18.03.1964
Sameinað þing: 54. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í D-deild Alþingistíðinda. (3096)

140. mál, verðlaunaveiting fyrir menningarafrek vegna tuttugu ára afmælis lýðveldisins

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hér liggur frammi till. til þál. um verðlaunaveitingu fyrir menningarafrek vegna 20 ára afmælis lýðveldisins. An þess að gera lítið úr hinum andlegu verðmætum og menningarafrekum einstakra manna vil ég minna á, að það eru fleiri stoðir, sem lýðveldið hvílir á. Útvegsmaðurinn, sem hagar sínum atvinnurekstri þannig, að til fyrirmyndar er, er þarfur maður í þjóðfélaginu. Svo er einnig um bóndann, sem vandar öðrum fremur starf sitt við ræktun landsins og hefur mestar afurðir af búfénu. Svo er um verkamennina, sjómennina og iðnaðarmennina, sem skara fram úr hver á sínu sviði. Hví skyldu þessir menn ekki koma til greina eins og þeir, sem vinna andlegu stórfín, þegar verðlaun eru veitt í tilefnt af lýðveldisafmæli? Ef til þess kemur að veita slík verðlaun, ættu menn ekki að gleyma þeirri breiðfylkingu, sem brauðfæðir íslenzka þjóð, svo að vitnað sé í orð Arnar skálds Arnarssonar. Ég vil biðja nefndina, sem fær till. til athugunar, að íhuga þetta, sem ég hef hér bent á.