri minni nú en þá var, og hann fór með tölur um fólksfjölda og tölur um fjölda íbúða, sem byggðar hefðu verið, því til staðfestingar. Ég rengi það ekki á nokkurn hátt, að allar þær tölur, sem hann fór þá með, séu réttar. Engu að síður er hitt alveg víst, að ástandið í húsnæðismálunum, a.m.k. hér í Reykjavík, er algerlega óviðunandi. Meðan húsnæðisskorturinn er eins og hann er hér og meðan í skjóli hans þrífst okur og brask, eins og hér á sér stað og allir hv. alþm. þekkja, er ekki hægt að halda því fram, að ekki þurfi að byggja meira en gert er, og það er allra sízt hægt að halda þessu fram fyrir þá, sem vegna starfs síns kynnast erfiðleikum flestra húsbyggjenda í landinu af eigin raun og þekkja alla þessa málavöxtu ofan í kjölinn. Meðan ástandið í húsnæðismálunum er eins og það er, a.m.k. hérna í Reykjavík, er ekki hægt að halda því fram, að ekki þurfi að byggja meira en gert er. Ég þekki talsvert til húsnæðismálanna hérna í Reykjavík og get fullyrt um þetta. Ég veit, hvernig það gengur fyrir húsnæðislítið fólk hér í bænum að komast í húsnæði, hvernig það tekst fyrir þá, sem hafa ekki bolmagn til að byggja af eigin rammleik, heldur þurfa að leita aðstoðar sveitarfélagsins, hvernig það gengur fyrir þá að komast inn í mannsæmandi íbúðir. Þetta þekki ég nokkuð af eigin reynslu, og ég velt, að það er mjög erfitt, að maður ekki segi útilokað, þrátt fyrir góðan vilja þeirra, sem hér ráða málum. Skrifstofa félags- og framfærslumála í Reykjavík leggur sig fram um það að leysa úr vandamálum þessa fólks, og ástæðan til þess, að henni verður ekki meira ágengt en raun ber vitni, er einfaldlega sú, að það er ekki hægt, húsnæðið er ekki til. Þess vegna þýðir ekki að halda því fram, hvorki hér né annars staðar, að minnkandi byggingarframkvæmdir séu eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun og helgist af því, að ekki sé þörf fyrir meiri byggingar en nú er. Og þó að ég hafi rætt mest um Reykjavík, vegna þess að ég þekki hér mest til, velt ég, að ástandið mun vera eitthvað svipað því, sem hér er, víða á landinu annars staðar og jafnvel sums staðar ekkert betra.

Ég fór í frumræðu minni ekki út í neinn samanburð. Ég ætlaði ekki í ræðu minni í sambandi við þessa þáltill. og flutning hennar hér að stofna til deilna um það, hverjum það væri að kenna, að ástand húsnæðismálanna er eins og það er. Ég vildi þvert á móti með minni framsöguræðu undirstrika nauðsyn þess, að allir flokkar gætu tekið saman höndum um það að finna varanlega lausn á þessu mikla vandamáli. Þar með er ekki sagt, að ég endilega skorist undan því að taka þátt í samanburði á fyrirgreiðslu hins opinbera til húsbyggjenda núna og t.d. á tímum vinstri stjórnarinnar, og fyrst bryddað hefur verið á því hér í þessum umr., get ég vel tekið þátt í þeim leik og mun að nokkru gera það hér á eftir. En satt að segja furðar mig nokkuð á því, að talsmenn núv. hæstv. ríkisstj. skuli sækjast eftir því, að þessi samanburður sé látinn fara fram, og alveg sérstaklega furðar mig á þeirri staðhæfingu, sem kom fram hjá hv. 4. þm. Vestf. nú fyrir 5 vikum, þar sem hann sagði, að notagildi lánanna væri svo miklu meira núna en það var t.d. 1958, og ég tel fulla ástæðu til þess að athuga þessa staðhæfingu örlítið nánar.

