27.11.1963
Sameinað þing: 22. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 821 í D-deild Alþingistíðinda. (3278)

74. mál, Listasafn Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Samkv. reikningi byggingarsjóðs Listasafns Íslands var sjóðurinn í árslok 1962 kr. 2 669 367.18. Þar við bætist síðan fjárveiting í fjárl. 1963, fjárl. yfirstandandi árs, 500 þús. kr., og vaxtatekjur slóðsins Árið 1963. Um næstu áramót munu því verða í byggingarsjóðnum tæplega 31/2 millj. kr.

Með bréfi 27. okt. 1959 til borgarstjórans í Reykjavík fór menntmrn, fram á, að Reykjavíkurborg ætlaði væntanlegu Listasafni Íslands lóð á stað, er hæfði slíkri byggingu. Mál þetta hefur síðan verið til athugunar hjá borgaryfirvöldum, en eins og kunnugt er, eru skipulagsmál Reykjavíkurborgar í heild til athugunar. og mun eigi hafa verið talið rétt að benda á lóð handa Listasafni Íslands, fyrr en ljósar lægi fyrir, hvernig heildarskipulag höfuðstaðarins Yrði. Að öðru leyti hefur ekki farið fram sérstakur undirbúningur að byggingu listasafnshúss. Mér þykir þó rétt að taka fram, að bæði stjórn Listasafns Íslands, en um safnið voru sett lög á árinu 1960, og menntmrn. er ljós rík nauðsyn þess, að ekki dragist lengi að bæta úr húsnæðisskortí Listasafns Íslands, auk Þess sem Þjóðminjasafnið, sem nú hýsir Listasafn Íslands, hefur fulla þörf fyrir það húsnæði, sem Listasafni Íslands var við byggingu þjóðminjasafnshússins fengið til umráða og það ræður enn yfir. Hins vegar er hér um mikið vandamál að ræða, vegna þess að engum mun til hugar koma annað en að hugsa hátt, þegar um byggingu slíks húss yrði að ræða sem byggingar fyrir Listasafn Íslands. En erfitt er og raunar ógerningur að taka lokaákvarðanir í því máli, fyrr en skipulag höfuðborgarinnar liggur ljósar fyrir en það gerir nú. Þó hafa farið fram ýtarlegar viðræður um byggingarmál Listasafnsins milli stjórnar safnsins og menntmrn., þótt þær hafi ekki enn leitt til beinnrar niðurstöðu eða til þess, að ákvarðanir væru teknar. Það má og með sanni segja, að ekki sé tímabært fyrir forráðaxnenn safnsins eða menntmrn, eða stjórnvöld yfirleitt að taka lokaákvarðanir um byggingarmál slíkrar stórbyggingar sem listasafnshús hlyti að verða, meðan það fé, sem er til ráðstöfunar í því skyni, er ekki meira en 3—31/2 millj. kr. Meðan Alþingi vettir ekki meira fé en raun hefur orðið á, sem hefur verið um 1/2 millj. kr. árlega, til byggingarþarfa Listasafnsins og meðan menn koma ekki auga á aðra tekjuöflunarmöguleika til þessara þarfa, þá hef ég ekki talið tímabært að gera ráðstafanir til þess að undirbúa slíka byggingu í einstökum atriðum, svo sem það að skipa byggingarnefnd. Ég tel, að það væri þá fyrst orðið tímabært, þegar ljóst lægi fyrir, á hvaða stað í bænum og með hverjum hætti kæmi til greina að byggja yfir safnið og þegar meira fé er fyrir hendi en nú á sér stað, þannig að a.m.k. mætti telja öruggt að unnt væri að byggja það, sem menn kynnu að telja nauðsynlegan eða æskilegan fyrsta áfanga í því að leysa úr brýnum vandamálum Listasafns Íslands.

Með þessu vona ég, að efni fsp. sé fullsvarað.