18.03.1964
Sameinað þing: 54. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í D-deild Alþingistíðinda. (3392)

806. mál, fjarskiptastöðvar í íslenskum skipum

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það er eðlilegt, að spurt sé um, hvað hefur gerzt í sambandi við þá till., sem samþ. var í hv. Alþingi 9. marz 1960. Hér er um öryggismál að ræða og eðlilegt, að að því hefði verið unnið. En till. þessi var send til skipaskoðunarstjóra og fyrir hann lagt að gera till. um þetta mál. Og hann hefur notið aðstoðar eftirlitsmanns landssímans. Hefur skipaskoðunarstjóri lokið samningu uppkasts að nýjum reglum fyrir fjarskiptatæki fyrir skip, sem koma eiga í stað gildandi ákvæða um þessi efni. Póst- og símamálastjóri hefur fjallað um uppkast þetta og ekkert haft við það efnislega að athuga. Uppkastið barst rn. í lok fyrra mánaðar og hefur nú verið sent til umsagnar L.Í.Ú., A.S.Í. og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Er þess vænzt, að unnt verði að gera út um umræddar reglur mjög fljótlega. Það skal tekið fram, að það hefur verið sent til þessara samtaka til þess að gefa þeim tækifæri til að koma á framfæri aths., ef þau óska, í sambandi við þetta mál, því að allir eru vitanlega sammála um það að reyna að gera þetta þannig úr garði, að það geti skapað fyllsta öryggi fyrir sjómenn.