Eins og allir hv. alþm. vita, var hámask lánsfjárhæðar árið 1958 100 þús. kr. Hámarkið er nú 150 þús. kr. Ef tekin er sú meðalstærð íbúða, sem Efnahagsstofnunin gefur upp, þ.e.a.s. 375 teningsmetrar, og miðað við vísitölu byggingarkostnaðar, eins og hún var í októbermánuði 1963, en það er síðasta tala, sem liggur fyrir, byggingarvísitalan fyrir febr. s.l. er ekki komin, hún er væntanleg á hverri stundu, en liggur ekki fyrir nú, þegar þessi orð eru mælt. Ef reiknað er með meðalíbúð samkv. þessum upplýsingum og þeim byggingarkostnaði, sem ég áðan greindi, 1834.34 kr. á fermetra, þá kostar að byggja meðalíbúðina nú 688 þús. kr. í okt. 1958 kostaði að byggja jafnstóra íbúð 461 þús. kr. Verðhækkunin á þessu tímabili er m.ö.o. 227 þús. kr. eða 49%. Eigið framlag þess, sem ræðst í byggingu, þ.e.a.s. byggingarkostnaður mínus lán frá því opinbera, var 1958 361 þús. kr., en nú 538 þús. kr. Samkv. þessum útreikningum þarf 177 þús. kr. meira fé umfram lánin til þess að byggja þessa meðalíbúð en þurfti 1958. Verðhækkunin síðan í okt. 1958 nemur þannig 227 þús. kr. eða meira en öllu því láni, sem hægt er að fá úr byggingarsjóðum ríkisins undir venjulegum kringumstæðum. Jafnvel þótt vantað hafi upp á hámarkslánsfjárhæðina árið 1958 í sumum tilfellum, eins og oft heyrist haldið fram, er augljóst, að hagur húsbyggjenda hefur stórlega rýrnað frá því, sem þá var, hann hefur stórlega rýrnað, þar sem verðhækkunin nemur meira en allri lánsfjárhæðinni. Það er hreint öfugmæli þess vegna að halda því fram, að notagildi lánanna hafi batnað. Það hefur vitanlega versnað og það að miklum mun.

Hv. 4. þm. Vestf. ræddi enn fremur um hækkun á byggingarkostnaði, og einnig þar vildi hann koma að samanburði við byggingarkostnaðinn og hækkunina, eins og hún hefði verið á tímabili vinstri stjórnarinnar. Hann sagði, að í tíð vinstri stjórnar hefði hækkun á byggingarkostnaði numið 34% á rúmum tveim árum, en hækkunin í tíð núv. hæstv. ríkisstj. hafi verið 47% á 5 árum, og út frá því reiknaði hann, að árleg hækkun byggingarkostnaðar hefði verið hærri í tíð vinstri stjórnarinnar en síðan. Ég er ekkert óvanur því að hlusta á þessa röksemdafærslu. Ég hef nokkuð oft að undanförnu átt um þetta umræður við talsmenn núv. hæstv. ríkisstj. og heyrt þessum röksemdum haldið fram, en ég hef líka jafnframt mótmælt þeim, og það mun ég enn gera. Ég vil halda því fram, að þessi röksemdafærsla sé ekki rétt, og færa að því nokkrar sannanir, að svo sé sem ég segi. Í fyrsta lagi segi ég, að röksemdafærslan sé ekki rétt á þeirri forsendu, að engin byggingarvísitala var birt á tímabilinu frá okt. 1955 til febr. 1957, en útreikningur hv. þm. byggist á því að bera saman vísitölu í okt. 1955 og hækkunina þangað til 1958 — eða hlýtur að gera það — og fá út þau 34%, sem hann talar um. En vinstri stjórnin kom ekki til valda, svo sem kunnugt er, fyrr en í ágústmánuði 1956. Þarna tel ég, að ekki sé rétt viðmiðun. Það er lengra tímabil, sem byggingarkostnaðurinn er að hækka þarna, heldur en sagt er og auk þess að nokkru leyti stjórnartímabil annarrar ríkisstj.

Í öðru lagi segi ég, að samanburðurinn sé ekki réttur vegna þess, að í honum er tímabilið frá októbermánuði 1958 og til okt. 1963 tekið í einu lagi og sett fram sem tímabili núv. hæstv. ríkisstj., en á það er að líta, að viðreisnarstjórnin hóf ekki valdaskeið sitt fyrr en síðustu dagana 1959 og allt árið 1959 stjórnaði Alþfl. og í hans tíð lækkaði byggingarkostnaðarvísitalan um 2 stig, eins og vitað er, með kauplækkuninni, sem framkvæmd var í febr. það ár, og því segi ég, að í þessum samanburði sé lengra tímabil tekið til samaburðar í síðara skiptið en rétt er og fáist þar með hagstæðari samanburður en tilefni er til.

