18.03.1964
Sameinað þing: 54. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í D-deild Alþingistíðinda. (3398)

807. mál, vörukaupalán í Bandaríkjunum

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Fyrsta spurningin er á þessa leið: „Hve miklu nema svonefnd PL-480 lán, sem tekin hafa verið í Bandaríkjunum, þ.e. andvirði keyptra vara, sundurliðað frá ári til árs, ásamt ónotuðum kaupheimildum.“

Síðan 1957 hafa árlega verið gerðir PL-480 vörukaupasamningar milli ríkisstj. Bandaríkjanna og Íslands. Samningar þessir hafa gert ráð fyrir kaupum á bandarískum landbúnaðarvörum, svo sem fóðurvörum, hveiti, tóbaki, ávöxtum o.fl., gegn greiðslu í íslenzkum krónum. Samkv. samningunum hefur andvirði Þeirra skipzt í tvo hluta. Annar hlutinn, um 75% andvirðisins, hefur gengið til lánveitinga hér innanlands. Hinn hlutann, um 25% andvirðisins, hefur Bandaríkjastjórn fengið til ráðstöfunar vegna eigin þarfa hér á landi. Heildarupphæð Þeirra vörukaupasamninga, sem gerðir hafa verið árlega á tímabilinu 1957—1963, nemur 15 millj. 820 Þús. dollurum, sem sundurliðast Þannig:

Árið

1957 2

millj.

785

þús.

dollarar.

Árið

1958 3

millj.

60

Þús.

dollarar.

Árið

1959 2

millj.

575

Þús.

dollarar.

Árið

1960 1

millj.

925

Þús.

dollarar.

Árið

1961 1

millj.

840

Þús.

dollarar.

Árið

1962 1

millj.

745

Þús.

dollarar.

Árið

1963 1

millj.

890

Þús.

dollarar.

Samt

als 15

millj.

820

Þús.

dollarar.

16. þ.m. námu greiðslur fyrir keyptar vörur samkv. samningum þessum alls 141/2 millj. dollara eða í íslenzkum krónum 463.5 millj. á því gengi, sem gilti, er innflytjendur greiddu vörurnar. Mismunurinn á heildarupphæð samninganna og þessum greiðslum er því um 1.3 millj. dollara. Af þeirri upphæð er 1 millj. 75 þús. dollarar ónotaðar eftirstöðvar kaupaheimilda samkv. samningunum frá 1957—1962, og eru þær úr gildi fallnar. En um 225 þús. dollarar eru kaupaheimildir samkv. samningunum frá 1963, en ekki er enn þá vitað um, að hve miklu leyti þær notast.

13. febr. s.1. var gert samkomulag við Bandaríkjastjórn um kaup á landbúnaðarvörum á árinu 1964 fyrir alls 2 millj. 200 þús. dollara, en ekkert af þeim er enn komið til landsins.

Önnur spurningin er á þessa leið: „Hverjum hafa lán þessi verið framlánuð?“ Á árunum 1957—1963 var lánum ráðstafað til innlendra framkvæmda að upphæð 347.7 millj. kr., er sundurliðast þannig: Sogsvirkjunin 92.9 millj., iðnlánasjóður 50.5 millj., stofnlánadeild landbúnaðarins 49 millj., ýmsar hafnir 30.5 millj., fiskveiðasjóður 29 millj., raforkusjóður 27.1 millj., Hitaveita Reykjavíkur 25 millj., Keflavíkurvegur 21.9 millj., Rafmagnsveitur ríkisins 15 millj., Rafmagnsveita Reykjavíkur 5.5 millj., ýmsir einkaaðilar 1.3 millj. Samtals 347.7 millj. ísl. kr. Auk þess er óráðstafað 21/2 millj. kr. Ef samningurinn frá 1963 nýtist að fullu, þ.e.a.s. allar innkaupaheimildir verða notaðar, en ógerlegt er að segja til um það að svo stöddu, mundu um það bil 6 millj. bætast við til ráðstöfunar. Liðurinn: ýmsir einkaaðilar 1.3 millj., er þannig til kominn, að vörukaupasamningurinn frá 1957 kvað svo á, að jafnvirði 50 þús. dollara skyldi lánað einkaaðilum. Framkvæmdabankinn lánaði það fé til nokkurra fyrirtækja.

Þriðja spurningin hljóðar svo: „Hve miklu nema þær greiðslur samanlagt, sem Bandaríkin hafa fengið endurgreiddar í íslenzkum peningum fyrir Marshallfé og PL–480 lán og þau mega ráðstafa að vild sinni hér á landi?“ Af því mótvirðisfé, sem myndaðist við hin óafturkræfu Marshallframlög, voru í fyrstu 5% og síðar 10% andvirðisins lögð inn á sérstakan reikning Bandaríkjastjórnar, er henni var heimilt að ráðstafa hér á landi. Inn á þennan reikning voru alls greiddar 27.5 millj. kr. Af andvirði keyptra vara samkv. PL–480 vörukaupsamningunum hefur Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, fengið í sinn hlut tæplega 25% eða alls um 113 millj. kr. PL–480 lán, sem tekin voru árin 1957, 1958 og 1959, endurgreiðast að langmestu leyti í dollurum, en þau, sem tekin voru 1960–1963, endurgreiðast í ísl. krónum. Til þessa hafa afborganir

og vextir af þessum lánum numið alls 17.4 millj. kr.

Fjórða spurningin er svo hljóðandi: „Er ríkisstj. kunnugt um, hvernig Bandaríkjastjórn og bandaríska sendiráðið hafa ráðstafað þessu fé hér á landi?" Eins og áður er getið, hlaut Bandaríkjastjórn 27.5 millj. af óafturkræfu Marshallfé til eigin ráðstöfunar. Fé þessu varði hún þannig: Til bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli, 14.9 millj. Til bandaríska sendiráðsins vegna byggingar, launagreiðslna, skrifstofukostnaðar o.fl. 7 millj. kr. Til Efnahagssamvinnustofnunar Bandaríkjanna, — ég vil taka það fram, að þegar Marshallhjálpin var við lýði, var sérstök stofnun á vegum Bandaríkjanna í hverju því landi, sem naut Marshallhjálparinnar, og það er þessi stofnun, sem átt er við, til Efnahagssamvinnustofnunar Bandaríkjanna vegna launagreiðslna, skrifstofukostnaðar, tækniaðstoðar, aðstoðar til iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs o.fl. 5.6 millj. Samtals 271/2 millj. Af fyrrnefndum 113 millj. ísl. króna hefur Bandaríkjastjórn gefið Háskóla Íslands 5 millj. kr. til byggingar raunvísindastofnunar. Að öðru leyti hefur hún ráðstafað hlut sínum til greiðslu á kostnaði vegna bandaríska sendiráðsins hér og varnarliðsins.

Samkv. lánssamningunum er Bandaríkjastjórn heimilt að verja þeim afborgunum og vöxtum af PL-480 lánum, sem greiðast í ísl. krónum, til greiðslu á eigin útgjöldum hér á landi, enda taki hún tillit til efnahagsástandsins í landinu á hverjum tíma við notkun þess fjár. En eins og áður segir, nemur þessi fjárhæð um 17.4 millj. kr.