Í þriðja lagi segi ég, að þessi röksemdafærsla sé ekki rétt vegna þess, að til þess að fá raunverulegan samanburð þarf að reikna hækkunina af sömu grunntölu fyrir bæði tímabilin. Þegar það er gert, mun sjást, að byggingarkostnaðurinn hefur aldrei vaxið hraðar en síðustu árin, enda er sú þróun algerlega í samræmi við aðra verðlagsþróun í landinu á öllum sviðum, og væri fullkomlega óeðlilegt, ef byggingarkostnaðurinn hefði ekki fylgt með í straumnum.

Þá ber þess enn fremur að gæta, að síðasta vísitala, sem við ræðum hér um, er 1834.34 kr., sú vísitala, sem birt er 1. okt. 1963. Síðan hefur engin vísitala verið birt, en síðan hafa miklar hækkanir átt sér stað á byggingarkostnaði. Launahækkunin í árslokin 1963 er ekki með í þessari tölu. Söluskatturinn síðan í febr. s.l. er ekki með í þessari tölu, og afleiðingarnar af þessum tveimur hækkunum eru ekki með í þessari tölu, og enn heldur byggingarkostnaðurinn að sjálfsögðu áfram að hækka. Álagningarhækkunin, sem samþykkt var í gær, er að sjálfsögðu ekki heldur með í þessari tölu. Og lengra væri hægt að telja um það, hvernig þróunin í byggingarkostnaðinum, eins og á öllum öðrum sviðum, heldur áfram til hækkunar.

En það er hægt að fá algerlega réttan samanburð á þróun þess, hvernig byggingarkostnaðurinn hefur vaxið s.l. 8 ár, og ég tel, að það sé sjálfsagt að gera það, til þess að myndin verði rétt og við getum allir, sem hér þrefum um þetta mál, haft það, sem sannast reynist.

Í okt. 1955 var vísitala byggingarkostnaðar, en hagstofan reiknar þessa vísitölu út, eins og kunnugt er, þá var vísitalan 100 stig. Á tímabilinu frá okt. 1955 og þangað til í febr. 1957 hækkar vísitala um 13 stig, hún hækkar um 13 stig á þessum 16 mánuðum, á tímabili tveggja ríkisstj. Á tímabilinu frá febr. 1957 þangað til í okt. 1958, á þeim 20 mánuðum, hækkar þessi sama vísitala um 21 stig, á 20 mánuðum hækkar vísitalan um 21 stig í tíð vinstri stjórnarinnar. Á tímabilinu frá því í okt. 1958 og þangað til í okt. 1959 lækkar þessi vísitala, eins og ég áðan greindi, um 2 stig á 12 mánuðum, á stjórnartímabili Emils Jónssonar og Alþfl. lækkar byggingarvísitalan um 2 stig. En síðan í okt. 1959 og þangað til síðasta tala liggur fyrir, okt. 1963, hækkar þessi vísitala um 65 stig, á síðustu 48 mánuðum, sem útreikningurinn nær til, hækkar vísitalan um 65 stig.

Ef þessu átta ára tímabili er skipt í tvö fjögurra ára tímabil, eins og ég leyfði mér áðan að gera um fjölda þeirra íbúða, sem byrjað hafði verið að byggja á tímabilunum, verður samanburðurinn þannig, að fyrri 4 árin, þ.e. frá því í okt. 1955 og þangað til í okt. 1959, nemur hækkun byggingarvísitölunnar 32 stigum, en síðari 4 árin, þ.e. frá okt. 1959 og til okt. 1963, hækkar vísitalan um 65 stig, eins og ég áðan sagði, eða rúmlega tvöfaldast.

Þetta er þá sú mynd, sem ég velt réttasta af þróun byggingarkostnaðarins í landinu. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram, að þessum málum hefði verið í höfn komið öllum á stjórnartímabili vinstri stjórnarinnar, að þessi mál hafi verið í fullkomnu lagi frá því 1956 á miðju ári og þangað til í des. 1958, því fer fjarri, og ég minnist þess ekki að hafa heldur heyrt það hjá öðrum stuðningsmönnum þeirrar fyrrv. stjórnar, að þeir leyfi sér að halda því fram, að ástandið í byggingarmálunum hafi verið fullkomið á þessum tíma. Ég vil þvert á móti viðurkenna, að það var ákaflega mörgu ábótavant og lausn málanna átti langt í land. En fyrst gerður er samanburður á aðgerðum þessara tveggja ríkisstj. í húsbyggingamálunum, þá tel ég sjálfsagða skyldu okkar að hafa hann réttan, og þá tel ég jafnframt sjálfsagt að viðurkenna það, að vinstri stjórnin setti þó löggjöf um húsnæðismálin, sem var stórt spor í rétta átt og hefur komið mjög mörgum að góðu gagni af þeim, sem brotizt hafa í því að eignast húsnæði, síðan þessi löggjöf var sett. Þetta ber að viðurkenna, um leið og það er játað, að þessi lagasetning hefur ekki getað leyst þessi mál til frambúðar og þess vegna er þörf á nýjum lagaákvæðum í þessu efni.

till., sem ég hef ásamt fleiri hv. þm. borið hér fram, fer ekki fram á annað en það, að kosin verði á Alþingi nefnd til þess að endurskoða öll gildandi lög um lánveltingar til íbúðabygginga í landinu, og við leyfum okkur að benda á nokkur atriði, sem n. eigi sérstaklega að hafa að markmiði og til hliðsjónar við þá lagasetningu, sem hún væntanlega mundi gera till, um.

Hv. 4. þm. Vestf. sagði í lok ræðu sinnar, að nú færi fram athugun á þessum málum öllum, að hæstv. félmrh. hefði falið húsnæðismálastjórn að taka þessi mál öll til gagngerðrar endurskoðunar. Þetta er nú gott og blessað, og þetta er að sjálfsögðu alltaf sagt og sjálfsagt líka alltaf að nokkru leyti rétt, því að hvað er hlutverk húsnæðismálastjórnar fyrst og fremst, ef það er ekki stöðugt að leita nýrra aðferða til þess að auðvelda byggingarframkvæmdir íbúðarhúsa í landinu? En það er nokkuð langt síðan skýrsla Johans Hoffmanns, bankastjóra Husbankans norska, barst húsnæðismálastjórn. Það er býsna langt síðan orðið, og ég velt ekki til þess, að frá húsnæðismálastjórn hafi örlað á nokkrum till. til breytinga í þessu máli. Það kann að vera, að þær liggi fyrir, en mér er a.m.k. ekki kunnugt um það. Auk þess er, eins og við vitum allir, sitthvað í till. Johans Hoffmanns, sem er þess eðlis, að fullt eins eðlilegt er, að aðrir fjalli um ráðstafanir í þeim efnum heldur en húsnæðismálastjórnin sjálf, þ. á m. till. til gagngerðrar endurskipulagningar á æðstu stjórn þessara mála. Þess vegna hafði ég vonazt eftir því, að till. mín og okkar fleiri hv. þm. Framsfl. fengi góðar undirtektir hér á hv. Alþingi, og ég vil leyfa mér enn þá að vænta þess, að svo geti fárið, og alveg sérstaklega tel ég mig hafa ástæðu til þess að búast við góðum undirtektum nú, þar sem ég sé það í dag, að ráðstefna Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur nýverið gert ályktanir um nýtt átak í húsnæðismálunum, og þær ályktanir, sem hún lætur frá sér fara og birtar eru í Morgunblaðinu í dag, eru mjög svipaðs eðlis og fara mjög inn á sömu leiðir og okkar till. fjallar um. Þar segir t. d., með leyfi hæstv. forseta: „Lánsfé til íbúðabygginga verði stóraukið og lánakjör gerð hagstæðari en nú er, m.a. með lengdum lánstíma.“ Mér finnst ég kannast við þetta úr till., sem ég er að fjalla hér um. í öðru lagi: „Lánastarfsemi til íbúðabygginga verði samræmdari en nú tíðkast og henni hagað þannig, að stuðlað verði að byggingu hóflegra og vandaðra íbúða.“ Þetta kemur mér ekki heldur ókunnuglega fyrir sjónir. Ég sé ekki annað en þetta sé svo til orðréttur þriðji liður till. til þál., sem hér liggur fyrir til umr. Þá segir í ályktuninni enn fremur, með leyfi hæstv. forsetas „Hafnar verði á vegum ríkis og sveitarfélaga vísindalegar rannsóknir og tilraunir til endurbóta á byggingaraðferðum og til lækkunar á byggingarkostnaði.“ Þetta svarar til 4, liðar þeirrar till., sem hér er til umr., svo til frá orði til orðs. Og svo er ályktað um fleira, sem allt er mjög gott, þ. á m. er áskorun til sveitarfélaganna um það að hafa ávallt nægilegar byggingarlóðir tiltækar, og undir þá ályktun vil ég alveg sérstaklega taka. Ég tel því, að mjög hafi nú vænkazt hagur þessarar þáltill., síðan hún fyrst var lögð fram hér, þar sem svo öflug samtök sem hér um ræðir hafa lýst sig svo mjög fylgjandi því málefni, sem hér um ræðir, og ég vil alveg sérstaklega beina þeim tilmælum til hv. 4. þm. Vestf., að hann endurskoði nú afstöðu sína til tillöguflutnings þess, sem hér liggur fyrir, með tilliti til þeirra nýju ályktana, sem Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gert um þessi mál, og honum eru að sjálfsögðu mjög vel kunnar.

Í framsöguræðu minni um þetta mál lét ég þau orð falla, að ég vildi fúslega viðurkenna, að það væri mikið átak, sem hér væri fárið fram á. Það þyrfti mikið átak til þess að koma húsnæðismálunum á réttan kjöl og það mundi kosta mikið fé og það mundu verða miklir erfiðleikar á því að afla þess fjár, sem til þyrfti að koma þessum málum í viðunandi horf. En jafnframt tók ég það fram, að ég teldi, að þessu vandamáli yrði ekki lengur á frest skotið. Lausn húsnæðismálanna er eitt af brýnustu viðfangsefnum þjóðarinnar í dag. Ég rökstuddi þetta að nokkru í frumræðu minni. Ég vil aðeins leyfa mér að bæta hér við það svolitlum viðbótarrökstuðningi og vitna þá til annars manns, sem einnig á sæti í húsnæðismálastofnun, en það er Hannes Pálsson, sem hélt um daginn útvarpserindi um þessi mál. Hann kemur inn á sömu atriði og ég reyndi að gera grein fyrir í minni frumræðu, en með því að mér finnst honum hafa betur tekizt en mér að orða það, sem ég vildi segja, þá vil ég að síðustu í þessari umr. leyfa mér að vitna til örfárra orða, sem hann sagði, með leyfi hæstv. forseta. Hann segir:

„Það má öllum ljóst vera, að kostnaður við íbúðarhúsnæði er einhver mikilvægasti þáttur í afkomumöguleikum hverrar einustu fjölskyldu í landinu. Enginn einn þáttur útgjalda veldur eins miklu um, hvaða kröfur eru gerðar á hendur atvinnurekstrinum. Kröfur einstakra stéttasamtaka verða ávallt miðaðar við það, að sá, sem erfiðasta afkomu hefur innan hverrar einstakrar stéttar, komist nokkurn veginn af með fjölskyldu sína. En það er einmitt kostnaðurinn við íbúðarhúsnæðið, sem mestu veldur nú um óumflýjanlegar kaupkröfur. Maðurinn, sem verður að borga 5—6 þús. kr. á mánuði í húsnæðiskostnað, lífir ekki á því, þótt annar stéttarbróðir hans búi í skuldlausri íbúð og þurfi ekki að borga annað en ljós og hita.“

Ég skal svo ekki að þessu sinni fjölyrða meira um þetta mál, en ég ítreka þá ósk mína, að hv. fjvn. taki þessu máli með skilningi og að hún hraði afgreiðslu þeirrar þáltill., sem hér liggur fyrir.